Bjarni Sigurðsson Keramiker

Vörur Bjarna komnar í sölu í Epal

Hér lýsir Bjarni vinnuferlinu sýnu.

Ég vinn oftast með hrein og bein form, þar sem glerungarnir eru oftast miklir og krefjast einföldunar í forminu sjálfu. Ég nota þýskan steinleir.

Ég bý til alla mína glerunga sjálfur frá grunni.

Glerungarnir eru mörg hundruð sem ég vinn með, blanda þeim á hina ýmsu máta og glerja mörg verkanna aftur og aftur og brenn fleiri skipti. Eiginlega öll mín verk eru með tvo þrjá glerunga eða fleiri. Ýmist er ég að setja mismunandi glerunga yfir hvorn annan eða blanda þeim fyrst saman og glerja síðan verkin.

Ég reyni að fá náttúruna fram í glerungunum. Skapa villt yfirbragð. Hraunað og hættulegt. Einnig slétt og fínt, sem hafa mikið litaspil og mynstur. Sumir glerunganna minna eru ekki þannig úr garð gerðir að sjálfsagt þykir að renna höndunum yfir þá eins og gert er með blanka glerunga. Þeir geta verið brotnir, hraunaðir og hvassir, allt eftir hvað ég vil ná fram í glerungunum. En ég er einnig með slétta og blanka glerunga sem hafa mikið spil í sér, þar sem ég set blanka og slétta glerunga yfir hið hráa yfirbragð af glerungum.

Ég vinn mikið út frá því að hlutirnir virki sem skúlptúr. Þá eru það stóru vasarnir, stórar skálar, verk sem þola að standa eitt og sér, án þess að þurfa að vera notaðir sem slíkir.

Ég elska að gera tilraunir og er alltaf að bæta við mig í því, og leika mér. Finnst það mikilvægt í þróun minni í keramikinnu. Ég reyni eftir bestu getu að gera ekki tvo hluti eins.

Ég skrái allt sem ég geri við verkin mín. Ég get farið allt aftur í byrjun námsins míns fyrir 14 árum síðan og séð hvað ég var að glerja þá. Þannig get ég endurnýjað gamlar glerjúngavinnslur, gert þær nútímalegri og endurnýtt upplýsingar sem ég hef fyrir í bókum mínum.

 

Prjónatal 2011

PRJÓNATAL 2011

Prjónatal er dagbók fyrir áhugafólk um prjón sem langar að eignast fallega dagbók fyrir árið 2011. Dagatal er fremst í hverjum mánuði og svo vika per blaðsíðu.

Bókin er jafnframt prjónabók sem inniheldur áhugaverða prjónhönnun, eina uppskrift fyrir hvern mánuð ársins. Uppskriftirnar eru eftir Helgu Thoroddsen prjónhönnuð og eru úr náttúrulegu hráefni. Hæfileg áskorun fyrir þá sem hafa reynslu af prjónaskap.

Aftast í bókinni er almennur kafli með hagnýtum upplýsingum um garn, prjóna og margt fleira sem nýtist þeim sem prjóna.

Innbundin, vönduð og metnaðarfull bók prýdd fjölda ljósmynda og teikninga.

Bryndís Bolladóttir

Í hönnun sinni sameinar Bryndís Boladóttir fagurfræði, notagildi og leik þar sem vörur hennar standa fyrir sínu bæði sem skrautmunir og leikföng auk þess sem notagildi þeirra er sígilt þar sem í ullarkúlunum leynast snagar, hitaplattar, hurðastopparar og hljóðdemunarkúlur.