SPENNANDI VÖRUR FRÁ HOLLENSKA PUIK DESIGN

Hollenska hönnunarmerkið Puik Design framleiðir húsgögn og smávörur eftir þekkta hollenska hönnuði. Puik býður upp á einstaka hönnun eftir hönnuði á borð við Frederik Roijé, Lex Pott, Ilias Ernst ásamt fleirum og listrænn stjórnandi er hin þekkta Tineke Beunders úr Ontwerpduo hönnunarteyminu.

Puik velur vandlega þær vörur sem þau framleiða og leggja þau áherslu á frumleika, sjálbærni og gæði og eru sífellt að bæta við vöruúrvalið spennandi og vönduðum vörum fyrir heimilið.

Í Epal seljum við valdar vörur frá Puik, en einnig er alltaf hægt að sérpanta vörur. Smelltu hér til að skoða vörurnar í vefverslun.

 

 

COLONIAL CHAIR Á 20% AFSLÆTTI

Colonial chair 149 frá Carl Hansen & Søn er einstalega fallegur hægindarstóll og mikil meistarasmíði. Colonial stóllinn er einfaldur og elegant og mjög stöðugur þrátt fyrir fíngert útlit. Hannaður árið 1949 af Ole Wanscher og er nú á 20% tilboðsverði til 1. nóvember. Colonial chair 149 er klassísk og tímalaus dönsk hönnun.

Horfðu á þetta stutta video hér að neðan og sjáðu hvernig stóllinn er smíðaður,

Joseph Joseph kynnir TITAN : Heimilisruslatunnu sem þjappar ruslinu

TITAN er byltingarkennd hönnun frá Joseph Joseph fyrir heimilið þar sem einföld og elegant ruslatunna hefur innbyggðan þjöppunareiginleika fyrir heimilissrusl. Það gerir ruslatunninni kleift að taka við þrisvar sinnum meira magni en hefðbundnar ruslatunnur. Með því að þjappa ruslinu þarf að tæma ruslið sjaldnar og fækkar einnig notkun á plastpokum.

TITAN ruslaþjappan er einnig hönnuð til þess að rífa hvorki né teygja pokann og hægt er að skipta um filter sem kemur í veg fyrir alla lykt.

TITAN ruslaþjapparinn ásamt fótstigi hafa verið prófuð yfir 100.000 sinnum til að tryggja hágæða virkni, og margra ára þjónustu. Joseph Joseph er svo sannfært um gæði TITAN að með henni fylgir 10 ára ábyrgð gegn framleiðslugöllum.

 

Við eigum einnig til frábæra flokkunartunnu frá Joseph Joseph, 

Það var sá tími sem öllu rusli var hent í sömu ruslafötu án umhugsunar. Gömul dagblöð? Í ruslið. Tómar flöskur? Líka í ruslið. Matarleifar? Já, allt þetta fór í sömu ruslatunnu. Með aukinni vitundarvakningu um umhverfisvernd og endurvinnslu (og þörfin að flokka rusl til að endurvinna almennilega), hefur notkun á einni ruslafötu á hverju heimili orðið eitthvað sem virkar hreinlega ekki lengur.

Þessvegna hannaði breska verðlaunafyrirtækið Joseph Joseph Totem sem er margnota eldhúsruslafata sem gerir ruslaflokkun svo miklu auðveldari. Totem inniheldur nokkur hólf fyrir ólíkar tegundir af rusli. En það mikilvægasta er að Totem tekur sama pláss á eldhúsgólfinu og hefðbundnari ruslatunna gerir.

Totem er í raun framúrstefnulegt flokkunarkerfi sem sameinar allt heimilisrusl og endurflokkun í einni og sömu ruslatunnunni. Efsta hólfið er undir almennt rusl og hægt er að fjarlægja hólfið á einfaldan hátt. Inni í lokinu er bæði loftop og kolefnissía sem hjálpar til við að koma í veg fyrir ólykt og því þarf ekki að losa hálffullan poka einungis útaf lykt. Margnota skúffa er neðst í tunnunni með færanlegum hólfaskiptingum sem er fullkomið til að aðskilja endurvinnsluna.

Totem kemur í nokkrum gerðum og kostar frá 32.500 kr. 

SOFÐU VEL Í RÚMI FRÁ JENSEN

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár.

Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

Diplomat-Kontinental-Modell-453_svart_kub

ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "5b589da67a1a25bd" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) MM3.blue (half) MM3.green (half) MM3.red (half) MM4.blue (half) MM4.green (half) MM4.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)

ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "3ab97de0cf28f014" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)

ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "dc7e93cc03b6dd34" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) MM3.blue (half) MM3.green (half) MM3.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)

ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "c300eb901dfb7791" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) MM3.blue (half) MM3.green (half) MM3.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)

VIÐ FRUMSÝNUM UXANN – HÖNNUN EFTIR ARNE JACOBSEN FRÁ 1966

Upplifðu upprunalega og klassíska danska hönnun með Uxanum, hægindarstól sem gengur kynslóða á milli og eldist með reisn. Uxinn er einstakt hönnunartákn sem var aðeins í framleiðslu í 4 ár og núna tæpum 50 árum síðar kynnir Republic of Fritz Hansen hann aftur til sögunnar til heiðurs Arne Jacobsen.

Ólíkur flestum öðrum hönnunum eftir Arne Jacobsen var Uxinn ekki hannaður fyrir sérstakt verkefni á sviði arkitektúrs. Það tók Jacobsen hinsvegar 4 ár að þróa hönnun Uxans þar til loka útgáfan var kynnt árið 1966.

Arne Jacobsen var þekktur fyrir mjúkar línur sem einkenndu hans þekktustu verk eins og Svaninn og Maurinn og kom hann því mörgum á óvart þegar hann kynnti Uxann, sem einkennist af skarpara formi. Stóllinn er talinn vera mjög einstakt hönnunartákn, vegna þess hve stutt hann var í framleiðslu, glæsilegur í útliti og hefur hann einnig nánast verið nánast ófáanlegur.

Við fögnum þessu glæsilega framtaki Republic of Fritz Hansen að vekja aftur til lífsins klassíska hönnun Arne Jacobsen honum til heiðurs.

HEIMSÓKN UM HELGINA: FRITZ HANSEN & MONTANA

Sérfræðingar frá Fritz Hansen og Montana verða hjá okkur um helgina, fimmtudag, föstudag og laugardag, 21.-23. september.

15% afsláttur af öllum vörum og pöntunum* frá Montana og Fritz Hansen um helgina. Einnig eru í boði sérvaldar einingar með meiri afslætti. (Ekki er veittur afsláttur af svörtum og hvítum Sjöum).

VÆNTANLEGT: VETRARLÍNA MÚMÍN

Vetrarlína Múmín þetta árið ber heitið Spring Winter og segir frá umskiptunum frá vetri til vors, þegar allt í Múmíndal vaknar hægt og rólega úr vetrardvala og birta vorsins byrjar að brjótast í gegnum myrkrið. Vorsólin bræðir síðasta snjóinn og íbúar Múmíndals vakna við þessi töfrandi áhrif náttúrunnar. Teikningarnar eru innblásnar af bókinni Moominland Midwinter sem Tove Jansson gaf út árið 1957. 

Í bókinni kemur Snúður til baka úr einni af sínum löngu gönguferðum. Mía litla þurfti að aðlagast vetrinum þar sem íkorni vakti hana fyrr úr vetrardvalanum. Hún er því búin að finna upp á hinum ýmsu uppátækjum og leikjum í snjónum. Mía litla rennir sér niður brekkur á silfurbakka og klessir á Múmínsnáðann sem er ný vaknaður. Þrátt fyrir áreksturinn er Múmínsnáðinn afar ánægður að sjá Míu litlu þar sem hann taldi að allir svæfu enn. Mía litla er með smá samviskubit yfir að hafa stolið silfurbakkanum hennar Múmínmömmu, en sem betur fer verður hún ekkert reið heldur er hún heilluð af tilhugsuninni um að hægt sé að nota bakkann í fleiri og skemmtilegri hluti.

Vetrarlínan inniheldur fallega myndskreytta krús, skál, tvær teskeiðar og mini krúsir. Krúsirnar fara í sölu 2. október, en skálin, skeiðarnar og mini krúsinar stuttu síðar. Vetrarlínan er aðeins fáanleg í takmörkuðu magni.

FORSALA: Silfraður Vaðfugl í takmörkuðu upplagi!

Normann Copenhagen kynnir sérstaka útgáfu af silfurlituðum Vaðfugli sem framleiddur er í takmörkuðu upplagi. Húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson hannaði Vaðfugla (Shorebirds) sem framleiddir eru af Normann Copenhagen og eru á meðal þeirra best seldu vara, fuglarnir hafa vakið mikla athygli frá því þeir komu í sölu og njóta þeir mikilla vinsælda um allan heim.

Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling og eru þeir úr renndri eik.

Tryggðu þér eintak af silfruðum Vaðfugli í forsölu – smelltu HÉR- og fáðu áritað eintak af Sigurjóni Pálssyni – sannkallaður safngripur.

GJAFALEIKUR: ILMANDI VÖRULÍNA FRÁ URÐ

URÐ er íslenskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir ilmandi vörulínu með árstíðirnar fjórar í huga. Vörulína URÐAR samanstendur í dag af ilmkertum, sápum og heimilisilmi.
URÐ er gamalt, íslenskt orð og felur í sér vísun til markmiða og framleiðsluaðferða URÐAR.
Vörurnar eru framleiddar úr bestu fáanlegu hráefnum og pakkað í fallegar og vandaðar umbúðir. Við framleiðsluna er stuðst við gamlar handverksaðferðir.

Hver ilmur hefur það hlutverk að vekja upp minningar tengdar árstíðunum fjórum. Ilmirnir bera íslensk nöfn sem eru lýsandi fyrir hverja árstíð; BJARMI (vor), BIRTA (sumar), DIMMA (haust) og STORMUR (vetur). 

Við gefum 4x handþrykkta gjafakassa og hver kassi inniheldur sápu, ilmstrá og ilmkerti. Þú gætir haft heppnina með þér á Facebook síðu Epal ásamt því að við gefum einnig á Instagramsíðu Epal. Við drögum út föstudaginn 15. september. 

NÝTT Í EPAL : DUTCH DELUXES

Dutch Deluxes er nýtt og spennandi merki í Epal, sem stofnað var í Eindhoven, mekka hollenskrar hönnunar árið 2013 og hefur notið mikilla vinsælda.

Dutch Deluxes hannar smart vörur fyrir eldhús og borðhald. Falleg viðarbretti til framreiðslu, skurðarbretti ásamt svuntum sem fást bæði í textíl og úr leðri.

Kíktu yfir í vefverslun Epal og skoðaðu úrvalið, sjá HÉR.