VÆNTANLEGT: GRÁR KUBUS Í TAKMÖRKUÐU UPPLAGI

Það styttist í að hillurnar í verslunum okkar fyllist af glænýjum og spennandi haust og vetrarlínum. By Lassen fagnar í ár 115 ára afmæli hönnuðarins Mogens Lassen með viðhafnarútgáfu af klassíska Kubus kertastjakanum í fallegum gráum lit í takmörkuðu upplagi.

Kubus í gráu er væntanlegur um miðjan september í takmörkuðu upplagi og gildir þá reglan, -fyrstur kemur fyrstur fær.

By Lassen framleiðir hönnun eftir tvo þekktustu arkitekta dana, bræðurna Mogens Lassen og Flemming Lassen. Lassen bræðurnir voru einstaklega hæfileikaríkir og hlutu þeir fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína og arkitektúr. By Lassen er fjölskyldufyrirtæki og er þekktast fyrir að framleiða Kubus kertastjakann sem hannaður var af Mogens Lassen árið 1962.
bylassen_Kubus 4_cool_grey_packshot_High Res byLassen_Kubus 4-Cool Grey_Kubus Bowl_Lifestyle_High Res (2) byLassen_Kubus 4-Cool Grey_Lifestyle_High Res a

VÆNTANLEGT: FERM LIVING F/W

Við erum spennt að sýna ykkur myndir úr haust og vetrarlínu Ferm Living sem er væntanleg í Epal síðar í haust.

Danska hönnunarmerkið Ferm Living var stofnað árið 2005 af grafíska hönnuðinum Trine Anderson. Ferm Living hannar og framleiðir líflegar og fallegar vörur fyrir heimilið með grafísku ívafi. Í vöruúrvali þeirra má meðal annars finna úrval af fallegum púðum, eldhúsáhöldum, veggfóðrum og hönnun fyrir barnaherbergi.

Nýja línan er einstaklega falleg og margar spennandi nýjungar þar að finna bæði húsgögn og smávörur fyrir heimilið. Smelltu HÉR til að skoða F/W bæklinginn í heild sinni.

Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum og fáðu að vita um leið og línan kemur. Instagram: epaldesign, Snapchat: epaldesign, og við erum einnig á facebook.

FERM_LIVING_IMAGE_14 FERM_LIVING_IMAGE_22 FERM_LIVING_IMAGE_PK_01 FERM_LIVING_IMAGE_PK_02 FERM_LIVING_IMAGE_PK_06 FERM_LIVING_IMAGE_PK_07 FERM_LIVING_IMAGE_PK_09 FERM_LIVING_IMAGE_PK_11 FERM_LIVING_IMAGE_PK_20 FERM_LIVING_IMAGE_PK_21_Closeup FERM_LIVING_IMAGE_PK_21 FERM_LIVING_IMAGE_PK_22 FERM_LIVING_IMAGE_PK_25 FERM_LIVING_IMAGE_PK_28_alt FERM_LIVING_IMAGE_PK_29_ALT FERM_LIVING_IMAGE_PK_31 FERM_LIVING_IMAGE_PK_34 pinthisfinal

DESIGN LETTERS // INNBLÁSTUR

Design Letters er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 2009 og framleiðir vörur fyrir heimilið sem skreyttar eru leturgerð Arne Jacobsen sem hann teiknaði árið 1937. Vörulína Design Letters nýtur mikilla vinsælda og er sífellt að bætast við vöruúrvalið spennandi og vandaðar vörur fyrir heimilið með grafísku ívafi.

Vörurnar frá Design Letters setja skemmtilegan svip á heimilið og eigum við til frábært úrval í verslunum okkar.

Kíktu við í vefverslun okkar hér og skoðaðu úrvalið.

August 22_2016_SoMe7August 22_2016_SoMe1 August 22_2016_SoMe3 August 22_2016_SoMe4 August 22_2016_SoMe5 August 22_2016_SoMe6

August 22_2016_SoMe2

TAKK HOME : ÍSLENSK HÖNNUN

TAKK Home er íslenskt fyrirtæki stofnað árið 2016 af vinkonunum Dröfn Sigurðardóttur og Ollu Gunnlaugsdóttur. TAKK Home sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á gæðavörum fyrir heimilin. Hugmyndafræði okkar sem stöndum að fyrirtækinu er að skapa gæðavörur fyrir heimilið með megináherslu á einfaldleika, fegurð og notagildi, ásamt virðingu fyrir umhverfinu. Hönnun okkar er innblásin af klassískri norrænni hönnun og kraftinum í íslenskri náttúru. Að auki erum við undir áhrifum af margbreytilegri menningu um heim allan sem við höfum upplifað á ferðalögum okkar.

Fyrsta vörulína TAKK Home eru Tyrknesk handklæði öðru nafni Pesthemal eða Haman. Tyrknesk handklæði hafa verið stór hluti af baðmenningu Tyrkja í aldaraðir en þau hafa þá eiginleika að vera sérstaklega rakadræg, fyrirferðarlítil og þorna fljótt. Handklæðin eru hönnuð af TAKK Home og framleidd í Tyrklandi eftir hefðbundnum vefnaðaraðferðum. Þau eru úr 100% tyrkneskum bómul, með handhnýttu kögri.

Tyrknesku handklæðin eru tilvalin í ferðalagið, líkamsræktina, sundlaugina, á ströndina eða til notkunar heimavið í stað hefðbundinna handklæða. Einnig hægt að nota sem hálsklút eða ungbarnateppi.

Takk Home vörurnar eru væntanlegar í Epal –

 

unspecified-1 unspecified-2 unspecified-3 unspecified-4 unspecified-5 unspecified-6 unspecified-7 unspecified-8 unspecified-9 unspecified-10 unspecified-11 unspecified-12 unspecified-13 unspecified-14 unspecified-15 unspecified-16

Takk Home vörurnar eru væntanlegar í Epal –

Handklæðin fást í fimm litum:

 • Svart/hvítt röndótt
 • Grátt/hvítt röndótt
 • 3 lita, bleikt, blátt og hvítt
 • 3 lita, mintugrænn, blátt og hvítt
 • Grátóna munstrað

Stærðir:

 • 100 x 180 cm
 • 60 x 90 cm

SKÓLALEIKUR EPAL & TULIPOP

Í tilefni þess að skólarnir séu að hefjast aftur eftir ljúft og gott sumarfrí efnum við til spennandi gjafaleiks á facebook síðu okkar í samstarfi við íslenska barnavörumerkið Tulipop.

Ævintýraheimur Tulipop er svo sannarlega skemmtilegur og með þátttöku í gjafaleiknum verður hægt að næla sér í frábærar vörur fyrir hressa skólakrakka og þar má nefna fallegar og litríkar skólatöskur, sundpoka, pennaveski, nestisbox, stílabækur og fleira.

Til að taka þátt í leiknum smelltu á facebook síðu Epal og skrifaðu athugasemd undir Tulipop myndina hvaða vöru þú vilt vinna. Sjá allt vöruúrval Tulipop í vefverslun Epal hér.

Dregið verður út föstudaginn 19.ágúst.

13925655_1232256783453577_2342254094544434471_o

13913557_1229832227029366_2011381522305136876_o

Attachment-1-736x1030

W4B5068

Tulipop skólatöskur

 • Vandaðar skólatöskur sem henta yngri skólakrökkunum, upp í 12 ára aldur.
 • Úr efni sem hrindir frá sér vatni.
 • Með endurskini á hliðum og á axlarólum. .
 • Með bólstruðu baki, stillanlegum axlarólum og ól yfir bringu.
 • Hafa fengið vottun iðjuþjálfa.
 • Með fjölmörgum innri vösum, hólfi fyrir möppu, klemmu fyrir lykla og sérstöku plasthólfi fyrir nesti.
 • Hægt að festa sundpoka framan á töskuna.

W4B4952-683x1024

 

 

FredDrawstring GloomyDrawstring MissMaddyDrawstring-2 W4B4355-683x1024 W4B5241-683x1024

 

 

 

 

Screen Shot 2016-08-10 at 19.54.53

ERTU KLÁR Í SKÓLANN?

Ertu klár í skólann? Skólarnir hefjast innan skamms og hjá okkur í Epal leynast ýmsar vörur ofan í skólatöskuna eða á vinnuborðið jafnt fyrir yngri kynslóðina sem eldri. Við bjóðum núna upp á betra úrval en nokkru sinni fyrr af vörum sem henta fyrir fyrir skólann, þar má meðal annars nefna fallegar stílabækur frá ýmsum merkjum, skemmtileg og litrík nestisbox, drykkjarílát, skissubækur og margt fleira.

Við bættum einnig nýlega við glæsilegu vörulínunni My Daily Fiction frá Normann Copenhagen og mælum með að allir sem stefna á nám í haust líti við hjá okkur og skoði úrvalið, yfir 200 smávörur fyrir fagurkera sem kunna vel að meta fallegar stílabækur, ritföng og fleira.

Bungalow5_Normann_Copenhagen_Daily_Fiction_11 DailyFiction_1_ dailyfiction5

Vörurnar frá My Daily Fiction eru ómótstæðilegar.

lego-lunch

Frá Room Copenhagen koma stórskemmtilegu LEGO vörurnar sem eru einnig á frábæru verði. Drykkjarmál og Lego nestisbox, einnig eru til Lego skipulagsbox í mörgum stærðum og gerðum sem hægt er að nota fyrir skipulagið á skrifborðinu.
13692489_1214198098592779_3455133639268024636_n

Íslenska merkið Tulipop er með fallegt úrval af nestisboxum, stílabókum, bakpokum, drykkjarmálum og fleira.
Design-Letters-Friends-17

VOSGESPARIS DESIGN LETTERS 1

Design Letters er vörulína sem skreytt er leturgerð eftir Arne Jacobsen, stílabækur, blíantar og stafaglösin hafa t.d. notið mikilla vinsælda.
thumb-1-16571_2012-1-12_21-15-17

Danska merkið HAY þekkið þið flest og bjóða þau upp á úrval af fallegum vörum sem henta vel í skólann, skipulagsmöppur, stílabækur, fjaðrapennar og annað smekklegt.

Group-Shot

Tímaglösin frá HAY njóta sín vel á skrifborðinu.

kaleido-tray-hay-2Skipulagsbakkarnir Kaleido frá HAY eru fallegir á skrifborðið til að halda röð og reglu.

thumb-2-Spine-Notebook-02_2014-2-17_9-32-11
24-Bottles-Trinkflaschen

 

Þetta og svo mikið meira í verslunum okkar, kíktu í heimsókn og græjaðu þig fyrir skólann.´