ÁRLEGUR LITUR VIPP : YELLOW FELLOW

Danski ruslafötuframleiðandinn VIPP hefur tilkynnt hver litur ársins 2014 er, liturinn kallast Yellow Fellow og er bjartur ljósgulur litur. Undanfarin ár hefur VIPP línan komið í nýjum og fallegum litum hvert ár og má þar t.d. nefna Ray of Grey árið 2013, Kaupmannarhafnar grænan árið 2012 og svo Reykjavík Blue árið 2007. Einnig hafa nokkrum sinnum verið gefnar út sérstakar línur í takmörkuðu upplagi þá í samstarfi við t.d. Louvre safnið, Collette í París og listamanninn Damien Hirst.

Vipp á sögu sína að rekja allt til ársins 1939 og fagnar því í ár 75 ára afmæli ruslafötunnar. Þrátt fyrir aldurinn er ekkert farið að sjá á VIPP ruslafötunni sem ennþá nýtur gífurlegra vinsælda um heim allann, á hárgreiðslustofum, tannlæknastofum og á heimilum.

“Þegar pabbi hannaði ruslafötuna fyrir hárgreiðslustofu móður minnar árið 1939, var hún upphaflega bara handa henni. Það að við séum að dreifa ruslafötunni sem hann skapaði um heim allan og að hún sé jafnvel til sýnis á hönnunarsafninu MoMa í New York, það hefði gert hann gífurlega stoltann.” -Jette Egelund, dóttir stofnandans Holger Nielsen.

Hér að ofan má sjá áhugavert video um gerð VIPP.