Heimsókn frá Vipp og afsláttur dagana 23. – 25. maí

Dagana 23. – 25. maí fáum við til okkar sérfræðing frá Vipp og í tilefni þess bjóðum við 15% afslátt af öllum vörum frá Vipp í Epal Skeifunni.
Vipp á sögu sína að rekja allt til ársins 1939 þegar að danskur maður að nafni Holger Nielsen hannaði ruslafötuna frægu fyrir hárgreiðslustofu eiginkonu sinnar. Vipp ruslafatan er klassísk hönnun sem ennþá nýtur gífurlegra vinsælda um heim allan. Vöruúrval Vipp hefur þó stækkað töluvert síðan þá og í dag er þessi danski hönnunarframleiðandi einnig þekktur fyrir glæsileg og vönduð húsgögn, ljós, einstakar eldhúseiningar ásamt þekktu baðherbergislínunni.

Vipp kynnir nýja ruslafötu í takmörkuðu upplagi, Marie´s Yellow!

Vipp kynnir nýja ruslafötu í takmörkuðu upplagi, Marie´s Yellow sem innblásin er af 80 ára sögu Vipp. „Holger, mig vantar ruslafötu fyrir stofuna mína. Geturðu búið til eina?“  Þessi orð marka upphaf Vipp þegar Marie bað eiginmann sinn, Holger Nielsen að búa til ruslafötu fyrir hárgreiðslustofuna sína árið 1939.
Sem löggiltur málmsmiður vissi Holger vel hvað gæði voru og með það í huga gerði hann ruslafötu fyrir konuna sína, og nefnir hana Vipp sem þýðir á íslensku að ‘vippa’.
Marie´s Yellow heiðrar konuna á bakvið stofnanda Vipp, Holger Nielssen. Hennar uppáhalds litur, gulur klæðir nú 80 ára afmælisútgáfu ruslafötunnar. „Við höfum stanslaust fagnað föður mínum og ruslafötunni hans  hér hjá Vipp. Og ekki að ástæðulausu, þar sem fyrirtækið er byggt á velgengni hennar. En það er kominn tími til að draga fram í sviðsljósið hlutverk mömmu í þessari velgengnissögu”, segir Jette Egelund, dóttir Marie og Holger eigenda Vipp.

Það var aldrei ætlunin að selja Vipp tunnuna en hinsvegar þótti viðskiptavinum á stofunni ruslafata með fótstigi vera hagnýt og byltingarkennd og beiðnir um fleiri ruslafötur varð til þess að Holger hóf framleiðslu.

„Án frumkvöðlahugsunar móður minnar og sýnileika á ruslafötunni á hárgreiðslustofunni hennar, þá væri
Vipp ekki þar sem það er í dag. Hún var smart og alltaf vel til höfð og oft klædd í sínum uppáhalds lit, gulum. Svo það var kominn tími til að tileinka henni vörulínu hjá Vipp, eðlilega klædda í gulan,” bætir Jette Egelund við.

Vipp Rubbish – ný útgáfa af klassískri hönnun

Ruslatunna gerð úr rusli!
Vipp kynnir ‘Rubbish’ – endurunna útgáfu af klassísku ruslatunnunni sem hönnuð var árið 1939 og er nýja Vipp ruslatunnan gerð úr 75% endurnýttum efnum.

Það þarf vart að kynna Vipp til leiks, sem hanna ein fal­leg­ustu eld­hús síðari ára – með sögu sem nær allt aft­ur til árs­ins 1939 er pe­dal-tunn­an leit dags­ins ljós. Verk­fræðing­ar Vipp skoruðu á sig sjálfa með að end­ur­skoða fram­leiðslu tunn­unn­ar í þeim til­gangi að draga úr hrá­efnisnotkun með því að end­ur­nýta eig­in fram­leiðslu­úr­gang. Hver tunna kem­ur í stað 3,7 kg af stáli fyr­ir plast og sag sem ann­ars er brennt á ruslabrennslu­stöð. End­ur­vinnsla viðar­ins þýðir að CO2 er geymt í vör­unni frek­ar en losað út í and­rúms­loftið. Rubb­ish tunn­an verður fá­an­leg frá og með 15. fe­brú­ar 2023.

 

Glæsilegar og tímalausar vor nýjungar frá Vipp

Ein­fald­leik­inn og fag­ur­fræðin mæt­ast hér í glæsilegri hönn­un á Chimney skenk, fljótandi vegghillum og Cabin hægindarstól. Efnisvalið í skenknum er engu líkt, dökk eikin tónar vel við marmara og pressað ál sem er jafnframt eitt af hönnunareinkennum Vipp sem er einnig notað í Vipp V2 eldhúsin.

Vipp Chimney vegghillur eru einnig úr dökkri eik og koma í tveimur lengdum, 60 og 120 cm og hægt er að stilla þeim upp á marga vegu svo þær falli að þínum persónulega smekk.

Chimney vörulínan dregur nafn sitt frá Vipp Chimney House Hotel í Kaupmannahöfn. Vipp kynnir einnig til sögunnar glæsilegan Cabin eikar hægindarstól sem er með gegnheilli eikargrind, handofnu baki úr pappírsþræði og sessu sem bólstruð er með mjúku leðri sem eldist fallega.

Öll húsgögn frá Vipp er hægt að sérpanta í Epal.

 

Glæsilegt Vipp Pencil Case Hótel

Vipp Pencil Factory er glæsilegt húsnæði Vipp á Íslandsbryggju, Kaupmannahöfn sem staðsett er í 100 ára gamalli blýantaverksmiðju, nánar tiltekið verksmiðjan sem framleiddi gulu Viking skólablýantana sem allir þekkja.

Í Pencil Factory stafrækir Vipp einnig spennandi matarklúbb, Vipp Supper club þar sem eftirsóttir matreiðslumenn allstaðar frá úr heiminum mæta og hýsa svokallaða pop-up kvöldverðarklúbba.

Nýlega var kynnt til sögunnar Vipp Pencil Case sem er einstakt gistirými í þessu glæsilega húsnæði, og er aðeins um eitt hótelherbergi að ræða.

Í sólríkum hluta á neðri hæð fyrrum-verksmiðjunnar er að finna einstaklega fallega 90 fermetra íbúð. Íbúðin er með björtu og opnu eldhúsi þar sem að sjálfsögðu má finna Vipp eldhúsinnréttingu, húsgögn og ljós, og er þetta glæsilegur gistimöguleiki fyrir hönnunarmeðvitaða gesti.

Fjölbreytt úrval listaverka er blandað saman við húsgögn og hönnun úr vörulínum Vipp og skapar notalegt heildarútlit. Vipp býður auðvitað Viking blýanta sem gerir þér keift að eiga skapandi stund, og ef þú ert ekki ánægð/ur með útkomuna, þá er Vipp ruslafatan til taks…

Vipp x André Saraiva, The Amour Edition

Franski götulistamaðurinn André Saraiva og Vipp kynna nú einstakt samstarfsverkefni í takmörkuðu upplagi sem ber heitið Amour. Amour Edition samanstendur af Vipp eldhúsi og Vipp ruslatunnu sem dýft hefur verið í bleikan einkennislit André Saraiva og skreytt svörtum graffitímyndum eftir listamanninn. Amour samstarfið er sprottið út frá sérhönnuðum Vipp ruslatunnum sem hann valdi fyrir hótel sitt Amour í París og vakið hefur mikla athygli.

Bleikar Amour ruslatunnur frá Vipp eru væntanlegar í mjög takmörkuðu upplagi! Vilt þú tryggja þér eintak?

Sjáðu glæsilegt Vipp sýningareldhús í Epal Skeifunni

Kíktu við í Epal Skeifunni og sjáðu glæsilegt VIPP sýningareldhús. Þau verða varla mikið fallegri en þessi. VIPP eldhús eru einingareldhús sem þú parar saman fyrir þitt heimili, það eru fjórar gerðir af einingum. Eyja, eyja með sætum, veggeiningar og háar skápaeiningar. VIPP eldhús eru glæsileg, vönduð og klassísk sem endast í heila lífstíð.

ÁRLEGUR LITUR VIPP : YELLOW FELLOW

Danski ruslafötuframleiðandinn VIPP hefur tilkynnt hver litur ársins 2014 er, liturinn kallast Yellow Fellow og er bjartur ljósgulur litur. Undanfarin ár hefur VIPP línan komið í nýjum og fallegum litum hvert ár og má þar t.d. nefna Ray of Grey árið 2013, Kaupmannarhafnar grænan árið 2012 og svo Reykjavík Blue árið 2007. Einnig hafa nokkrum sinnum verið gefnar út sérstakar línur í takmörkuðu upplagi þá í samstarfi við t.d. Louvre safnið, Collette í París og listamanninn Damien Hirst.

Vipp á sögu sína að rekja allt til ársins 1939 og fagnar því í ár 75 ára afmæli ruslafötunnar. Þrátt fyrir aldurinn er ekkert farið að sjá á VIPP ruslafötunni sem ennþá nýtur gífurlegra vinsælda um heim allann, á hárgreiðslustofum, tannlæknastofum og á heimilum.

“Þegar pabbi hannaði ruslafötuna fyrir hárgreiðslustofu móður minnar árið 1939, var hún upphaflega bara handa henni. Það að við séum að dreifa ruslafötunni sem hann skapaði um heim allan og að hún sé jafnvel til sýnis á hönnunarsafninu MoMa í New York, það hefði gert hann gífurlega stoltann.” -Jette Egelund, dóttir stofnandans Holger Nielsen.

Hér að ofan má sjá áhugavert video um gerð VIPP.