NÝTT FRÁ BY LASSEN

Við vorum að fá spennandi nýjungar frá by Lassen.

Kubus skálin kom í fallegum beige lit.

Einnig komu geymslubox og púðar skreyttir teikningum af byggingum bræðranna Mogens og Flemming Lassen.

by Lassen er danskt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir gæðahönnun eftir tvo fremstu dönsku arkitekta sem uppi hafa verið, bræðurna Mogens og Flemming Lassen.

NÝIR LITIR FRÁ STELTON

Fræga Stelton hitakannan sem hönnuð var árið 1977 af Erik Magnussen hefur núna verið framleidd í tveimur nýjum og ferskum litum. Litirnir eru innblásnir frá nýlegri Stelton könnu í koparlit sem kom á markað í fyrra og sló rækilega í gegn. Nýju litirnir tóna vel við þá koparlituðu en það er brúnn litur og pastel grænn litur sem bætast við litarflóru Stelton og koma í verslanir innan skamms.

Hitakannan er klassísk hönnun frá árinu 1977 og hefur hún hlotið ýmis virt hönnunarverðlaun.

Smart litasamsetning.

 

NÝ LÍNA FRÁ MENU

Hér má sjá brot af nýrri vor og sumarlínu danska hönnunarfyrirtækisins MENU. Þeir eru mjög framarlega þegar kemur að hönnunarfyrirtækjum sem sérhæfa sig í smávörum fyrir heimilið og fylgjast þeir vel með öllum stefnum og straumum. Þessi nýja lína er mjög fersk og flott og erum við afskaplega spennt fyrir henni.

Þess má geta að hægt er að panta allar vörurnar úr þessari nýju línu MENU hjá okkur.

 


Væntanlegt í Epal.