NÝTT FRÁ STRING

Núna á dögunum komu út nýjar og glæsilegar myndir frá String sem sýna nokkrar spennandi nýjungar sem bætast núna við vöruúrval þeirra ásamt því að gefa margar góðar hugmyndir að uppröðunum. String hillukerfið nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda en það var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning. Hillurnar hafa síðan þá orðið að nokkurskonar hönnunartákni en ástæðurnar fyrir því eru nokkrar, hillurnar þykja afar hentugar og auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða String hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er þekktasta útgáfan String með umgjörð úr málmi ásamt litlum String Pocket vegghillum.

2.-740x1006 9-740x546 10-740x987 14-740x987 29-740x987 31-740x555 Hall-740x986

Myndir: String

MENU VOR/SUMAR 2017

Menu á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1979 og er það í dag eitt fremsta danska hönnunarmerkið. Menu framleiðir bæði klassíska og nútímalega hönnun og njóta vörur þeirra mikilla vinsælda á skandinavískum heimilum og fer þar fremst í flokki POV kertastjakarnir frægu. Í ár eru væntanlegar margar nýjungar, vörurnar eru eins og áður í minimalískum stíl og eru náttúruleg efni í forgrunni. Við erum spennt fyrir komandi ári með Menu og hlökkum til að bæta við þessum fallegu vörum frá þeim við okkar vöruúrval. // Vörurnar eru væntanlegar með vorinu.

pepe-marble-mirror_location_2016_11 menu_soft-packs_nov16_68 menu_soft-packs_nov16_51 wire-top_location_01 tray_table7754-medium meet-bench_location_02 afteroom-counter-table_location_03 vedbaek_2016_08

VÆNTANLEGT: FERM LIVING F/W

Við erum spennt að sýna ykkur myndir úr haust og vetrarlínu Ferm Living sem er væntanleg í Epal síðar í haust.

Danska hönnunarmerkið Ferm Living var stofnað árið 2005 af grafíska hönnuðinum Trine Anderson. Ferm Living hannar og framleiðir líflegar og fallegar vörur fyrir heimilið með grafísku ívafi. Í vöruúrvali þeirra má meðal annars finna úrval af fallegum púðum, eldhúsáhöldum, veggfóðrum og hönnun fyrir barnaherbergi.

Nýja línan er einstaklega falleg og margar spennandi nýjungar þar að finna bæði húsgögn og smávörur fyrir heimilið. Smelltu HÉR til að skoða F/W bæklinginn í heild sinni.

Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum og fáðu að vita um leið og línan kemur. Instagram: epaldesign, Snapchat: epaldesign, og við erum einnig á facebook.

FERM_LIVING_IMAGE_14 FERM_LIVING_IMAGE_22 FERM_LIVING_IMAGE_PK_01 FERM_LIVING_IMAGE_PK_02 FERM_LIVING_IMAGE_PK_06 FERM_LIVING_IMAGE_PK_07 FERM_LIVING_IMAGE_PK_09 FERM_LIVING_IMAGE_PK_11 FERM_LIVING_IMAGE_PK_20 FERM_LIVING_IMAGE_PK_21_Closeup FERM_LIVING_IMAGE_PK_21 FERM_LIVING_IMAGE_PK_22 FERM_LIVING_IMAGE_PK_25 FERM_LIVING_IMAGE_PK_28_alt FERM_LIVING_IMAGE_PK_29_ALT FERM_LIVING_IMAGE_PK_31 FERM_LIVING_IMAGE_PK_34 pinthisfinal

NÝTT FRÁ FRITZ HANSEN: OBJECTS

Hönnunarvikan í Mílanó eða Salone del Mobile hófst í gær þann 12.apríl og stendur hún til 17.apríl. Þar koma saman helstu hönnunarframleiðendur heims og kynna nýjungar sínar ásamt því að fjöldinn allur af þekktum hönnuðum sem og óþekktum nýta sér þennan viðburð til að koma hönnun sinni á framfæri. Helstu fréttirnar frá Mílanó að okkar mati er ný lína frá danska hönnunarframleiðandanum Fritz Hansen en í fyrsta sinn kynna þeir heila línu af fylgihlutum fyrir heimilið og ber línan heitið Objects. Línan samanstendur af fallegum smávörum, kertastjökum, spegil, bökkum, púðum, vösum, samanbrjótanlegu hliðarborði og kolli. Hönnuðir Objects eru þeir fremstu í heiminum en þar má helst nefna þekkta spænska hönnuðinn Jamie Hayon ásamt því að púðarnir eru skreyttir mynstri sem hannað var af engum öðrum en Arne Jacobsen. Mikil eftirvænting er eftir þessari glæsilegu línu og verður Epal að sjálfsögðu söluaðili hennar. Skráðu þig endilega á póstlistann okkar sem finna má neðst á forsíðunni til að missa ekki af neinu.

12957521_10154451671899316_1556319594943242836_o 12961226_10154451672914316_2883776943571256409_o 12961420_10154451670924316_4537881776690568374_o 12961633_10154451672759316_5349393164492157864_n 12961708_10154451672064316_4308561378593558452_n 12970796_10154451671309316_8697343179943676250_o 12974391_10154451672549316_3048852030181945067_n 12974407_10154451672654316_5396684273106545248_n 12977131_10154451673154316_2010718890853401325_o 12983200_10154451672389316_4419228817082673917_o 12983412_10154451671704316_3473019837110232417_o 12983835_10154451671169316_5926891296479932213_o 12987177_10154451672219316_2829805670395988589_n collage unspecified-1 unspecified-2 unspecified

HAUST & VETRARLÍNA FERM LIVING

Danska hönnunarfyrirtækið Ferm Living birti nýlega þessar myndir af væntanlegri haust og vetrarlínu sinni fyrir árið 2014. Línan sem kemur í verslanir með haustinu er glæsileg að sjá og er án efa eftir að slá í gegn. Skemmtilegt samspil lita og geómetrísk form einkenna línuna, en hún inniheldur m.a. húsgögn og ýmsar smávörur til að skreyta heimilið.

Hægt er að skoða línuna nánar á vefsíðu Ferm Living, -hér. 

10425035_10152123629342242_6235054579542215146_n

997017_10152123628797242_6096430414812170860_n 1451413_10152123630782242_5566628414256149971_n 1795775_10152123630292242_8444165526182016481_n 10357513_10152123628142242_7147110754320142600_nAW14_newsletter1 kopi 10386269_10152123628912242_1943873565223821710_n10441019_10152123628552242_845390443836777230_n 10516845_10152123628697242_3399446813129393208_n 10534517_10152123628907242_233923349772578711_n 10552394_10152123629152242_6918437091882264689_n 10559912_10152123630947242_7089738160008526024_n 10563057_10152123630307242_4796741487751339379_n 10565118_10152123629792242_2965885177583506425_n 10568868_10152123629857242_1687907993839805588_n 10599125_10152123630932242_8483344100313846258_n 10600546_10152123630157242_1420325134110648567_nAW14_newsletter2

NORMANN COPENHAGEN Í MÍLANÓ

Danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen tók þátt í nýliðinni hönnunarsýningu Salone del Mobile í Mílanó og vakti sýning þeirra mikla eftirtekt. Fulltrúar Epal voru á svæðinu og kynntu þeir sér allar nýjungar þekktustu hönnunarfyrirtækjanna. Vörurnar sem kynntar voru á sýningu Normann Copenhagen voru einstaklega smart en þar mátti meðal annars sjá fallega stóla, vegghillur, loftljós, lampa, sófa ásamt fleiri vörum sem frumsýndar voru í Mílanó.

Við erum spennt fyrir þessum væntanlegu nýjungum frá Normann Copenhagen sem munu að sjálfsögðu fást í Epal.

6028_Era_Lounge_Chair_Home_1.ashx 6028_Era_Lounge_Chair_Room_1.ashx 602817_Form_Chair_Grey_Oak_1_In_Room.ashx 13715887303_066d1eeb53_o 13716246114_6642d6b478_o 13716248914_f83a439f2a_o 13716249664_4f51797390_o 13716250604_0aaf76ef5e_o Afbeelding 1

www.normann-copenhagen.com

FERM LIVING SS14

Hér að neðan má sjá væntanlega vor og sumarlínu frá Ferm Living. Línan er mjög fjölbreytt og falleg eins og þeim er einum lagið. Við fáum línuna í verslun okkar með vorinu og munum við setja inn tilkynningu þegar vörurnar koma á facebooksíðu Epal sem finna má hér.