VÆNTANLEGT: VETRARLÍNA MÚMÍN

Vetrarlína Múmín þetta árið ber heitið Spring Winter og segir frá umskiptunum frá vetri til vors, þegar allt í Múmíndal vaknar hægt og rólega úr vetrardvala og birta vorsins byrjar að brjótast í gegnum myrkrið. Vorsólin bræðir síðasta snjóinn og íbúar Múmíndals vakna við þessi töfrandi áhrif náttúrunnar. Teikningarnar eru innblásnar af bókinni Moominland Midwinter sem Tove Jansson gaf út árið 1957. 

Í bókinni kemur Snúður til baka úr einni af sínum löngu gönguferðum. Mía litla þurfti að aðlagast vetrinum þar sem íkorni vakti hana fyrr úr vetrardvalanum. Hún er því búin að finna upp á hinum ýmsu uppátækjum og leikjum í snjónum. Mía litla rennir sér niður brekkur á silfurbakka og klessir á Múmínsnáðann sem er ný vaknaður. Þrátt fyrir áreksturinn er Múmínsnáðinn afar ánægður að sjá Míu litlu þar sem hann taldi að allir svæfu enn. Mía litla er með smá samviskubit yfir að hafa stolið silfurbakkanum hennar Múmínmömmu, en sem betur fer verður hún ekkert reið heldur er hún heilluð af tilhugsuninni um að hægt sé að nota bakkann í fleiri og skemmtilegri hluti.

Vetrarlínan inniheldur fallega myndskreytta krús, skál, tvær teskeiðar og mini krúsir. Krúsirnar fara í sölu 2. október, en skálin, skeiðarnar og mini krúsinar stuttu síðar. Vetrarlínan er aðeins fáanleg í takmörkuðu magni.