Nýtt frá &tradition – Flowerpot veggljós

Spennandi vornýjung frá &tradition

Flowerpot vegglampi í 6 ólíkum litum. Flowerpot lampinn var hannaður árið 1968 af Verner Panton og er í dag ein þekktasta danska hönnunin, tímalaus klassík sem flestir þekkja. Þó komst vegglampinn aldrei í framleiðslu, fyrr en núna mörgum árum síðar til heiðurs Verner Panton og í náinni samvinnu við Panton fjölskylduna.

&tradition hefur nú stækkað Flowerpot fjölskylduna og kynnir splunkunýtt Flowerpot VP8 veggljós sem fáanlegt er í svörtu, hvítu, ljósgráu, grey-beige, beige-red og sinnepsgulum!

Kynntu þér úrvalið í vefverslun Epal.is. Verð 43.900 kr.

Epal Gallerí – Vantar þig sýningarrými?

Lumar þú á góðri hugmynd sem þú vilt að fleiri fái að njóta?
Epal Gallerí er lifandi vettvangur fyrir hönnuði og listamenn til að koma sköpun sinni á framfæri og til að styðja við fjölbreytileika í miðborginni. Hér getur þú sýnt þín verk, skapað hönnun eða list, haft Pop-up viðburði og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Epal Gallerí er staðsett á frábærum stað við Laugaveg 7, á neðri hæð verslunarinnar.
Hægt er að sækja um á vefsíðu Epal.is þær dagsetningar sem henta best, og þú munt heyra frá okkur.
Láttu orðið berast,

Lentz Copenhagen – fyrir alvöru sælkera

LENTZ Copenhagen er nýjung í Epal sem alvöru sælkerar mega alls ekki láta framhjá sér fara.

Lentz Copen­hagen er sann­kallað hand­verk er kem­ur að sæt­um mol­um til að narta í eða deila með öðrum. Á bak við merkið stend­ur Michael Jacqu­es Lentz sem er ekki bara bak­ari, held­ur einnig sæl­gæt­is­gerðasmiður og stór­kost­leg­ur súkkulaðifram­leiðandi.
Lentz stend­ur sjálf­ur í eld­hús­inu á vinnu­stofu rétt fyr­ir utan Kaup­manna­höfn þar sem heima­gerðar kara­mell­ur og súkkulaði er hand­unnið af mik­illi alúð og virðingu fyr­ir hrá­efn­inu. Hann sæk­ir inn­blást­ur hvaðanæva að úr heim­in­um, en þó sér­stak­lega til Par­ís­ar­borg­ar. Vör­urn­ar frá Lentz fást í versl­un­um á borð við Harrods í London, D‘Angla­ter­re hót­el­inu og nú loks­ins í Epal.