NÝTT Í EPAL : iLoveEcoEssentials – UMHVERFISVÆNT

Við kynnum nýtt og spennandi merki hjá okkur í Epal sem við eigum von á að muni slá í gegn hjá þeim sem kjósa hreinar vörur fyrir líkamann úr bestu gæðum og eru ásamt því fallega hannaðar! iLoveEcoEssentials framleiðir vörur sem eru umhverfisvænar og skaða ekki umhverfið á nokkurn hátt, og vinna þau hart að því að móta sjálfbæra framtíð. iLoveEcoEssentials eru hágæða vörur fyrir líkamann (unisex) sem ilma vel og veita vellíðan. iLoveEcoEssentials var stofnað af hópi umhverfis”nörda” eins og þeir sjálfir komast svo skemmtilega að orði, sem deila mikilli ástríðu fyrir því að framleiða vörur sem skaða ekki umhverfið og með það að leiðarljósi að velja alltaf umhverfisvæna kosti, án nokkra málamiðlana. Vörulína iLoveEcoEssentials inniheldur líkamskrem, sjampó, næringu, tannbursta, kristal svitalyktareyði, mjúkan baðslopp og fleiri vörur – allar í einstaklega fallegum umbúðum.

UMHVERFISVÆN FRAMLEIÐSLA

Gagnsæi er mikilvæg, bæði varðandi framleiðslu og ferli sem gerir notandanum kleift að treysta því að þeir séu ekki blekktir.
Flöskurnar eru framleiddar í Bretlandi, úr notuðu plasti sem er endurvinnanlegt.
iLoveEcoEssentials vinnur eftir leiðbeiningum ECOCERT sem er eitt fremsta vottunarfyrirtæki í heiminum í dag, sem setur staðalinn fyrir náttúruleg og lífræn snyrtivörumerki, og tryggir sjálfbærni, umhverfisvænt ferli, og að vörurnar séu m.a. framleiddar án GMO, parabena, sílikons, litarefna og annara óæskilegra efna.
  • iLoveEcoEssentials eru með vottun samkvæmt alþjóðlegum stöðlum ECOCERT – náttúrleg og lífræn efni
  • ECOCERT er stærsti vottunaraðilinn sem vottar snyrtivörur og sannreynir náttúrulegan uppruna.
  • ECOCERT bannar notkun á ónáttúrulegum ilmum, ónáttúrulegum rotvarnarefnum eins og paraben, jarðolíu, própýlenglýkól og önnur tilbúin innihaldsefni.
  • Það eru fleiri en 8 þúsund innihaldsefni notuð í snyrtivörur og með því að kjósa ECOCERT vottaðar vörur getur þú verið fullviss um að fá aðeins vörur sem eru aðeins gerðar úr skaðlausum og vottuðum innihaldsefnum.
  • Notkun innihaldsefna úr endurnýjanlegum auðlindurm, framleidd með umhverfisvænum aðferðum.
  • Allar pakkningar eru endurvinnanlegar eða brotna niður í náttúrunni.
  • 95% of af vörurnni er frá náttúrulegum uppruna.
Lestu meira um ECOCERT hér.