NÝTT Í EPAL : iLoveEcoEssentials – UMHVERFISVÆNT

Við kynnum nýtt og spennandi merki hjá okkur í Epal sem við eigum von á að muni slá í gegn hjá þeim sem kjósa hreinar vörur fyrir líkamann úr bestu gæðum og eru ásamt því fallega hannaðar! iLoveEcoEssentials framleiðir vörur sem eru umhverfisvænar og skaða ekki umhverfið á nokkurn hátt, og vinna þau hart að því að móta sjálfbæra framtíð. iLoveEcoEssentials eru hágæða vörur fyrir líkamann (unisex) sem ilma vel og veita vellíðan. iLoveEcoEssentials var stofnað af hópi umhverfis”nörda” eins og þeir sjálfir komast svo skemmtilega að orði, sem deila mikilli ástríðu fyrir því að framleiða vörur sem skaða ekki umhverfið og með það að leiðarljósi að velja alltaf umhverfisvæna kosti, án nokkra málamiðlana. Vörulína iLoveEcoEssentials inniheldur líkamskrem, sjampó, næringu, tannbursta, kristal svitalyktareyði, mjúkan baðslopp og fleiri vörur – allar í einstaklega fallegum umbúðum.

UMHVERFISVÆN FRAMLEIÐSLA

Gagnsæi er mikilvæg, bæði varðandi framleiðslu og ferli sem gerir notandanum kleift að treysta því að þeir séu ekki blekktir.
Flöskurnar eru framleiddar í Bretlandi, úr notuðu plasti sem er endurvinnanlegt.
iLoveEcoEssentials vinnur eftir leiðbeiningum ECOCERT sem er eitt fremsta vottunarfyrirtæki í heiminum í dag, sem setur staðalinn fyrir náttúruleg og lífræn snyrtivörumerki, og tryggir sjálfbærni, umhverfisvænt ferli, og að vörurnar séu m.a. framleiddar án GMO, parabena, sílikons, litarefna og annara óæskilegra efna.
  • iLoveEcoEssentials eru með vottun samkvæmt alþjóðlegum stöðlum ECOCERT – náttúrleg og lífræn efni
  • ECOCERT er stærsti vottunaraðilinn sem vottar snyrtivörur og sannreynir náttúrulegan uppruna.
  • ECOCERT bannar notkun á ónáttúrulegum ilmum, ónáttúrulegum rotvarnarefnum eins og paraben, jarðolíu, própýlenglýkól og önnur tilbúin innihaldsefni.
  • Það eru fleiri en 8 þúsund innihaldsefni notuð í snyrtivörur og með því að kjósa ECOCERT vottaðar vörur getur þú verið fullviss um að fá aðeins vörur sem eru aðeins gerðar úr skaðlausum og vottuðum innihaldsefnum.
  • Notkun innihaldsefna úr endurnýjanlegum auðlindurm, framleidd með umhverfisvænum aðferðum.
  • Allar pakkningar eru endurvinnanlegar eða brotna niður í náttúrunni.
  • 95% of af vörurnni er frá náttúrulegum uppruna.
Lestu meira um ECOCERT hér.

 

FORSALAN ER HAFIN Á JÓLA LAKKRÍSDAGATALINU 2018

Uppáhalds tími okkar allra er framundan og erum við hjá Epal þegar byrjuð að huga að jólunum. Jóladagatalið frá Lakrids by Johan Bülow er tilvalið til að telja niður dagana til jóla og gera smá vel við sig í leiðinni. Í ár kemur dagatalið í hefðbundinni stærð ásamt fjölskyldustærð.

Á bakvið hvern glugga er ljúffeng lakkrísupplifun og er eitthvað sem alvöru lakkrísunnendur geta ekki látið framhjá sér fara. Þú munt finna súkkulaði, saltkaramellu, kaffi og fleiri brögð sem pöruð hafa verið saman við lakkrís sem er á heimsmælikvarða.

Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda hérlendis og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.

Forsalan er hafin á lakkrísdagatölunum í vefverslun Epal – tryggðu þér eintak! 10% afsláttur af öllum forpöntunum! 

 

Lakkrís jóladagatal Lakrids by Johan Bülow 2018

Jóladagatalið frá Lakrids by Johan Bülow er tilvalið til að telja niður dagana til jóla og gera smá vel við sig í leiðinni. Dagatalið í ár er fyllt með gourmet lakkrís á heimsmælikvarða. Á bakvið hvern glugga er ljúffeng lakkrísupplifun og er eitthvað sem alvöru lakkrísunnendur geta ekki látið framhjá sér fara. Smelltu hér til að forpanta dagatalið, verð 4.950 kr.

Afhendist um miðjan október. 

Fjölskyldu jólalakkrísdagatal Lakrids by Johan Bülow 

Hér færð þú dekur upplifun þar sem einstakt bragð og góð hönnun gera biðina eftir jólunum ennþá sætari.

Nú getur þú forpantað fjölskyldu jóladagatal frá Lakrids by Johan Bülow sem kemur í takmörkuðu upplagi. Í ár er fjölskyldu dagatalið fyllt með gourmet lakkrís og hefur hver gluggi einnig að geyma nægt magn svo hægt er að deila ljúffengum jólalakkrís með vinum eða fjölskyldu.

Smelltu hér til að forpanta lúxusdagatalið, verð 9.900 kr.

Afhendist um miðjan október.

60 ÁRA VIÐHAFNARÚTGÁFA – SPÁNSKI STÓLLINN

SPÁNSKI STÓLLINN – 60 ÁRA VIÐHAFNARÚTGÁFA, 1958 – 2018

Spánski stóllinn fagnar 60 ára afmæli – hannaður af Børge Mogensen árið 1958 og framleiddur af Fredericia. Óaðfinnanlegt handverk og einstakur efniviður sameinast í þessu meistaraverki

Í tilefni þess að 60 ár eru frá því að Spánski stóllinn var hannaður kynnir Fredericia viðhafnarútgáfu úr gegnheilli eik með glæsilegu ólívugrænu hnakkaleðri. Til heiðurs verka Børge Mogensen hefur Fredericia farið í gegnum skjalasafn meistarans og uppgötvað þennan náttúrulega lit sem var jafnframt í uppáhaldi hjá Mogensen og var afar ríkjandi á heimilum á þessum tíma. Núna í fyrsta sinn verður Spánski stóllinn fáanlegur í þessum fallega lit og markar 60 ár af óaðfinnanlegu handverki og einstakri hönnun. 

 

EINSTÖK 60 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFA FRÁ FRITZ HANSEN / EGGIÐ, SVANURINN & DROPINN

TÍMALAUS KLASSÍK Á RÉTTUM TÍMA

Við fögnum 60 árum með Egginu™, Svaninum™ og Dropanum™.

Til þess að fagna 60 ára afmæli nokkra þekktustu hönnuna Arne Jacobsen, vinnur Fritz Hansen með einstök efni þar sem áherslan er ekki eingöngu lögð á útlit heldur einnig snertingu, lykt og aldur. Til viðbótar við að enduspegla munaðinn sem fylgir þessum klassísku hönnunum munu nýju efnin ýta undir persónuleika hvers stóls frá toppi til táar.

60 ára afmælisútgáfan stendur saman af Egginu™ og Svaninum™ í PURE leðri, og Dropanum™ í Sera efni ásamt því eru allir stólarnir á 24 karata gylltum fótum. Lykilorðið er “hreinleiki” þar sem hrein efnin munu öðlast sinn persónuleika með tímanum.

60 ára Afmælislínan inniheldur einnig klassíska KAISER idell™ gólflampann ásamt leðurskemli hönnuðum af Cecilie Manz.

Verið velkomin í Epal Skeifunni og sjáið þessa einstöku safngripi.

MINI APINN ER KOMINN Á EPAL.IS

Við bjóðum nýja Kay Bojesen 10 cm mini apann velkominn í Epal og verða fyrstu 50 eintökin einungis fáanleg í vefverslun okkar á Epal.is –

Þessi smái en glæsilegi api bætist við vöruúrval Kay Bojesen dýranna sem hafa glatt svo marga í gegnum tíðina. Klassíski tekk apinn sem svo margir þekkja hefur því eignast lítið systkini.

Upphaflega hafði Kay Bojesen ætlað sér að útbúa skemmtilegann snaga fyrir jakka barna sinna með viðarapanum sem að hann hannaði árið 1951. Hönnunaraðdáendur hafa lengi heillast af apanum, en hann er einnig góð gjöf handa börnum sem munu eiga apann um ókomna tíð ólíkt öðrum leikföngum. Apinn er þó bara eitt af mörgum viðardýrum sem Kay Bojsesen hannaði og eru í dag framleidd af Rosendahl Copenhagen.

PH 3/2 ÁLETRAÐUR AMBER BORÐLAMPI

Við kynnum einstakan PH 3/2 Amber borðlampa í takmörkuðu upplagi úr messing með áletrun Poul Henningsen.

Louis Poulsen kynnir sannkallaðann safngrip, PH 3/2 borðlampa í takmörkuðu upplagi sem upphaflega var hannaður árið 1926. Skermurinn er gerður úr munnblásnu ítölsku gulu gleri og stendur á fallegum messing fæti.

Borðlampinn verður aðeins í sölu í þrjá mánuði, frá 1. október til 31. desember. 2018. 

 

EGGIÐ Á FRÁBÆRU TILBOÐSVERÐI

60 ár með Egginu – frábært tilboðsverð

Við kynnum frábært tilboð á Egginu, einni þekktustu hönnun Arne Jacobsen sem framleitt er af danska húsgagnaframleiðandanum Fritz Hansen. Eggið var hannað árið 1958 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn, en ásamt Egginu hannaði Arne Jacobsen einnig Svaninn og Dropann fyrir hótelið. Eggið er tímalaus klassík þekkt um allan heim og er eftirsóttur hægindarstóll hjá þeim sem kjósa gæði og þægindi. Eggið er fáanlegt í leðri og með textíl og við kynnum núna frábært tilboð á Egginu í Hallindal áklæði frá 1. september – 1. desember 2019.