Cocohagen – lífrænt, sykurlaust og ljúffengt!

Cocohagen eru danskar og lífrænar kakótrufflur án viðbætts sykurs. Cocohagen var stofnað með þá löngun að búa til nýjan valkost við hefðbundið sælgæti, jafn mjúkt og dásamlega sætt… en framleitt úr 100% náttúrulegum hráefnum!

Cocohagen er 100% lífrænt, án viðbætts sykurs, glúten og laktósafrítt og án allra aukaefna, rotvarnaefna og pálmaolíu. Við mælum með að þú smakkir.

Skoðaðu einnig vefsíðu Cocohagen þar sem finna má enn fleiri upplýsingar um vörumerkið og uppruna alls hráefnis.

Vipp x André Saraiva, The Amour Edition

Franski götulistamaðurinn André Saraiva og Vipp kynna nú einstakt samstarfsverkefni í takmörkuðu upplagi sem ber heitið Amour. Amour Edition samanstendur af Vipp eldhúsi og Vipp ruslatunnu sem dýft hefur verið í bleikan einkennislit André Saraiva og skreytt svörtum graffitímyndum eftir listamanninn. Amour samstarfið er sprottið út frá sérhönnuðum Vipp ruslatunnum sem hann valdi fyrir hótel sitt Amour í París og vakið hefur mikla athygli.

Bleikar Amour ruslatunnur frá Vipp eru væntanlegar í mjög takmörkuðu upplagi! Vilt þú tryggja þér eintak?

Mags sófar frá HAY

Klassíski Mags sófinn frá HAY er einn af okkar vinsælustu sófum og eigum við núna til nokkrar gerðir á lager.
Mags sófinn samanstendur af margnota einingum svo hægt er að sérsníða sófann eftir þínum hugmyndum, með legubekk, horneiningu eða viðbótarsætum til að henta hverju rými.

Uppgötvaðu HAY heiminn í verslunum Epal.

Hay er danskt hönnunarmerki sem slegið hefur í gegn á heimsvísu fyrir skemmtilegt úrval af hönnunarvörum, húsgögnum, mottum og smávörum fyrir heimilið og skrifstofuna. Markmið Hay er að framleiða einstaka gæða hönnun á góðu verði með virðingu fyrir danskri hönnunarsögu og hefðum.

Posted in Óflokkað