Svanurinn á einstöku tilboði

Ekki missa af einstöku tilboði á Svaninum frá Fritz Hansen.

Svanurinn var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1958 fyrir anddyri og setustofur á SAS Royal Hótelinu í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma þótti Svanurinn nýstárlegur stóll, engar beinar línur – heldur aðeins mjúkar línur. Það var stórt tækifæri fyrir Arne Jacobsen að fá að hanna alla þætti hótelsins og geta því framkvæmt kenningar sínar um samþættingu hönnunar og arkitektúrs. 

Þessi formfagri og klassíski stóll hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi og er ein þekktasta hönnun Arne Jacobsen. Svanurinn er framleiddur af danska húsgagnaframleiðandanum Fritz Hansen. 

Svanurinn í Christianshavn áklæði er nú á einstöku tilboði fram til 1. september. (26 möguleikar á litum).