VIÐHALD HÚSGAGNA: GUARDIAN

Guardian ver húsgögnin þín og viðheldur fegurð þeirra og verðgildi með vörulínum sem eru sérstaklega hannaðar til að verja leður, textíl, við og fleira. Náttúruleg efni eins og leður og við þarf að hugsa vel um og með því að hreinsa og bera á húsgögnin haldast þau falleg um ókomna tíð.

 

Við vorum að bæta við hreinsivörunum frá Guardian og hvetjum ykkur til að kynna ykkur betur þessar gæða vörur. Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf við valið.

Sjá einnig í vefverslun Epal : https://www.epal.is/vorur/husgogn/vidhald-husgagna/

Við mælum einnig með að skoða þetta myndband hér að neðan frá Fritz Hansen sem leiðbeinir varðandi umhirðu á leðurhúsgögnum.

ÁRITUÐ ÚTGÁFA Y-STÓLSINS Í TAKMÖRKUÐU UPPLAGI ÚR ÁLM

Ekki missa af einstöku tækifæri til að eignast áritaða útgáfu Y-stólsins úr álmi sem framleiddur var í takmörkuðu upplagi.

Carl Hansen & Søn fögnuðu afmælisdegi Hans J. Wegner 2. apríl með árituðum Y-stól í takmörkuðu upplagi úr álm. Þetta er í fyrsta sinn sem Y-stóllinn er framleiddur í þessari sterku og fallegu viðartegund.

Allir stólarnir eru áritaðir með undirskrift Hans J. Wegner ásamt afmælisdegi og með fylgir upprunavottorð.

Þessi einstaka útgáfa af Y stólnum kostar 85.000 kr.-

Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.

Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Søn árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.

HAMMERSHØI FRÁ KÄHLER

 

Á innan við tveimur árum, hefur Hammershøi línan okkar orðið að nýrri klassík ásamt því að vera í uppáhaldi hjá fjölda viðskiptavina þegar kemur að kaupum fyrir borðhaldið og skrautmuni fyrir heimilið.

Glæsilegar rákir sem einkenna línuna eru innblásnar af upprunalegum verkum þekkta sænska listamannsins Svend Hammershøi sem gerð voru í upphafi 20. aldar á verkstæði Kähler í danska bænum, Næstved.

Sérhver vara í Hammershøi línunni er niðurstaða vandlegra athugana um notagildi hlutanna, staðsetningu ráka, val á réttum litum ásamt heildar jafnvægi á hönnuninni. Á hverjum degi á verkstæði Kähler eru þessi grundvallaratriði samtvinnuð framúrskarandi handverki og góðum gæðum.

Hönnuðurinn á bakvið Hammershøi línuna, Hans-Christian Bauer, tekst meistaralega að hanna nýjar vörur fyrir línuna, og er hver ný vara ítarlega skoðuð með notagildi í huga, staðsetningu ráka og síðast en ekki síst jafnvægi og heildarútlit hönnunarinnar. Þessar sígildu og vandlega hugsuðu rákir mynda andstæðu við mjúkar útlínurnar, sem gefa hönnuninni lífræna eiginleika og jafnvægi sem gerir Hammershøi línunni kleift að samtvinnast annari hönnun einstaklega vel á nútíma heimili.

BRÚÐARGJAFALISTAR Í EPAL

Epal gefur fyrstu gjöfina –

Við bjóðum væntanlegum brúðhjónum upp á þá þjónustu að útbúa gjafalista hjá okkur, það auðveldar oft gestum valið á réttu gjöfinni. Á heimasíðu okkar hér að ofan er hægt að setja saman gjafalista á auðveldan hátt en einnig er hægt að koma við í verslunum okkar og fá aðstoð starfsmanns við valið. Einnig bjóðum við upp á gjafabréf sem hafa verið vinsæl brúðargjöf.

Skráðu brúðargjafalistann í Epal og við gefum væntanlegum brúðhjónum fyrstu gjöfina.

  • Allar vörur frá okkur eru merktar Epal og auðvelt er að skipta þeim ef þess þarf.

OPNUNARTÍMAR UM PÁSKANA

Opnunartímar um páskana eru eftirfarandi,

Skeifan 

13/4       Skírdagur Lokað

14/4       Föstudagurinn langi Lokað

15/4       Laugardagur Lokað

16/4       Páskadagur Lokað

17/4       Annar í páskum Lokað

 

Kringlan

13/4       Opið 13-18

14/4       Föstudagurinn langi Lokað

15/4       Opið 10-18

16/4       Páskadagur Lokað

17/4       Annar í páskum Lokað

 

Laugavegur

13/4       Skírdagur Lokað

14/4       Opið 12-16

15/4       Opið 10-18

16/4       Páskadagur Lokað

17/4       Opið 12-16

 

Harpa

13/4       Opið 12-16

14/4       Föstudagurinn langi Lokað

15/4       Opið 11-16

16/4       Páskadagur Lokað

17/4       Opið 12-16

PÁSKARNIR MEÐ LAKRIDS BY JOHAN BÜLOW

Páskalakkrísinn 2017 frá Lakrids by Johan Bülow er einstaklega ljúffengur og er eitthvað sem lakkrísunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara. Í ár kemur páskalakkrísinn í tveimur ólíkum tegundum, EGG inniheldur mjúkan lakkrís, silkimjúkt svissneskt ‘dulce de leche’ súkkulaði og lakkrísduft sem kitlar bragðlaukana. EASTER inniheldur sætan og mjúkan lakkrís sem velt hefur verið upp úr dökku lúxus súkkulaði og súru ástaraldin dufti. Einstaklega ljúffengur og bragðgóður lakkrís.

EGG og EASTER fást í hefðbundum umbúðum ásamt sérstökum páskaeggjum sem við hvetjum áhugasama um að hafa hraðar hendur enda aðeins örfá eintök eftir.

Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakrids by Johan Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur.