HEIMSÓKN UM HELGINA: FRITZ HANSEN & MONTANA

Sérfræðingar frá Fritz Hansen og Montana verða hjá okkur um helgina, fimmtudag, föstudag og laugardag, 21.-23. september.

15% afsláttur af öllum vörum og pöntunum* frá Montana og Fritz Hansen um helgina. Einnig eru í boði sérvaldar einingar með meiri afslætti. (Ekki er veittur afsláttur af svörtum og hvítum Sjöum).

VÆNTANLEGT: VETRARLÍNA MÚMÍN

Vetrarlína Múmín þetta árið ber heitið Spring Winter og segir frá umskiptunum frá vetri til vors, þegar allt í Múmíndal vaknar hægt og rólega úr vetrardvala og birta vorsins byrjar að brjótast í gegnum myrkrið. Vorsólin bræðir síðasta snjóinn og íbúar Múmíndals vakna við þessi töfrandi áhrif náttúrunnar. Teikningarnar eru innblásnar af bókinni Moominland Midwinter sem Tove Jansson gaf út árið 1957. 

Í bókinni kemur Snúður til baka úr einni af sínum löngu gönguferðum. Mía litla þurfti að aðlagast vetrinum þar sem íkorni vakti hana fyrr úr vetrardvalanum. Hún er því búin að finna upp á hinum ýmsu uppátækjum og leikjum í snjónum. Mía litla rennir sér niður brekkur á silfurbakka og klessir á Múmínsnáðann sem er ný vaknaður. Þrátt fyrir áreksturinn er Múmínsnáðinn afar ánægður að sjá Míu litlu þar sem hann taldi að allir svæfu enn. Mía litla er með smá samviskubit yfir að hafa stolið silfurbakkanum hennar Múmínmömmu, en sem betur fer verður hún ekkert reið heldur er hún heilluð af tilhugsuninni um að hægt sé að nota bakkann í fleiri og skemmtilegri hluti.

Vetrarlínan inniheldur fallega myndskreytta krús, skál, tvær teskeiðar og mini krúsir. Krúsirnar fara í sölu 2. október, en skálin, skeiðarnar og mini krúsinar stuttu síðar. Vetrarlínan er aðeins fáanleg í takmörkuðu magni.

FORSALA: Silfraður Vaðfugl í takmörkuðu upplagi!

Normann Copenhagen kynnir sérstaka útgáfu af silfurlituðum Vaðfugli sem framleiddur er í takmörkuðu upplagi. Húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson hannaði Vaðfugla (Shorebirds) sem framleiddir eru af Normann Copenhagen og eru á meðal þeirra best seldu vara, fuglarnir hafa vakið mikla athygli frá því þeir komu í sölu og njóta þeir mikilla vinsælda um allan heim.

Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling og eru þeir úr renndri eik.

Tryggðu þér eintak af silfruðum Vaðfugli í forsölu – smelltu HÉR- og fáðu áritað eintak af Sigurjóni Pálssyni – sannkallaður safngripur.

GJAFALEIKUR: ILMANDI VÖRULÍNA FRÁ URÐ

URÐ er íslenskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir ilmandi vörulínu með árstíðirnar fjórar í huga. Vörulína URÐAR samanstendur í dag af ilmkertum, sápum og heimilisilmi.
URÐ er gamalt, íslenskt orð og felur í sér vísun til markmiða og framleiðsluaðferða URÐAR.
Vörurnar eru framleiddar úr bestu fáanlegu hráefnum og pakkað í fallegar og vandaðar umbúðir. Við framleiðsluna er stuðst við gamlar handverksaðferðir.

Hver ilmur hefur það hlutverk að vekja upp minningar tengdar árstíðunum fjórum. Ilmirnir bera íslensk nöfn sem eru lýsandi fyrir hverja árstíð; BJARMI (vor), BIRTA (sumar), DIMMA (haust) og STORMUR (vetur). 

Við gefum 4x handþrykkta gjafakassa og hver kassi inniheldur sápu, ilmstrá og ilmkerti. Þú gætir haft heppnina með þér á Facebook síðu Epal ásamt því að við gefum einnig á Instagramsíðu Epal. Við drögum út föstudaginn 15. september. 

NÝTT Í EPAL : DUTCH DELUXES

Dutch Deluxes er nýtt og spennandi merki í Epal, sem stofnað var í Eindhoven, mekka hollenskrar hönnunar árið 2013 og hefur notið mikilla vinsælda.

Dutch Deluxes hannar smart vörur fyrir eldhús og borðhald. Falleg viðarbretti til framreiðslu, skurðarbretti ásamt svuntum sem fást bæði í textíl og úr leðri.

Kíktu yfir í vefverslun Epal og skoðaðu úrvalið, sjá HÉR. 

ÚTSALA Í EPAL SKEIFUNNI

Útsalan er hafin í verslun okkar í Skeifunni 6. Allt að 70% afsláttur og 15% afsláttur af öllum vörum sem ekki eru sérmerktar. Útsalan stendur frá 31. ágúst – 3. september.

30 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ : TOLOMEO FRÁ ARTEMIDE

Í tilefni þess að Artemide fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli sínu bjóðum við upp á 30% afslátt af öllum Tolomeo* lömpum.

Tolomeo lampinn var hannaður af Michele De Lucchi og Giancarlo Fassina árið 1986 fyrir ítalska hönnunarframleiðandann Artemide. Tolomeo lampinn er ítalskt hönnunartákn, einstaklega fallegur og stenst tímans tönn.

VINNINGSHAFI HÖNNUNARSAMKEPPNI PAPER COLLECTIVE, HÚSA & HÍBÝLA OG EPAL

Það var hann Þorsteinn Orri, 18 ára upprennandi listamaður sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkepni Paper Collective, Húsa & Híbýla og Epal. Þorsteinn Orri hefur lokið listnámi frá Borgarholtsskóla og mun ljúka stúdentsprófi með listnámi nú í haust en markmiðið í framtíðinni er að starfa sjálfstætt sem grafískur hönnuður.

Innblásturinn af myndinni fékk Þorsteinn þegar hann var staddur í Skagafirði og heillaðist af fallegri náttúrunni og hvernig geislar sólarinnar lituðu fjöllin. Hugmyndin var síðan unnin í illustrator og aðspurður segist hann ekki hafa átt von á því að vinna keppnina. Myndin fylgdi sem póstkort með nýjasta Hús og Híbýli og mun Paper Collective síðan framleiða myndina.

Við óskum Þorsteini Orra til hamingju með sigurinn og óskum honum velgengni með listsköpun sína í framtíðinni. Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Húsa og Híbýla. 

Jafnframt þökkum við þeim fjölmörgu hönnuðum og listamönnum fyrir sem sendu inn myndir í samkeppnina.

NÝR & VÆNTANLEGUR MÚMÍNBOLLI

Enn á ný bætir Arabia við glæsilegum Múmínbolla í safnið og í þetta sinn er það bolli sem ber heitið True to its Origins eða Trúr uppruna sínum sem skreyttur er fallegum og mestmegnis svarthvítum teikningum Tove Jansson. Við höfum opnað fyrir forpantanir á bollanum sem framleiddur er í takmörkuðu upplagi og því um að gera að tryggja sér eintak af þessum safngrip. Pantanir skulu sendast á [email protected]

True to its Origins línan byggir á sögunum Moominvalley in November og Moominpappa at Sea. Í sögunum flytur Múmínfjölskyldan í vita á lítilli eyju. Veðrið við vitann er óútreiknanlegt og fjölskyldumeðlimirnir upplifa nýja heimilið á mismunandi hátt. Múmínsnáðinn er mikið einn, Múmínmamma saknar Múmíndals og Múmínpabbi reynir að skilja og læra á umhverfi sitt. Mía litla er sú eina sem kippir sér ekkert upp við breyttar aðstæður.

Á sama tíma eru aðrir íbúar í Múmíndal að leita að fjölskyldunni og sakna hennar mikið. Hemúlarnir, Snúður og fleiri flytja inn í hús Múmínfjölskyldunnar og reyna að lifa eins og fjölskyldan sem þau líta svo mikið upp til.

True to its origins línan einkennist af mildum, mestmegnis svarthvítum myndum. Vörurnar eru klassískar og fara vel með öðrum vörum úr Múmín línunni.