HANN ER KOMINN – KUBUS Í BRENNDUM KOPAR

Kubus kertastjakann fræga hannaði arkitektinn Mogens Lassen upphaflega árið 1962. Síðan þá hefur Kubus línan stækkað töluvert og er hægt að fá kertastjaka í mörgum stærðum ásamt Kubus skálum. Vegna þess hve einföld Kubus línan er þá passar hún inná flest öll heimili og er flott gjafahugmynd fyrir hönnunarunnendur.

Núna hefur Kubus línan stækkað og fást nú kertastjakarnir og skálarnar í brenndum kopar / burnised copper sem vekur mikla athygli. Við erum spennt að sjá hvernig viðtökur Burnised copper línan fær sem er einstaklega falleg.