TILBOÐ Á EJ 220 SÓFUM & HANS J. WEGNER RUGGUSTÓL

Við bjóðum reglulega upp á góð tilboð á vinsælum húsgögnum og að þessu sinni eru m.a. í gangi tilboð á sófa frá Erik Jørgensen ásamt J16 ruggustól Hans J. Wegner.

Erik Jørgensen (1928-1998) var lærður bólstrari og söðlasmiður og stofnaði hann fyrirtæki sitt Erik Jørgensen Møbelfabrik árið 1954 í Svendborg. Upp úr 6.áratugnum var Erik mjög upptekinn af þeirri hugmynd að endurhanna hinn hefðbundna sófa og gera þetta vinsæla húsgagn fagurfræðilega aðlaðandi og þægilega upplifun í senn. Erik hafði hæfileika í því að sameina gott handverk og þekkingu á efnum við nýjustu tískubylgjur í hönnun og var útkoman kassalaga sófinn EJ220 sem nýtur í dag gífurlega mikilla vinsælda.

 

J16 ruggustóllinn er algjör klassík á meðal margra ruggustóla sem Hans J. Wegner hannaði á sínum ferli. Ruggustóllinn var kynntur af FDB Furniture húsgagnaframleiðandanum árið 1944 og hefur verið í framleiðslu síðan þá en í dag er hann framleiddur af Fredericia.

 

 

Verið velkomin í verslun okkar í Epal Skeifunni 6 og sjáið úrvalið.

VINSÆLASTA VARAN: POPPSKÁLIN

Ein af okkar uppáhaldsvörum þessa dagana og jafnframt ein sú vinsælasta er poppskálin frá Joseph Joseph sem kostar aðeins 3.100 kr.

Ef þig hefur langað til að prófa þig áfram með heimatilbúið poppkorn og nýjar bragðtegundir þá er þessi poppskál tilvalin! Skálin sem er gerð úr sílikoni þolir vel háan hita og er gerð fyrir örbylgjuofna og kemur með loki sem er notað til að hrista út poppbaunir sem gætu hafa orðið eftir.

Það er ekki aðeins orðið einfaldara að bæta við innihaldsefnum að eigin vali heldur er það einnig hollara en popp sem keypt var í búð þar sem ekki þarf að bæta við olíu eða smjöri.

 

Klárlega hin fullkomna skál fyrir sjónvarpskvöldin með fjölskyldunni!

INNBLÁSTUR FRÁ DESIGN LETTERS

Danska merkið Design Letters sendir reglulega frá sér fallegar myndir af vöruúrvali sínu sem gefa góðar hugmyndir. Epal er stoltur söluaðili Design Letters sem slegið hafa rækilega í gegn á Íslandi.

Design Letters er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 2009 og framleiðir vörur fyrir heimilið sem skreyttar eru leturgerð Arne Jacobsen sem hann teiknaði árið 1937. Vörulína Design Letters nýtur mikilla vinsælda og er sífellt að bætast við vöruúrvalið spennandi og vandaðar vörur fyrir heimilið með grafísku ívafi.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal með því að smella HÉR.

VALENTÍNUSARDAGURINN 2017

Ef þú ert að leita að hinni fullkomnu Valentínusargjöf handa ástinni þinni þá eigum við til mikið úrval af fallegum tækifærisgjöfum. Fyrst og fremst er það LOVE lakkrísinn sjálfur frá Lakrids by Johan Bülow sem er ómótstæðilega góður og ekki skemmir fyrir hversu fallega hannaðar umbúðirnar eru. Í ár er lakkrísinn til í hefðbundnu stærðunum, stór og lítill ásamt fallegri öskju “20 kisses” sem inniheldur 20 litla poka sem fylltir eru með sitthvorum LOVE lakkrís molanum, tilvalið til að deila með ástinni sinni.

LOVE lakkrísinn er í ár annarsvegar súkkulaði og hindberjahúðaður chili lakkrís (dökkt súkkulaði) og hinsvegar sólberja og súkkulaðihúðaður sætur lakkrís (hvítt súkkulaði). Báðir eru einfaldlega ómótstæðilega góðir og við mælum með að smakka báðar tegundir, þú verður ekki svikin/n!

 

LOUIS POULSEN KYNNIR NÝTT LJÓS: ABOVE

Louis Poulsen kynnir Above sem er nýtt ljós hannað af danska hönnuðinum Mads Odgård.

Above veitir þægilega birtu og keilulaga form þess ásamt möttu hvítlökkuðu innvolsi hjálpar til við að dreifa birtunni jafnt. Above er einfalt og elegant ljós sem mun njóta sín vel á heimilum sem og í opinberum rýmum.

NÝTT FRÁ MONTANA: PANTON WIRE GOLD

Verner Panton hannaði Panton Wire hilluna árið 1971. Danski hönnunarframleiðandinn Montana heiðrar núna heimsþekkta danska hönnuðinn og framleiðir Wire í takmarkaðri gylltri útgáfu. Gyllta útgáfan hefði án efa glatt mikið einn litríkasta hönnuð allra tíma, Verner Panton.

Náinn vinskapur þeirra Verner Panton og Peter J. Lassen stofnanda Montana er mörgum kunnur, og kemur því ekki á óvart að Montana vilji heiðra hönnuðinn með því að bæta við enn einum litnum í litaheim Panton, gylltum.

Panton Wire hillan í gylltu er falleg sem stök eining en einnig nokkrar saman á gólfi eða upphengdar á vegg. Útbúðu einfalda bókahillu, notaðu staka Wire hillu sem náttborð eða settu saman fjórar Wire hillur og notaðu sem sófaboð.

Verð 36.700 kr.

Panton Wire njóta nú þegar vinsælda og hægt er að nota þær jafnt sem hillur, náttborð eða hliðarborð í stofunni. Ótal möguleikar með þessari skemmtilegu hönnun.