Urban Nomad hillur frá Fólk Reykjavík á 20% afslætti dagana 16.-23. ágúst.

Í tilefni þess að FÓLK Reykjavík er að hefja sölu á vörunum sínum erlendis ætlum við að bjóða íslenskum viðskiptavinum 20% afslátt af fallegu Urban Nomad hillum fyrirtækisins dagana 16.-23. ágúst. EPAL hefur selt vörur fyrirtækisins frá upphafi en FÓLK þróar og framleiðir íslenska hönnun í samstarfi við íslenska hönnuði.

Hillurnar eru mínímalískar með ótrúlega fjölbreytt notagildi og henta í öll herbergi heimilisins. 

Fullt verð er frá 24.500 kr. 

 

Jólaborðið í Epal : Fólk Reykjavík

Jólaandinn mun svífa yfir í desember og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Þær Ólína Rögnudóttir og Ragna Sara Jónsdóttir hjá Fólk Reykjavík dekkuðu glæsilegt jólaborðið í Epal.

Fólk frumsýndi á Hönnunarmars fyrr á árinu nýja vörulínu, Living Objects / Lifandi hlutir sem vakið hefur mikla eftirtekt. Línan er afrakstur úr samstarfi FÓLKs við Ólínu Rögnudóttur vöruhönnuð. Verkefnið fólst í að skapa abstrakt hluti fyrir heimilið sem hver um sig hefur fleiri en einn notkunarmöguleika. Ragna Sara stofnaði FÓLK árið 2017 til að samræma áhuga sinn á umhverfis- og samfélagsmálum og hönnun. Þess vegna vinnur FÓLK eingöngu með náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu framleiðsluferlinu, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu.

Markmið FÓLKs er að fjárfesta í hönnuðum og hönnun þeirra og skapa þannig svigrúm fyrir þá til að skapa á meðan FÓLK sér um framleiðslu- og markaðssetningarferlið. Markmið FÓLKs er einnig að auka hlutfall íslenskrar hönnunar sem fer í framleiðslu og markaðssetningu alþjóðlega.”

Jólaborð FÓLKs mun standa í Epal Skeifunni dagana 13. – 19. desember.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð? Okkur fannst gott að halda fast í þær hugsjónir sem við höfum verið að vinna með í okkar samstarfi – einfaldir hluti úr hráefnum sem eru náttúruleg eða endurvinnanleg. Borðið þarf jafnframt að þjóna því hlutverki sem þú vilt að það þjóni þegar hátíðleg tilefni ber að garði.

Hvaða hlutir eru á borðinu? Við höfðum einfaldleika og sjálfbærni að leiðarljósi þegar við skreyttum borðið. Við erum með glös frá Iittala, svartan viðarbakka og salatskeiðar frá Skagen, kaffibollar vatnskanna og salatskál eru frá Ro, svartir desert diskar og forréttadiskar eru frá EVA SOLO, gyllt hnífapör frá HAY, viðarbakka frá Applicata, viskustykki frá Humdakin og svo erum við með hluti úr vörulínunni Lifandi hlutir (e. Living Objects) sem Ólína Rögnudóttir vöruhönnuður hannaði fyrir FÓLK. Fallegir marmarahlutir sem geta verið bæði kertastjakar og blómavasar og hins vegar staflanlegar glerskálar og viðarbakkar sem eru væntanleg á markað með vorinu.

Hvaða hlut væruð þið helst til í að eiga af hátíðarborðinu? Ólína – Ég bíð eftir að geta nýtt glerskálarnar frá FÓLK, keramikskálin frá Ro er í uppáhaldi sem og vatnskannan frá þeim, samspil allra þessara forma heilla mig.

Ragna Sara – ég er mjög ánægð með allar vörurnar sem við erum að setja á markað og eru eftir Ólínu, mig langar raunverulega að eiga þær allar og svo langar mig í keramikskálarnar frá Ro.

Finnst ykkur best að vinna eftir vissu þema þegar þú skreytir? Við ákváðum í upphafi að vinna með sjálfbærni þema, þ.e. að nota eingöngu náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og að hampa náttúrunni á borðinu, og þess vegna má sjá að helstu skreytingarnar eru úr plöntum og helstu hlutirnir eru úr náttúrulegu eða endurvinnanlegum hráefnum.

Hvernig er stíllinn á borðinu? Stíllinn er mjög afslappaður og náttúrulegur. Það er til dæmis ekkert plast á þessu borði!

VILTU VINNA URBAN NOMAD HILLU FRÁ FÓLK REYKJAVÍK?

FÓLK Reykjavík er nýtt íslenskt hönnunarmerki sem vakið hefur mikla athygli og sýndi á dögunum hilluna Urban Nomad á Formex sýningunni í Stokkhólmi við góðan orðstýr.

Urban Nomad hillurnar eru hannaðar af Jóni Helga Hólmgeirssyni, og koma hillurnar í þremur lengdum og eru í boði tveir litir á hillum og hilluberum. Hillurnar eru minimalískar og fágaðar í útliti með fjölmarga notkunarmöguleika.

FÓLK vinnur með náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu framleiðsluferlinu, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu.

Kíktu yfir á Facebook síðu Epal þar sem einn heppinn getur unnið Urban Nomad hillu að eigin vali.

Stílisti: Theodóra Alfreðsdóttir / ljósmyndari: Baldur Kristjánsson