VÆNTANLEGT: GRÁR KUBUS Í TAKMÖRKUÐU UPPLAGI

Það styttist í að hillurnar í verslunum okkar fyllist af glænýjum og spennandi haust og vetrarlínum. By Lassen fagnar í ár 115 ára afmæli hönnuðarins Mogens Lassen með viðhafnarútgáfu af klassíska Kubus kertastjakanum í fallegum gráum lit í takmörkuðu upplagi.

Kubus í gráu er væntanlegur um miðjan september í takmörkuðu upplagi og gildir þá reglan, -fyrstur kemur fyrstur fær.

By Lassen framleiðir hönnun eftir tvo þekktustu arkitekta dana, bræðurna Mogens Lassen og Flemming Lassen. Lassen bræðurnir voru einstaklega hæfileikaríkir og hlutu þeir fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína og arkitektúr. By Lassen er fjölskyldufyrirtæki og er þekktast fyrir að framleiða Kubus kertastjakann sem hannaður var af Mogens Lassen árið 1962.
bylassen_Kubus 4_cool_grey_packshot_High Res byLassen_Kubus 4-Cool Grey_Kubus Bowl_Lifestyle_High Res (2) byLassen_Kubus 4-Cool Grey_Lifestyle_High Res a