HALLOWEEN – HÆTTULEGA GÓÐUR LAKKRÍS

Halloween lakkrísinn frá Lakrids by Johan Bülow er ómissandi í hrekkjavökupartýið en við vörum ykkur við! Lakkrísinn er hættulega saltur og hjúpaður ljúffengu mjólkursúkkulaði og stökkri sykurskel skreyttur „blóð“ slettum. Lakkrísinn er 100% glútenlaus og er því tilvalinn fyrir þá sem vilja gera vel við sig. / Takmarkað upplag.

Verð: 1.900 kr.-

HLÝ TEPPI & TREFLAR FRÁ VÍK PRJÓNSDÓTTUR

Veturinn er kominn og þá er nauðsynlegt að okkar mati að eiga hlýtt teppi og trefil. Við bjóðum upp á gott úrval af fallegri hönnun frá Vík Prjónsdóttur, Verndarhendurnar vinsælu ásamt Vængjum til að hlýja sér með á köldum kvöldum

Vík Prjónsdóttir er án efa eitt af þeim spotafyrirtækjum í íslenskri hönnun sem best hafa ávaxtað sitt pund. Fyrirtækið varð til árið 2005 sem samvinnuverkefni um ullariðnað, tengt Víkurprjóni, mikilvirkri prjónastofu í Mýrdal. Upphaflega voru aðstandendur fimm talsins, en nú er fyrirtækið rekið af hönnuðunum Brynhildi Pálsdóttur, Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur og Þuríði Rós Sigurþórsdóttur.

Frá upphafi einsetti Vík Prjónsdóttir sér að hanna og framleiða óhefðbundnar gæðavörur úr bestu íslensku ull sem fáanleg er hverju sinni, í samvinnu við helstu framleiðendur í ullariðnaði á landinu. Hefur samstarf fyrirtækissins við prjónastofuna Glófa ehf. við Ármúla verið sérstaklega farsælt. Í seinni tíð hefur fyrirtækið einnig unnið náið með erlendum aðilum, bæði hátæknivæddum prjónastofum og framsæknum textílhönnuðum. Þar má nefna japanska hönnuðinn Eley Kishimoto og sænsku listakonuna Petra Lilja. Afrakstur þeirra samvinnu hefur reglulega komið fyrir augu almennings á Hönnunarmarsi í Reykjavík.

Sérstaða Víkur Prjónsdóttur felst ekki einasta í staðföstum trúnaði fyrirtækisins við það sjálfbæra og einstaka hráefni sem íslenska ullin er, heldur í því hvernig hönnuðir þess hafa notað bæði náttúru landsins og þjóðsagnaarf í þróun ullarvöru af ýmsu tagi, vöru sem er allt í senn þénug, litrík og smellin. Flestir landsmenn þekkja nú værðarvoðir fyrirtækisins sem hægt er að íklæðast, lambhúshetturnar með yfirskegginu, vettlinga sem byggðir eru á selshreifum og slár í formi fuglsvængja.

Vörur Víkur Prjónsdóttur hafa vakið athygli á hönnunartengdum samkomum víða um lönd og hér heima hafa þær hlotið margar viðurkenningar.

Sjáðu úrvalið í vefverslun okkar. 

SMART SNAGAR FRÁ KNAX

Smart snagar í forstofuna –

Það þurfa flestir á góðum snögum að halda í forstofuna til að hengja af sér yfirhafnir og veski og þar koma Knax snagarnir frá LoCa til sögu. Stílhreinir og sterkbyggðir snagar sem hafa verið handgerðir í Danmörku frá árinu 1995 úr gegnheilum við.

Knax snagarnir fást í Epal í nokkrum stærðum og litum, vinsælastir hafa verið úr hnotu, eik og kirsuberjavið,  Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni og sjáðu möguleika Knax. Verð frá 14.500 kr. (2 snagar).

 

NÝIR APAR FRÁ KAY BOJESEN

Við bjóðum nýju Kay Bojesen apana velkomna í Epal. Þessir glæsilegu apar eru úr eik og hlyn og bætast við vöruúrval Kay Bojesen dýranna sem hafa glatt svo marga í gegnum tíðina. Klassíski tekk apinn sem svo margir þekkja hefur því eignast systkini.

Upphaflega hafði Kay Bojesen ætlað sér að útbúa skemmtilegann snaga fyrir jakka barna sinna með viðarapanum sem að hann hannaði árið 1951. En síðan þá hefur apinn skreytt margar forsíður hönnunar og -heimilistímarita og fengið að sitja á óteljandi bókahillum sem skrautmunur en setur hann gjarnan punktinn yfir i-ið á fallegum heimilum. Hönnunaraðdáendur hafa lengi heillast af apanum, en hann er einnig góð gjöf handa börnum sem munu eiga apann í mörg mörg ár. Apinn er þó bara eitt af mörgum viðardýrum sem Kay Bojsesen hannaði og eru í dag framleidd af Rosendahl Copenhagen.

FORSALAN ER HAFIN Á JÓLA LAKKRÍSDAGATALINU 2017

Uppáhalds tími okkar allra er framundan og erum við hjá Epal þegar byrjuð að huga að jólunum. Jóladagatalið frá Lakrids by Johan Bülow er tilvalið til að telja niður dagana til jóla og gera smá vel við sig í leiðinni.

Á bakvið hvern glugga er ljúffeng lakkrísupplifun og er eitthvað sem alvöru lakkrísunnendur geta ekki látið framhjá sér fara. Þú munt finna súkkulaði, saltkaramellu, kaffi og fleiri brögð sem pöruð hafa verið saman við lakkrís sem er á heimsmælikvarða.

Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda hérlendis og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.

Forsalan er hafin á lakkrísdagatölunum í vefverslun Epal – tryggðu þér eintak! 

 

Lakkrís jóladagatal Lakrids by Johan Bülow 2017

Jóladagatalið frá Lakrids by Johan Bülow er tilvalið til að telja niður dagana til jóla og gera smá vel við sig í leiðinni. Dagatalið í ár er einstaklega elegant, hvítt og stílhreint fyllt með gourmet lakkrís á heimsmælikvarða.

Á bakvið hvern glugga er ljúffeng lakkrísupplifun og er eitthvað sem alvöru lakkrísunnendur geta ekki látið framhjá sér fara. Smelltu hér til að forpanta dagatalið, verð 4.950 kr.

Afhendist eftir 31. október

 

Lúxus jóla lakkrísdagatal Lakrids by Johan Bülow 

Hér færð þú dekur upplifun þar sem einstakt bragð og góð hönnun gera biðina eftir jólunum ennþá sætari.

Nú getur þú forpantað lúxus jóladagatal frá Lakrids by Johan Bülow sem kemur í takmörkuðu upplagi. Í ár er lúxus dagatalið einstaklega elegant, hvítt, stílhreint og fyllt með gourmet lakkrís og hefur hver gluggi einnig að geyma nægt magn svo hægt er að deila ljúffengum jólalakkrís með vinum eða fjölskyldu.

“Við leggjum venjulega hart að okkur að mála heiminn svartann með lakkrísnum okkar, en fyrir þessi jól dreymir okkur um glitrandi hvíta jólatoppa og börn hlustandi á Snjókorn falla. Við vonumst til þess að gera biðina ykkar eftir jólunum eins gleðilega og mögulegt er, svo við settum saman 24 lakkrísglaðninga sem munu gleðja og koma þér á óvart. Megi jólin ykkar verða hvít. Gleðileg jól frá Lakrids by Johan Bülow.”

Smelltu hér til að forpanta lúxusdagatalið, verð 13.500 kr.

Afhendist eftir 6. nóvember.

 

NÝTT OG SPENNANDI MERKI Á ÍSLANDI : HUMDAKIN

Við kynnum nýtt og spennandi merki í Epal, Humdakin sem er danskt vörumerki sem býður upp á úrval af hágæða og nútímalegum hreinsivörum sem eru auðveldar í notkun, góðar fyrir húðina og áhrifaríkar Umbúðirnar eru einnig sérstaklega smekklegar og gera þrifin örlítið fallegri og auðveldari. Humdakin er einnig með fallegar textílvörur fyrir eldhús og baðherbergi.

Humdakin gerir út á gæði, notagildi, einfaldleika og skandinavíska hönnun og við erum viss um að Humdakin eigi eftir að njóta velgengni á Íslandi.

Vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar 100% lífrænar og án aukaefna. Vörulínan er innblásin af dönskum ströndum og skógum, með meðvitund um áhrif á umhverfið og er meðal annars allur textíll gerður úr GOTS vottuðum bómull og hreinsivörur ásamt sápum eru án parabena og litaefna. Humdakin viðarvörur eru að auki handgerðar úr 100% lífrænum bambusvið frá Indlandi.

Humdakin línan inniheldur allskyns hreinsivörur, handsápur og handáburð ásamt gæða hekluðum viskastykkjum og borðtuskum gerðum úr 100% lífrænum bómull. Humdakin eru einfaldar fallegar vörur sem skreyta heimilið, kíktu á úrvalið hjá okkur í Epal Skeifunni.

NÝTT FRÁ LOUIS POULSEN: PH5 MINI

Núna í fyrsta sinn kynnir Louis Poulsen PH5 mini sem er ný og minni útgáfa af klassíska ljósinu sem allir þekkja. PH5 mini ljósin koma í 8 litum, og ættu allir að geta fundið eitt við sitt hæfi.

90 ár eru liðin síðan byltingarkennda hönnunin frá Louis Poulsen, þriggja skerma ljósið leit dagsins ljós og hefur hún svo sannarlega staðist tímans tönn. Poul Henningsen hannaði svo PH5 ljósið árið 1958 sem hefur staðið af sér allar tískubylgjur og hefur selst í milljónum eintaka. PH5 mini koma í 8 ólíkum litum sem voru sérvaldir í samstarfi við litasérfræðinginn Louise Sass.

Kynningarverð á PH5 mini, 59.500 kr. gildir til 1. desember 2017.

 

 

 

NÝ ÚTGÁFA AF PANTON WIRE HILLUM FRÁ MONTANA

Montana kynnir nýja útgáfu af Wire hillunum sem hannaðar voru af danska hönnuðinum Verner Panton árið 1971. Núna er hægt að fá Wire hillurnar í tveimur dýptum, nýjum litum ásamt því að hægt er að bæta við toppum í ólíkum útgáfum eins og gleri, marmara og í lituðu MDF.

Panton Wire er hægt að setja saman á ólíka vegu og hentar ekki aðeins sem bókahilla heldur einnig sem náttborð, hliðarborð, skilrými og hægt að raða nokkrum saman sem sófaborð.

Myndirnar hér að neðan gefa hugmyndir hvernig hægt er að stilla upp Panton Wire á þínu heimili. Verð á Pantone hillu er frá 18.110 kr. (20 cm dýpt).

HANN ER KOMINN – KUBUS Í BRENNDUM KOPAR

Kubus kertastjakann fræga hannaði arkitektinn Mogens Lassen upphaflega árið 1962. Síðan þá hefur Kubus línan stækkað töluvert og er hægt að fá kertastjaka í mörgum stærðum ásamt Kubus skálum. Vegna þess hve einföld Kubus línan er þá passar hún inná flest öll heimili og er flott gjafahugmynd fyrir hönnunarunnendur.

Núna hefur Kubus línan stækkað og fást nú kertastjakarnir og skálarnar í brenndum kopar / burnised copper sem vekur mikla athygli. Við erum spennt að sjá hvernig viðtökur Burnised copper línan fær sem er einstaklega falleg.