Aðventan í Epal Skeifunni – föstudaginn 29. nóvember

Aðventan í Epal Skeifunni.

Föstudaginn 29. nóvember verður hjá okkur góður gestur í VIPP eldhúsinu.
Oddrún Helga Símonardóttir öðru nafni Heilsumamman mun halda kynningu og kennslu á lakkrís heilsunammi með vörum frá LAKRIDS BY BÜLOW.
Ljúffengt smakk og uppskriftir fyrir gesti og gangandi.

Hönnuðirnir Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttir hjá Reykjavík Trading Co. hafa dekkað hátíðlegt jólaborð sem fær að standa í heila viku og gefur góðar hugmyndir og innblástur fyrir jólin.

Verið velkomin í Epal Skeifuna í notalega aðventustemmingu.

Ragnhildur Fjeldsted blómaskreytir í Epal föstudaginn 22. nóvember

Ragnhildur Fjeldsted, blómaskreytir mun í dag halda sýnikennslu í að útbúa einfaldar og fallegar skreytingar og kransa fyrir aðventuna, sem skemmtilegt er að tvinna saman með fallegum kertastjökum og blómavösum hjá okkur í Epal Skeifunni.

Ragnhildur rak um árabil blómabúðina Dans á Rósum og hefur haldið fjölda námskeiða í gerð jólakransa og jólaskreytinga ásamt einfaldari gerð blómaskreytinga sem flestir ættu að geta nýtt sér. Hún hefur í fjölmörg ár séð um allar sviðsskreytingar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt því að skreyta fyrir fyrirtæki, stofnanir, hótel og veitingastaði.

Ragnhildur mun vera hjá okkur í Epal Skeifunni frá kl. 14 – 18 föstudaginn 22. nóvember.

Verið hjartanlega velkomin.

Veltibollar í 30 ár – 15. nóvember í Epal Skeifunni

Verið hjartanlega velkomin á sýninguna VELTIBOLLAR Í 30 ÁR þar sem nýjasta lína Ingu Elínar verður kynnt. Viðburðurinn verður haldinn í Epal Skeifunni, föstudaginn 15. nóvember á milli kl. 15 – 18.

Léttar veitingar og ljúf stemming! Kaffi og kokteilasérfræðingar töfra fram drykki og 15% afsláttur verður veittur af Veltibollum og servíettur í kaupauka.

“Verið hjartanlega velkomin á sýninguna VELTIBOLLAR Í 30 ÁR sem nýjastu línu Ingu Elínar, en veltibollar hennar hafa vakið mikla athygli að undanförnu bæði hér heima og erlendis.

Inga Elín hélt sína fyrstu einkasýningu hjá Eyjólfi í Epal árið 1989 þegar hún kom úr námi frá Danish Design School í Kaupmannahöfn. Við erum afar þakklát fyrir stuðninginn sem Epal hefur sýnt íslenskri hönnun í gegnum árin og því vel við hæfi að halda viðburðinn þar.

Á viðburðinum viljum við sýna margvísleg notagildi bollana, sem hafa aðallega verið notaðir sem kaffibollar fram að þessu. Nýlega voru bollarnir kynntir á viðburði Soho House í New York þar sem var boðið upp á kokteila í þeim og vakti það mikla lukku gesta.

Okkur til aðstoðar á viðburðinum verða:

Vala Stef
Kaffisérfræðingur, sem mun bjóða gestum upp á ýmsar gerðir af kaffi frá Kaffi Kvörn.

Hlynur Björnsson Maple
Kokteilasérfræðingur og umsjónamaður World Class kokteilakeppnanna á Íslandi og mun hann bjóða upp á Espresso Martini.

Við bjóðum einnig upp á léttar veitingar á viðburðinum sem verður haldinn í Epal Skeifunni næsta Föstudag frá 15 til 18.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Bestu kveðjur,
Kristinn & Inga Elín.

75 ára afmælisútgáfa J16 í hnotu – einstakur safngripur

Í tilefni 75 ára afmælis J16 ruggustóls Hans J. Wegner kynnir Fredericia þessa klassísku hönnun í fyrsta sinn úr gegnheilli hnotu.
J16 ruggustóllinn er talinn fyrirmynd klassískrar danskrar húsgagnahönnunar. Fyrsta framleiðsla afmælisútgáfu J16 verður áletruð með afmælistexta ásamt undirskrift Hans J. Wegner. 
Aðeins til sölu frá 1. – 15. nóvember.

Tilboð: Kaupir þú Egg fylgir skammel frítt með

Við kynnum frábært tilboð á Egginu ásamt skammel – kaupir þú Egg fylgir skammel frítt með*.

Eggið er ein þekktasta hönnun Arne Jacobsen sem framleitt er af danska húsgagnaframleiðandanum Fritz Hansen. Eggið var hannað árið 1958 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn, en ásamt Egginu hannaði Arne Jacobsen einnig Svaninn og Dropann fyrir hótelið. Eggið er tímalaus klassík þekkt um allan heim og er eftirsóttur hægindarstóll hjá þeim sem kjósa gæði og þægindi. Eggið er fáanlegt í leðri og með textíl og við kynnum núna frábært tilboð á Egginu þar sem skammel fylgir frítt með kaupunum.

*Gildir um öll áklæði og leður Egg. Gildistími er 1. – 30. nóvember.