Sumaropnun í verslunum Epal

Sumarið er frábær tími, uppfullt af óvæntum boðum, brúðkaupum og öðrum veislum. Því er betra að hafa opnunartíma EPAL á hreinu.

Við tökum vel á móti ykkur í verslunum okkar sem staðsettar eru í Skeifunni, Kringlunni, Laugavegi og í Hörpu.

// Epal Skeifan
Mánudaga-föstudaga 10-18
LOKAÐ alla laugardaga í sumar. O
pnum aftur 10. ágúst.

// Epal Harpa
Mán-fös : 10:00 – 18:00
Laugardaga : 11:00 – 16:00

// Epal Kringlan
Mán-mið : 10:00 – 18:30
Fimmtudaga : 10:00 – 21:00
Föstudaga : 10:00 – 19:00
Laugardaga : 10:00 – 18:00
Sunnudaga : 13:00 – 18:00

// Epal Laugavegi
Mán-Föst :09:00 – 19:00
Helgar : 10:00 – 19:00

Auping : Umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, góða hönnun og þægindi

Umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, góða hönnun og þægindi.

Með yfir 125 ára þekkingu ásamt nýjustu þróun á sviði tækni, vinnuvistfræði og hönnunar, tryggir Auping að veita hágæða, fullkomin svefnþægindi og fallega, nútímalega hönnun.

Auping hefur hlotið verðskulduga viðurkenningu fyrir þetta í gegnum árin, með mörgum verðlaunum og vottunum varðandi endingu, áreiðanleika, gæði og hönnun.

Cradle to Cradle

Heilbrigt og orkuríkt líf byrjar með góðum nætusvefn. Auping trúir því staðfastlega að gæði svefns megi alltaf bæta. Það er þessvegna sem að dag eftir dag vinnur Auping að því að bæta svefnþægindi morgundagsins með ástríðu og forvitni að leiðarljósi. Auping telur einnig að sjálfbær tengsl okkar við umhverfið og fólkið sé mikilvægur hlekkur af ferlinu.

Sjálfbært, þýðingarmikið og meðvitað: Auping er tilbúið að taka á móti ábyrgðinni.

“Við viljum geta sofið með hugarró í framtíðinni. Fyrirtækið fjárfestir í grundvallaratriðum í sjálfbærni og hefur mikinn metnað að skipurleggja allra rekstrarferla, vörur og þjónustu að fullu í samræmi við hugmyndafræði Cradle to Cradle (C2C).

Í grófum dráttum gengur Cradle to Cradle út á að ekkert fari til spillis, ekkert sé mengað og allur úrgangur sem kann að falla til sé nýttur til hins ýtrasta. Er því stigið skrefinu lengra en í umhverfisvænni framleiðslu almennt þar sem markmiðið er einfaldlega að lágmarka umhverfisáhrifin.

Bestu þægindi á hæsta stigi. Vaknaðu orkuríkari á hverjum degi

Við snúum okkar að meðaltali 30 sinnum yfir nóttina á meðan við sofum. Og við losum um 350 ml af svita. Til að tryggja hámarks svefnþægindi er mikilvægt að rúmið styðji við líkamann og sé með góða loftöndun.

Með Auping rúmi byrjar þú daginn vel hvíld/ur og full/ur af orku. Auping býður upp á svefnþægindi á hæsta stigi og sameinar margra ára þekkingu ásamt nýjustu þróuninni, sem gerir rúmunum kleift að veita besta stuðninginn og veita framúrskarandi loftföndun.

Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár. Útkoman er bæði nútímaleg og klassísk með hágæða hönnun sem hægt er að setja saman og breyta á óteljandi vegu. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig. 

Handgert danskt gæða víngúmmí – vegan & glútenlaust!

Handgerða danska víngúmmíið frá Wally & Whiz er nýtt í Epal!

Wally & Whiz framleiðir ómótstæðilega gott víngúmmí úr fersku og náttúrulegu gæða hráefni sem er án allra aukaefna, dýraafurða og glútens.

“Við höfum skapað það sem við teljum vera besta víngúmmí í heiminum úr mestu gæðunum, sem selt er í fleiri en 30 löndum og aðeins í verslunum sem leggur áherslur á gæðavörur.” 

Ekkert rugl: Vegan, glútenlaust, laktósafrítt, engin ónáttúrleg litarefni og bragðefni.

  • Háþróaðasta víngúmmí í heiminum
  • Vegan – glútenlaust – laktósafrítt 
  • Hægt að velja úr 9 náttúrulegum bragðtegundum
  • Engin aukaefni, ónáttúruleg litarefni eða bragðefni

 

Það er erfitt að standast þetta ljúffenga sælgæti sem hentar öllum –

 

Ylliblóm með engifer

Epli með Yuzu

Epli með stikkilsberjum 

Sólber með jarðaberjum

Sólber með söltum lakkrís 

Mangó með ástaraldin

Mangó með hindberjum

Lakkrís með Hafþyrni

Lakkrís með kaffi

 

Svanurinn á einstöku tilboði

Ekki missa af einstöku tilboði á Svaninum frá Fritz Hansen.

Svanurinn var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1958 fyrir anddyri og setustofur á SAS Royal Hótelinu í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma þótti Svanurinn nýstárlegur stóll, engar beinar línur – heldur aðeins mjúkar línur. Það var stórt tækifæri fyrir Arne Jacobsen að fá að hanna alla þætti hótelsins og geta því framkvæmt kenningar sínar um samþættingu hönnunar og arkitektúrs. 

Þessi formfagri og klassíski stóll hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi og er ein þekktasta hönnun Arne Jacobsen. Svanurinn er framleiddur af danska húsgagnaframleiðandanum Fritz Hansen. 

Svanurinn í Christianshavn áklæði er nú á einstöku tilboði fram til 1. september. (26 möguleikar á litum).

 

Brúðargjafalistar & Brúðargjafaleikur Epal

Er brúðkaup í vændum?
Skráðu brúðargjafalistann í EPAL og við drögum út mánaðarlega í sumar heppin brúðhjón sem vinna glæsilega brúðargjöf.
Sjöa frá Fritz Hansen, Motta frá Linie Design eða Blown lampi frá &tradition.

Við bjóðum væntanlegum brúðhjónum upp á þá þjónustu að útbúa gjafalista hjá okkur, það auðveldar oft gestum valið á réttu gjöfinni. Skráðu brúðargjafalistann í Epal og við gefum væntanlegum brúðhjónum fyrstu gjöfina ásamt afsláttarkóða sem gildir í vefverslun Epal.

 

Fyrsta gjöfin frá Epal er glæsileg eins og sjá má hér að neðan.

Heimsókn frá Montana og Fritz Hansen dagana 13. – 15. júní

Heimsókn frá Montana og Fritz Hansen –

Sérfræðingar frá Montana og Fritz Hansen verða í verslun okkar Epal Skeifunni dagana 13. – 15. júní. Kíktu í heimsókn og fáðu ráðgjöf sérfræðinga og gerðu góð kaup á hönnun frá Montana og Fritz Hansen. 

Fritz Hansen

Fritz Hansen er alþjóðlegt hönnunarmerki, stofnað í Danmörku árið 1872 og er í dag órjúfanlegur hluti af menningararfi dana og þjóðarsál. Fritz Hansen framleiðir heimsþekkta hönnun, klassík sem þekkist um allan heim ásamt nútímalegum húsgögnum, lýsingu og smávöru sem bera af í gæðum og endingu. Fritz Hansen framleiðir hönnun eftir nokkra þekktustu hönnuði heims og má þar nefna húsgögn Arne Jacobsen, einum áhrifaríkasta arkitekt sem uppi hefur verið.

Montana

Montana er eitt þekktasta hönnunarmerki dana, stofnað árið 1982 af Peter J. Lassen og fer öll framleiðsla fram í Danmörku. Montana hannar og framleiðir hillukerfi sem hægt er að sérsníða að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og hægt er að fá hillurnar í yfir 30 ólíkum litum.

Montana hillurnar eru klassísk dönsk hönnun eins og hún gerist best.

GUBI : Dönsk hönnun, fagurfræði & gæði

GUBI er danskt hönnunarhús, stofnað árið 1967 og hefur síðan hlotið alþjóðlega athygli fyrir hönnun sína, fagurfræði og gæði. GUBI sameinar fortíð og nútíð, fegurð og notagildi með framleiðslu á fáguðum vörum eftir annálaða danska hönnuði og arkitekta. GUBI býður upp á stílhreinar lausnir fyrir heimili, hótel, skrifstofur og önnur opinber rými.

GUBI fæst í Epal. 

Kynntu þér allt úrvalið á gubi.dk eða komdu við í sýningarsal okkar í Skeifunni 6 og sjáðu úrvalið.

Heimsókn frá Carl Hansen & Søn dagana 6. – 8. júní

Við fáum í heimsókn til okkar sérfræðing frá Carl Hansen & Søn dagana 6. – 8. júní.

20% afsláttur af öllum borðum og 15% afsláttur af öllum öðrum vörum frá Carl Hansen & Søn verður veittur dagana 6. – 8. júní.

Áttu gamalt húsgagn frá Carl Hansen en vantar ráðleggingar um umhirðu og viðhald? Sérfræðingur Carl Hansen getur svarað öllum spurningum sem koma að nýjum og gömlum húsgögnum frá Carl Hansen og hvetjum við ykkur til að koma við og fræðast um þennan framúrskarandi húsgagnaframleiðanda, einstaka hönnunina og viðhald húsgagna frá þeim.

Carl Hansen & Søn eiga rætur sínar að rekja aftur til ársins 1908 og er fyrirtækið í dag eitt það fremsta í danskri húsgagnaframleiðslu og eru heimsþekktir fyrir gæði og frábæra hönnun.

Verið hjartanlega velkomin í heimsókn.