VILTU VINNA URBAN NOMAD HILLU FRÁ FÓLK REYKJAVÍK?

FÓLK Reykjavík er nýtt íslenskt hönnunarmerki sem vakið hefur mikla athygli og sýndi á dögunum hilluna Urban Nomad á Formex sýningunni í Stokkhólmi við góðan orðstýr.

Urban Nomad hillurnar eru hannaðar af Jóni Helga Hólmgeirssyni, og koma hillurnar í þremur lengdum og eru í boði tveir litir á hillum og hilluberum. Hillurnar eru minimalískar og fágaðar í útliti með fjölmarga notkunarmöguleika.

FÓLK vinnur með náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu framleiðsluferlinu, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu.

Kíktu yfir á Facebook síðu Epal þar sem einn heppinn getur unnið Urban Nomad hillu að eigin vali.

Stílisti: Theodóra Alfreðsdóttir / ljósmyndari: Baldur Kristjánsson

NÝTT Í EPAL : EERO AARNIO BUBBLE & BALL CHAIR

Eero Aarnio er finnskur hönnuður og frumkvöðull sem hannað hefur sum þekktustu og ástsælustu húsgögn samtímans. Við fengum til okkar á dögunum þekktu stólana Ball chair og Bubble chair sem notið hafa gífulegra vinsælda um heim allan.

Ball chair var hannaður árið 1963 og kynntur árið 1966 á Cologne húsgagnasýningunni og er í dag ein þekktasta finnska hönnunin og kom Eero Aarnio á kortið. Bubble stóllinn var hinsvegar hannaður árið 1968, og er hengdur í loftið ólíkt Ball stólnum ein eru þó nokkuð áþekkir í útliti.

 

 

 

KJARVALSSTÓLLINN – SVEINN KJARVAL

Sveinn Kjarval

Sveinn Kjarval hannaði Kjarvalstólinn árið 1954 fyrir Kaffi Tröð sem staðsett var á Austurstræti. Kjarvalstóllinn var upphaflega framleiddur af Nývirki hf. úr eik með kálfskinni. Segja má að Sveinn Kjarval hafi verið fulltrúi hugmynda danskrar hönnunar og hugvits á Íslandi.

Kjarvalstóllinn er í dag framleiddur af One Collection fyrir Epal og er gerður úr eik og hægt er að velja um tauáklæði, leður eða kálfskinn.