SÉRFRÆÐINGUR FRÁ JENSEN Í EPAL

Sofðu vel um jólin í rúmi frá Jensen.

Sérfræðingur frá Jensen verður hjá okkur í Epal Skeifunni föstudag og laugardag 3. – 4. nóvember. Fáðu aðstoð við að velja rúmið sem hentar þér. 10% afsláttur er veittur af pöntunum.

Nú fer hver að verða síðastur til að leggja inn pöntun fyrir nýju hágæðarúmi frá Jensen fyrir þá sem vilja fá afhent fyrir jól, lokadagur til að leggja inn pöntun fyrir jól er 20. nóvember. Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáið glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur og fá aðstoð sérfræðings.
Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi.

 

2016 JÓLAÓRÓINN FRÁ NOX

NOX jólaóróinn er hannaður af Jóhannesi Arnljóts Ottóssyni, gullsmið og skartgripahönnuði og er óróinn í ár skreyttur fallegum ref. Óróinn kom út í fyrsta sinn jólin 2014 og var þá jafnframt fyrsti íslenski jólaóróinn á markaðinn og var hann þá skreyttur hreindýri og árið 2015 var hann skreyttur rjúpu. Íslendingar eru vel kunnir jólaóróum og eru fjölmargir sem safna slíkum og er því einstaklega skemmtilegt að geta boðið upp á íslenska og vandaða jólaóróa.

Óróinn er úr gull eða silfurhúðuðu sinki og kemur í fallegri öskju með svörtum silkiborða sem á stendur Gleðileg jól á öllum norðurlandamálunum og aftan á er þýska, spænska og enska. Nox jólaóróinn er einstök íslensk hönnun sem gaman er að safna.

nox_001-jp nox_002-jp

KÆRLEIKSKÚLA & JÓLAÓRÓINN 2016

Að þessu sinni er það myndlistamaðurinn Sigurður Árni Sigurðsson sem hannar kærleikskúluna en hún hefur fengið nafnið Sýn. Jólaóróinn, sem í ár er sveinninn Pottaskefill, er svo túlkaður af Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og einum eigenda Tulipop og Snæbirni Ragnarssyni, í Skálmöld. Signý hannar óróann og Snæbjörn yrkir kvæði um sveininn.

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar frá árinu 2003 og eru kúlurnar því orðnar þrettán talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur landsmanna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn okkar Íslendinga. Listamenn Kærleikskúlunnar hafa allir gefið vinnu sína og þannig stutt dyggilega við starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna.

hangandi
sigurdurarni kula-og-kassi

TILGANGUR

Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals. Gera þannig fleirum mögulegt að njóta þar ævintýra tilverunnar í hópi með jafnöldrum – eignast vini og dýrmætar minningar.

Ár hvert fær Kærleikskúlan nýtt útlit – og er verkið í höndum fremstu listamanna þjóðarinnar. Í grunninn er Kærleikskúlan tær eins og kærleikurinn – með borða í rauðum lit, lit jólanna og kærleikans. Kærleikskúlan er blásin og eru því engar tvær kúlur nákvæmlega eins, en allar fallegar hver á sinn hátt. Kærleikskúlan kemur í kassa og fylgir henni bæklingur. Litir bæklinsins eru svartur og silfraður. Svartur táknar árstímann og silfraður birtuna sem er svo lýsandi fyrir boðskap jólanna.


pottaskefill-i-kassa

Verð Kærleikskúlunnar er  kr. 4.900,- og Pottaskefils kr. 3.500,-. Allur ágóði rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna og leggja verslanirnar málefninu því mikilvægt lið.

 

FORSALA Á JÓLADAGATALINU ER HAFIN

Forsalan er hafin!
Núna er hægt að forpanta sívinsæla og ljúffenga jóladagatalið 2016 frá Lakrids by Johan Bülow. Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.
Haft verður samband við þig þegar dagatalið kemur til landsins.
Smelltu HÉR til að panta þér jóladagatalið.
dagatal2016-1 28220382712_3e0e328d9f_k

HANDGERÐ JÓLATRÉ FRÁ STYKKISHÓLMI

Íslenskur smiður, Björgvin Kr. Þorvarðarson hannaði Jólatré til þess að endurlífga minninguna um hið handsmíðaða jólatré. Sagan segir að íslenskar fjölskyldur, um aldamótin 1900, hafi smíðað heimatilbúin jólatré, þar sem einu grenitrén sem í boði voru, voru influtt og sjaldgæfur munaður. Þessari gömlu hefð, sem endurlífguð var til þess að gleðja fjölskyldu Björgvins, deilum við nú með ykkur.

Jolatre CoverJolatre_v3JolatreTop1JólatréALLPartsBjorgvinWorkshop2
Um söguna á bakvið jólatrén segir Björgvin,

“Árið 2009 fórum við á aðventunni í heimsókn á Byggðasafn Snæfellinga, Norska húsið í Stykkishólmi. Þar eru gamlir munir til sýnist frá umliðnum öldum. Það vakti athygli tengdadóttur minnar gömul jólatré úr tré. Þar sem ekki óx greni eða furuskógar á Íslandi var sá háttur hafður á að smíða jólatré úr viði, klæða greinarnar með lyngi og festa kerti á.

Það kom strax upp í huga mér að gaman væri að hanna og smíða tré í þessum anda. Tré sem tæki mið af þessum gömlu trjám en þó þannig að hönnunin yrði aðeins frábrugðin. Ég hafði eignast sívala rimla úr barnarúmi og ákvað þá að nota þá í greinar á jólatré. Stofn og fótur var úr furu og stjarna úr krossvið. Kertaklemmur klemmdar á greinar sem að á seinni stigum breyttust í handunnar kertafestingar úr vír.

Skemst er frá því að segja að tréin vöktu athygli og á næstu árum smíðaði ég og hannaði þá gerð sem framleidd eru í dag, handunnin frá A-Ö. Dúllur og körfur úr hvítu garni, heklaðar af ömmu (konunni minni), könglar úr skóginum. Fyrstu tréin voru gefin börnum og barnabörnum, vinum og vandamönnum. Strax kom í ljós þörf fyrir að geta sett þau í kassa til geymslu og einnig handhægar pakkningar, sem grípa má með sér í jólaösinni.”

 

-Jólatrén fást núna í Epal.

JÓLAGJÖFIN FÆST Í EPAL

Við hjá Epal hjálpum þér að velja réttu gjöfina fyrir þig og þitt starfsfólk.
Epal býður uppá mikið úrval af glæsilegum gjafavörum eftir frægustu hönnuði heims, hafðu samband við okkur og við finnum réttu vöruna fyrir þig í jólapakkann í ár.

image001

JÓLALAKKRÍSINN ER KOMINN!

Jólalakkrísinn frá Lakrids by Johan Bülow er kominn, og því um að gera að taka forskot á sæluna og smakka þennan ljúffenga lakkrís. Á hverju ári er gefinn út sérstakur jólalakkrís og í ár verða tegundirnar þrjár, Gull, Silfur og Brons.

Gull inniheldur mjúkan lakkrís hjúpaðan hvítu súkkulaði með hindberjakurli og að lokum er gullögnum stráð yfir kúlurnar fyrir hátíðlegt útlit. Silfur inniheldur sætan lakkrís sem hjúpaður er með dökku belgísku lúxussúkkulaði með piparmyntu og í lokin er silfurögnum stráð yfir kúlurnar. Brons inniheldur mjúkan lakkrís sem hjúpaður er í silkimjúku ‘dulce de leche’ súkkulaði með karamellu og sjávarsalti og í lokin er bronsögnum stráð yfir kúlurnar.

Jólalakkrísinn í ár er því ekki einungis bragðgóður heldur einnig einstaklega glæsilegur sem gaman er að bjóða upp á.

19149796793_217b5dae1e_z
Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.

19763298732_bcbdecc11b_z19584033478_30a011d1b3_z19149628923_41cb2f85f7_z 19149673043_8f7b420e50_z
19776778331_a4f726de71_z19582504108_1984c540ab_z 19584033788_abe708ab41_z

19770557915_a0513c00bf_z19149370213_1578387d84_z

 

 

ÍSLENSKUR JÓLAÓRÓI

NOX jólaóróinn er hannaður af Jóhannesi Arnljóts Ottóssyni, gullsmið og skartgripahönnuði. Hreindýraóróinn er úr gull eða silfurhúðuðu sinki og hangir í svörtum silkiborða sem á stendur Gleðileg jól á öllum norðurlandamálunum og aftan á er þýska, spænska og enska.

nox_joÌ__l nox_joÌ__l_gull

 

Falleg íslensk hönnun um jólin.

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR

Hér að neðan má sjá nokkrar hugmyndir að jólagjöfum, við erum með mikið úrval af flottri gjafavöru. Leyfðu okkur að aðstoða þig með valið á jólagjöfunum. Það er opið alla daga fram til jóla!

handahenni-epal

 

Handahonum-epal