NÝTT FRÁ BY NORD: SÆNGURVERASETT

Við vorum að fá falleg barna sængurverasett frá danska hönnunarmerkin By Nord myndskreytt með sel. Þau koma í tveimur stærðum, 70×100 sem kosta 8.800 kr. og 100×140 sem kosta 9.900 kr. Tilvalin sængur og skírnargjöf.

ss15-by-nord-copenhagen-19_2 5dc2e4786a745a1fee22dde79fb2799c

Einnig fengum við nýja fallega vasa frá By Nord sem sjá má hér að neðan. Vasarnir koma í nokkrum stærðum bæði glærir og gráir.

image_thumb-25255B5-25255D2

By Nord fæst í Epal.

SAMSPIL – SIGURJÓN ÓLAFSSON & FINN JUHL

SAMSPIL – SIGURJÓN ÓLAFSSON & FINN JUHL

Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi.

Sunnudaginn 5. júlí klukkan 15:00 ætlar Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur, að leiða gesti um sýninguna SAMSPIL – SIGURJÓN ÓLAFSSON & FINN JUHL. Ásamt Birgittu Spur er Æsa sýningarstjóri og hefur hún rannsakað áður ókönnuð tengsl milli þessara tveggja listamanna og ritað mjög áhugaverða grein í sýningarskrá.

SP3-skjamynd

Danski arkitektinn Finn Juhl (1912-1989) er einn þekktasti innanhúsarkitekt og húsgagnahönnuður 20. aldar. Höfðingjastóllinn, Pelikan stóllinn, og sófinn Poeten njóta enn og aftur alþjóðlegrar hylli.

Færri vita að Finn Juhl og Sigurjón Ólafsson (1908-1982) myndhöggvari áttu farsælt samstarf í Kaupmannahöfn. Árin 1939, 1940 og 1941 valdi Finn Juhl skúlptúra eftir Sigurjón Ólafsson til að setja hjá húsgögnum sínum á sýningum Snedkerlaugets í Kaupmannahöfn, og önnur verk keypti hann til að hafa á heimili sínu og teiknistofu.

Finn Juhl og Sigurjón Ólafsson áttu margt sameiginlegt. Báðir heilluðust af nýsköpun með form og efni og fóru ótroðnar slóðir í tilraunum sínum sem tengdust dönskum framúrstefnuhópum. Þeir unnu saman að sýningunni 13 Kunstnere i Telt (1941), en sú sýning braut blað í danskri listasögu. Einnig fengust báðir snemma við mikilvæg verkefni, sem tengdust byggingalist; þannig vann Finn Juhl á teiknistofu Vilhelms Lauritzen við hönnun á nýbýggingu danska ríkisútvarpsins (1937-46) og árið 1937 hlaut Sigurjón fyrstu verðlaun í samkeppni um Hús barnanna í Tivoli garðinum ásamt arkitektinum Flemming Teisen og málarinn Egon Mathiesen.

Finn Juhl teiknaði nokkur einbýlishús, fyrst og fremst eigið hús við Kratvænget í Charlottenlund (1941-1942), með eigin innréttingum, húsgögnum og danskri nútímalist, sem nú er safn og alþjóðleg fyrirmynd módern hönnunar. Árið 1940 teiknaði Juhl íbúðarhús fyrir Sigurjón og þáverandi konu hans, myndhöggvarann Tove Ólafsson (1909-1992). Húsið var aldrei byggt, en teikningin, sem hefur varðveist, gefur góða mynd af því hvernig Juhl hugsaði tengsl listsköpunar og byggingarlistar.

SP1-skjamynd

Ljósmyndari: Spessi

Á sýningunni SAMSPIL – SIGURJON ÓLAFSSON & FINN JUHL, Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, má sjá húsgögn Juhls ásamt verkum eftir Sigurjón Ólafsson, m.a. þeim sem Juhl valdi fyrir heimili sitt og teiknistofu í Kaupmannahöfn.

AFMÆLISTILBOÐ: AXEL SÓFI FRÁ MONTIS

Í tilefni 40 ára afmælis Epal bjóðum við upp á fjölmörg frábær afmælistilboð af vinsælum hönnunarvörum. Eitt af því er tilboð á sívinsæla Axel sófanum frá Montis. Montis var stofnað árið 1974 og hafa þeir að leiðarljósi í hönnun sinni að hanna móderníska sófa með miklum þægindum.

Axel sófinn sem hannaður er af Gijs Papavoine er fullkominn sófi fyrir allar stofur. Sófinn er nokkuð hár sem gerir auðveldara fyrir að standa upp úr honum og sófafætur eru látlausar og lítið ber á þeim og mætti jafnvel halda að sófinn fljóti á gólfinu.

Einstaklega smart og þægilegur sófi sem er á frábæru tilboði! Komdu og kynntu þér Axel sófann frá Montis.

image001 3

 

Fallegur og vel hannaður sófi á frábæru tilboðsverði. Komdu endilega við í verslun okkar Epal Skeifunni og kynntu þér öll afmælistilboðin sem í boði eru.

HILLUKERFI FRÁ BY LASSEN

Frame hillukerfið frá danska hönnunarfyrirtækinu By Lassen eru einstaklega fallegar hillur og sniðug geymslulausn. Hillurnar þykja afar hentugar og auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða Frame að þínum þörfum. Línan samanstendur af margskonar ferhyrndum boxum og hillum sem hægt er að hengja á vegg eða hafa frístandandi á gólfi. Hillurnar koma í nokkrum litum svo hver ætti að geta fundið sér hentuga lausn. Hér að neðan má sjá nokkrar útgáfur af Frame hillukerfinu, en einnig er hægt að skoða hillurnar í sýningarsal okkar í Epal Skeifunni. 

9720329327_635bc7b822_k 15105075896_cfbed2f2f9_kFrame-hylder-copy-1-600x3763435p

14708865158_2e6e907739_k 14708854348_33c22c2fa0_k 13216281473_25f6e79a90_k 13216262053_c12d99344c_k 11352713893_7879f4b560_k 9723582652_d6a98ef24a_k 9720350593_9c9c8c7a52_k

Frame er fallegt hillukerfi frá By Lassen sem mun standast tímans tönn.