Bobles-barnahúsgögn

Systurnar Boletta og Louise Blæder hanna undir nafninu Bobles, seríu af margnota barnahúsgögnum, sem hvetja börnin til leiks og örva ýmindunaraflið um leið.

Bobles eru allskonar dýr sem nota má á marga vegu, til dæmis er fíll sem börnin sitja á eina stundina, en þegar fílnum er snúið við nota börnin hann sem bát, ruggustól eða borð.

.

 

 

 

Frá því að fyrsta dýrið var framleitt árið 2005, hefur Bobles hlutið margar viðurkenningar ásamt því að hafa komið vörunum sínum í sölu í Moma í New York, sem þykir viss staðfesting á gæðum vörunnar.

Bobles er framleitt úr hágæða EVA frauðplasti, allir kantar eru mjúkir og öll göt eru nægilega stór til að koma í veg fyrir að litlir fingur festist ekki.

Bobles er hægt að fá sem svín, fíl, gíraffa, krókódíl, fisk og kjúkling og eru öll dýrin mjög litrík og skemmtileg

Muuto: kertastjaki

Þessi flotti kertastjaki frá Muuto er hannaður af Louise Campbell sjálfri og ber heitið ‘The more the merrier’ sem þýða mætti sem ‘því fleiri því betra’.
Hægt er að raða kertastjakanum saman að vild, en í hverjum pakka fylgja 7 kertastjakar og 6 festingar.
Töff kertastjaki!

String hillurnar

Nils Strinning hannaði hillukerfið String árið 1949, hillurnar hafa orðið að nokkurskonar hönnunartákni síðan þá en ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. Hillurnar þykja afar hentugar, hægt er að stækka við þær í allar áttir og bæta við, hillurnar koma í handhægum pakkningum og auðvelt er að setja þær saman. Einnig eru þær afar stöðugar og standast tímans tönn.
Hillurnar koma í nokkrum útgáfum, hægt er að fá String með umgjörð úr málmi, en einnig má fá þær með glærri plastumgjörð fyrir látlausara útlit.
Hægt er að bæta skápum og hillum við að vild og sérsníða String hillurnar að þínum þörfum.
Eins og sjá má er hægt að nýta String hillurnar á ýmsa vegu, sem vinnuaðstöðu, í eldhúsið, í svefnherbergið, í stofuna og einnig í barnaherbergið.

Væntanlegt frá Normann Copenhagen

Beater er flottasti pískur sem að við höfum séð, hannaður af Ding 3000 fyrir Normann Copenhagen og er væntanlegur bráðlega í Epal.
Beater kemur í nokkrum fallegum litum og tekur mjög lítið skúffupláss, en hægt er að loka honum auðveldlega með því að færa litaða hringinn til.

falleg íslensk hönnun

Hér getið þið séð brot af þeim vörum sem við seljum eftir íslenska hönnuði.
Klakinn er sílikonform sem býr til 4 klaka mótaða eins og Ísland, hannað af Óðni Bolla Björgvinssyni. Klakinn er til dæmis fullkomin gjöf fyrir erlenda vini.
Drottinn blessi heimilið er flottur límmiði eftir Ólöfu Jakobínu Ernudóttir.
Hinn sívinsæli Hrafn eftir Ingibjörgu Hönnu, sem fæst einnig sem herðatré.
Ekki Rúdolf er einnig hannaður af Ingibjörgu Hönnu.
Flott skartgripatré hannað af Hrafni Gunnarssyni.
Við seljum einnig falleg skartgripi frá Hring eftir hring sem hannað er af Steinunni Völu Sigfúsdóttir.

Bindin fram í Febrúar

Hið bráðsniðuga landsátak ‘bindin fram í febrúar’ hófst fyrir nokkrum dögum síðan og eru landsmenn hvattir til að setja upp bindi nokkra daga í febrúar eða jafnvel alla dagana.
Hin bráðskemmtilegu Sauðabindi eru hönnuð af hjónunum Kristbjörgu Maríu Guðmundsdóttur og Birgi Hákoni Hafstein. Sauðabindið er prjónað úr ull af íslensku sauðkindinni og er afar þjóðlegt og er bæði til einlitt eða mynstruð.

Falleg klassík

Hér má sjá fallegar nærmyndir af klassískri hönnun, sumar auðþekkjanlegar en aðrar ekki.
Alto vasinn hannaður af Alvar Aalto fyrir Iitalla og frumsýndur fyrst á heimsýningunni í París árið 1937 og hefur notið mikilla vinsælda síðan.
44 Stóllinn, sem síðar gekk undir nafninu The Bone chair var hannaður af Finn Juhl um 1940, en var þó aðeins gerður í 12 eintökum, stóllinn var í uppáhaldi hjá Finn Juhl, en var aldrei fjöldaframleiddur sökum þess hve erfitt þótti að smíða hann.
PH Artichoke lampinn hannaður af Poul Henningsen árið 1958.
Y-stóllinn eftir Hans J.Wegner sem að hann hannaði árið 1950, nýlega hófst framleiðsla á Y-stólnum í nýjum og ferskum litum.