Nýtt tilboð! Uchiwa hægindarstóll frá HAY – frítt skammel

Nýtt tilboð! Kaupir þú Uchiwa hægindarstól fylgir skammel frítt með.*

Uchiwa er glæsilegur og einstaklega þægilegur bólstraður hægindarstóll frá danska hönnunarmerkinu HAY. Uchiwa er fáanlegur í tveimur útfærslum og til 31. mars 2024 fylgir skammel frítt með hverjum keyptum stól.

Hægindarstóllinn Uchiwa var hannaður af hönnunartvíeikinu Doshi Levien fyrir HAY og sóttu þau sér innblástur fyrir fallega lögun stólsins í hefðbundna japanska Uchiwa blævængi.

“Þegar við byrjuðum að hanna, það sem í dag er Uchiwa stóllinn, vildum við hanna stól sem væri veglegur og væri mjúkur, og við vorum að horfa á lögun japanska Uchiwa blævængsins. Uchiwa blævængurinn er flatt, tvívítt form, og okkur tókst að breyta forminu í þennan umvefjandi stól.” Doshi Levien.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu faglega ráðgjöf við valið.

*Tilboð gildir til 31. mars 2024. Verð frá 255.900 kr. 

Núna er rétti tíminn til að panta útihúsgögn fyrir sumarið!

Núna er rétti tíminn til að leggja inn pöntun fyrir útihúsgögnum þar sem styttist í hið íslenska sumar þar sem við njótum veðurblíðunnar í garðinum eða á pallinum.

Í Epal finnur þú úrval af glæsilegum og klassískum útihúsgögnum úr miklum gæðum sem endast vel og þola íslenskt veðurfar. Á meðal okkar fremstu fyrirtækja í útihúsgögnum eru dönsku fyrirtækin Skagerak og Cane-line en einnig bjóðum við upp á nútímaleg gæðahúsgögn frá vinsæla danska hönnunarmerkinu HAY sem notið hafa gífulegra vinsælda ásamt umhverfisvænum útihúsgögnum frá Mater. Þú finnur einnig úrval af fallegum smávörum fyrir garðinn og pallinn í Epal.

 

Skagerak

Skagerak er danskt fjölskyldurekið hönnunarfyrirtæki stofnað árið 1976 sem framleiðir gæða húsgögn og smávöru með áherslu á framúrskarandi handverk og klassíska hönnun. Skagerak uppfyllir hæstu gæðastaðla þegar kemur að umhverfi, ábyrgð og gagnsæi og nota þau aðeins FSC vottaðan við í framleiðslu sína. Útihúsgögnin eru í klassískum skandinavískum stíl og má þar nefna Drachmann línuna sem er sérstaklega falleg.

 

Caneline

Caneline er danskt hönnunarfyrirtæki með yfir 30 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á hagnýtum og þægilegum húsgögnum. Caneline framleiðir hágæða viðhaldsfrí útihúsgögn sem þola vel veður, vind og frost. Caneline hefur hlotið fjöldan allan af verðlaunum í flokki útihúsgagna fyrir gæði og fallega hönnun.

Vörurnar eru hannaðar með skandinavíska sumardaga í huga þar sem að útihúsgögnin fullkomna stemminguna. Hönnuðir Caneline hafa haft það að leiðarljósi að láta aldrei útlit víkja fyrir notagildi, og eru húsgögnin því bæði falleg og þægileg.

 

HAY

Palissade er lína af útihúsgögnum hönnuð af Ronan og Erwan Bouroullec fyrir HAY. Línan var hönnuð til þess að passa inn í fjölbreyttar aðstæður; kaffihús, veitingarhús, garðinn, svalir og á pallinn. Palissade samanstendur af stólum, bekkjum, borðum og hægindarstólum og eru í heildinni 13 ólík húsgögn að finna í línunni. Húsgögnin eru sterk án þess að vera fyrirferðamikil og elegant án þess að vera viðkvæm.

Frekari upplýsingar varðandi pöntun er hægt að fá í verslun okkar í Epal Skeifunni, eða með því að senda póst á starfsfólk okkar í húsgagnadeild.

String 

String býður nú upp á klassískar hillur úr galvaníseruðu stáli sem henta vel utandyra, og þá sérstaklega á yfirbyggðar svalir. Hillurnar eru sérsniðnar þínum þörfum og henta jafnt á litlar sem stórar svalir.

 

Mater 

Ocean línan frá Mater er endurhönnun á borðum og stólum (upphaflega hannað árið 1955) úr úrgangsplastefni sjávar, og sameinar nýstárlegar lausnir til að koma í veg fyrir mengun sjávar – með einum af þekktasta hönnuði 20. aldar, Nönnu Ditzel.

Haf eftir Nönnu Ditzel táknar sjálfbæra og nýstárlega hugsun og hlaut hönnunarverðlaun Wallpaper fyrr á árinu. Einn stóll notar 960 g af úrgangsplastefni sjávar.

Húsgögnin eru gerð úr endurunnum fisknetum og endurunnu harðplasti úr sjónum og er línan gerð og prófuð til notkunar utandyra. Haf línan er hönnuð með það í huga að hægt sé að taka húsgögnin í sundur þegar að þeim degi kemur, og því hægt að endurvinna hvern hlut aftur í sitt hreinasta form og setja aftur í framleiðslu fyrir nýtt upphaf.

 

Verið velkomin í verslun okkar, Skeifunni 6 og fáðu ráðgjöf við valið á gæða útihúsgögnum.

Glæsileg útihúsgögn frá HAY: Pallisade eftir Bouroullec bræður

Í Epal finnur þú úrval af glæsilegum og klassískum útihúsgögnum úr miklum gæðum sem endast vel og þola íslenskt veðurfar. Á meðal okkar fremstu fyrirtækja í útihúsgögnum eru dönsku fyrirtækin Skagerak og Cane-line en einnig bjóðum við upp á nútímaleg gæðahúsgögn frá vinsæla danska hönnunarmerkinu HAY sem notið hafa gífulegra vinsælda.

Palissade er lína af útihúsgögnum hönnuð af Ronan og Erwan Bouroullec fyrir HAY. Línan var hönnuð til þess að passa inn í fjölbreyttar aðstæður; kaffihús, veitingarhús, garðinn, svalir og á pallinn. Palissade samanstendur af stólum, bekkjum, borðum og hægindarstólum og eru í heildinni 13 ólík húsgögn að finna í línunni.

Húsgögnin eru sterk án þess að vera fyrirferðamikil og elegant án þess að vera viðkvæm.

Palissade eru tilbúin til pöntunar og tekur 4 vikur að fá afhent – því er um að gera að hafa hraðar hendur til að fá húsgögnin afhent fyrir sumarið.

Frekari upplýsingar varðandi pöntun er hægt að fá í verslun okkar í Epal Skeifunni, eða með því að senda póst á starfsfólk okkar í húsgagnadeild; Stefanie (stefanie@epal.is) og Sverrir (sverrir@epal.is).

Sjá úrvalið á heimasíðu HAY – sjá hér. 

TABLO STOFUBORÐ FRÁ NORMANN COPENHAGEN

Tablo frá Normann Copenhagen er einstaklega flott borð hannað af Nicholai Wiig Hansen. Tablo hefur notið mikilla vinsælda sem stofuborð, en það kemur í tveimur stærðum og nokkrum litum. Borðið er gott dæmi þar sem notagildi, efnisval og fegurð spilar vel saman en auðvelt er að setja borðið saman eða taka í sundur.

a3b6ea4a0a7e511f59255f6f907853a9

b399bb03836b532d1f502dcb231e3813

53f29f47bee22ad2aa9aa22642e624b3

3d950c46618b16996b97fdf71bb1d3b9

75ad7ea3153ee2a3f72ba05b64abb179 177f95b4212beb087d510f35cc01b5ec

Borðplatan kemur í nokkrum litum og eru borðfætur úr aski, einnig er hægt að fá borðið með hvítum eða svörtum borðfótum í stíl við borðplötuna.

Kíktu við hjá okkur og skoðaðu úrvalið af stofuborðum sem við bjóðum upp á.

HAY DOT PILLOW

Dot púðarnir frá HAY eru skemmtilegir púðar með mikinn karakter. Púðarnir eru úr hágæðaefni frá Kvadrat og eru því mjög endingargóðir. Það sem einkennir púðana eru hnappar sem finna má á báðum hliðum púðans en þó í ólíkum lit svo hægt er að snúa púðanum við og fá nýtt útlit.

IMG_9285_thumb[3]fd38b9e39bf085d9d7c4d633de73cbfdthumb_320752_500x500thumb_1237669_500x500

DOT púðanir koma í tveimur stærðum og mörgum litaútgáfum.

Kíktu við og skoðaðu úrvalið!

 

LAGT Á BORÐ MEÐ HAY

Leggðu á borð með HAY um jólin.

Þessi dásamlega fallegu glös og karöflur voru að koma í Epal, en þau eru hönnuð af hollenska hönnunarteyminu Scholten & Baijing fyrir HAY, en þau hafa áður gert góða hluti með hönnun sinni á t.d. HAY rúmfötum og viskastykkjum sem að mörg ykkar kannast eflaust við.

‘The Colour Glass collection’ eða litaða glasaserían inniheldur vatnsglös, hvítvínsglös, rauðvínsglös, kampavínsglös og karöflu og er línan úr kristal.

KALEIDO BAKKAR FRÁ HAY

Hin sænska Clara von Zweigbergk hannaði stórskemmtilegu Kaleido bakkana fyrir HAY. Bakkarnir koma í mörgum litum og eru þeir gerðir úr geómetrískum formum sem passar hvert inní annað, svo úr verður skemmtilegur leikur að búa til þína samsetningu. Bakkana má nota allt frá því að bera fram drykki, geyma smáhluti, skart, uppskriftir eða undir klink og lykla fram á gangi.

Þessi fallegu gylltu skæri eru einnig frá HAY og fást í Epal.

Litrík og skemmtileg hönnun frá HAY.

 

FYLGIHLUTALÍNA HAY

Fylgihlutalína hönnunarfyrirtækisins HAY hefur stækkað mjög undanfarið, en hefur hún fengið gífurlega góðar viðtökur. Úrvalið er frábært, allt frá skrifstofuvörum til skrautmuna fyrir heimilið, en það sem allar vörurnar eiga sameiginlegt er að þær eru smart og á mjög góðu verði.

Bakkarnir Kaleido koma í ýmsum stærðum og litum og hægt er að leika sér með uppröðunina. Einnig eru til fjaðrapennar í mörgum litum

Skopparakringlur 

Þessi viðarhönd hefur verið vinsæl meðal stílista erlendis og hefur sést víða í hönnunartímaritum og á bloggsíðum. Sniðug til að geyma hringana t.d.

Skipulagsmappa fyrir fagurkera.

Fallegar lyklakippur eru nauðsynlegar.

Buddur og veski í nokkrum litum og stærðum.

Þess má geta að bakkarnir Kaleido unnu nýverið hönnunarverðlaun Design S fyrir bestu hönnunina. En þetta hafði dómnefndin að segja um bakkana ”  “Stíf form í litríkri samsetningu. Einföld hönnun sem er snilldarlega útfærð. Smart hönnun sem að mun lifa lengi.”

HAY fæst í Epal.