Páskaopnun í verslunum Epal

Eftirfarandi má finna opnunartíma yfir páskahátíðina í verslunum Epal í Skeifunni og Epal Kringlunni.
Skírdagur – LOKAÐ / Epal Kringlunni 12 – 17
Föstudagurinn langi – LOKAÐ
Laugardagur – Epal Skeifunni LOKAÐ / Epal Kringlunni 11 – 18
Páskadagur – LOKAÐ
Annar í páskum – LOKAÐ
Lokað verður yfir páska í Epal Skeifunni, 1. – 5. apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 6. apríl í Skeifunni.
Vefverslun Epal er opin allan sólarhringinn þar sem þú getur skoðað yfir 9 þúsund vörur; gjafavöru, húsgögn og ljós eftir frægustu hönnuði heims.
Njóttu þess að versla heima í stofu í rólegheitum. https://www.epal.is/

Spennandi vornýjungar frá Moomin

Nýjar og æðislegar Moomin vörur eru mættar í verslanir Epal og í vefverslun Epal.is og eru aðalpersónurnar að þessu sinni Múmínmamma og Fillífjónkan. Kíktu við á úrvalið!
“Múmínmamma er máttarstólpi Múmíndals og hjarta Múmínhússins, blíð og snjöll móðurímynd sem lætur ekkert á sig fá. Fjölskyldan nýtur ekki bara góðs af samkennd hennar heldur er hún tilbúin að hugsa vel um alla þá sem heimsækja Múmínhúsið.
Múmínmamma kann svo sannarlega að njóta lífsins. Hún er með vinnukonu á heimilinu af því að Fillífjónkan telur að fjölskyldan þurfi aðstoð við að ná reiðu á óskipulagða heimilið.
“Frú Fillífjónka er þriggja barna móðir og er hún afar snyrtileg og skipulögð manneskja. Hún er heltekin af heimilisþrifum og er uppá sitt besta þegar henni gefst færi á að skipuleggja almennilega vorhreingerningu.
Dag einn mætir geðlæknir í Múmíndal og læknar frú Fillífjónku af hreingerningar-áráttunni. Þegar heimili hennar fer smám saman að hrörna ákveður Múmínmamma á sinn einstaka hátt að aðstoða Fillífjónkuna við að fá aftur ástríðu fyrir þrifum.”

Mission sófar frá Eilersen á góðu tilboði

Við bjóðum nú 25% afslátt af Mission sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen* sem gildir til 31. ágúst 2021.

Mission sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. Mission sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895.

Áherslur Eilersen hafa breyst með tímanum og framleiða þeir í dag hágæða bólstruð húsgögn sem þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda um heim allan fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.