NÝTT: INNI EFTIR RUT KÁRA

Inni er ný bók sem gefur gott yfirlit um hönnun Rutar Káradóttur. Í bókinni er birtur fjöldi mynda af ólíkum verkum sem Rut hefur unnið allt frá árinu 1999. Í texta bókarinnar rekur Rut hvernig hún nálgast verkefni sín, veitir innblástur og miðlar af langri reynslu.

Stærsti kafli bókarinnar er helgaður heildarinnlitum á heimili sem Rut hefur hannað. Þá eru sérkaflar um eldhús, baðherbergi, stofur og fyrirtæki. Í inngangi bókarinnar ræðir Rut  um ýmsa þætti sem tengjast hennar hönnun, námið, starfið og áhugann.

Bókin er 224 blaðsíður, innbundin og í stóru broti. Ljósmyndir eru eftir Gunnar Sverrisson en bókin er hönnuð af Ragnhildi Ragnarsdóttur. Um textagerð sá Gerður Harðardóttur en Halla Helgadóttir ritaði formála. Ritstjóri bókarinnar er Kristinn Arnarson og útgefandi er Crymogea.

rut-bok.235350850060

Rut Káradóttir hefur um árabil verið leiðandi í íslenskri innanhússhönnun og mótað ásýnd fjölda heimila og fyrirtækja innanstokks. Þessi bók er ómissandi fyrir allt áhugafólk um hönnun.

Inni fæst í Epal og kostar 8.900 kr.-

LUNDINN ER KOMINN

Epal og Sigurjón Pálsson hafa í samvinnu látið gera lunda sem er hannaður af Sigurjóni.

Sigurjón Pálsson er menntaður húsgagnaarkitekt – en uppá síðkastið hefur hann mest verið þekktur fyrir fuglinn „shorebird“ sem er framleiddur af hinu þekkta danska fyrirtæki Normann Copenhagen.  Einnig er Sigurjón rithöfundur og hefur gefið út tvær sakamálasögur og þess má nefna að hann vann hin virtu verðlaun blóðdropan fyrir bestu sakamálasöguna  2012.

Screen Shot 2015-11-23 at 14.32.13EPAL-LUNDI-prufa12277228_10154344764173332_379166845_n

 

Lundinn er tilvalinn í jólapakkann í ár og kostar 6.500 kr.-

 

JÓLAGJÖFIN FÆST Í EPAL

Þú finnur jólagjöfina í Epal.

Epal býður uppá mikið úrval af glæsilegum gjafavörum eftir frægustu hönnuði heims, hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að velja réttu gjöfina fyrir þig og þitt starfsfólk í jólapakkann í ár. Jólagjafahandbók Epal má finna hér. 
epaljól

NÝTT: HANDGERÐIR & ENDURUNNIR VASAR

Epal hefur hafið sölu á handgerðum vösum eftir Sigríði Höllu Guðmundsdóttur. Vasarnir bera nafnið Vasi og eru úr endurunnum krómuðum glerflöskum. Þeir gegna bæði hefðbundnu hlutverki blómavasa og nýtast einnig sem pannastatíf á skrifborðum, eða sem einfaldur og stílhreinn listmunur.

Hver glerflaska í vasanum hefur sína lögun, sinn búk, sinn háls og tiplar á sinni tá. Þær leita saman, styðja hver við aðra og mynda heild. Hver þeirra hefur samt sína reisn og teygir sig þangað sem henni sýnist.

Hönnuðurinn, Sigríður Halla Guðmundsdóttir, fæddist í Reykjavík árið 1967. Hún stundaði nám í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands árin 2011 og 2012. Hún lauk námi í hönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði árið 2011. Í hönnun sinni leitast hún við að fanga form úr hversdagsleikanum og gæða þau nýju lífi.
g6MIZ_GN1t-tpZFNxyyozM2Ffh2YDPE8AnUkhhIzKq0 dn7OmrbCWa4-PwAqC3TKCGL5rOzQI89YHpfkBBtZCt8rJwBsvQTVj_L3ImHVZ8R1nRdLNGUXQQ_M2iFuWiVokQ

NÝTT FRÁ HÁR ÚR HALA

Hár úr hala, hönnunarteymi er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhússarkitekts og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti með vísun í þau minni. Mörg ykkar kannist eflaust við dýrahankana sívinsælu og í þessari nýju vörulínu sem var að koma til okkar í Epal eru hillur skreyttar kisum út í mýri með vísun í hina alkunnu þulu,

Köttur úti í mýri 

setti upp á sér stýri 

úti er ævintýri.

Hilla_Bækur_web HuH_hillur_web HuH_hillusnagi_web

Bókahillurnar og fráleggshillan með lyklakrók munu án efa hitta beint í mark hjá fagurkerum enda einstaklega vandaðar og fallegar hillur. Tilvalið í jólapakkann í ár!

JENSEN RÚM FYRIR JÓLIN

Sofðu vel um jólin í rúmi frá Jensen.

Nú fer hver að verða síðastur til að leggja inn pöntun fyrir nýju hágæðarúmi frá Jensen fyrir þá sem vilja fá afhent fyrir jól, en það eru aðeins nokkrir dagar til stefnu. Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáið glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur og fá aðstoð sérfræðings.
Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi.JensenRum

ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "c300eb901dfb7791" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) MM3.blue (half) MM3.green (half) MM3.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)
Diplomat-Kontinental-Modell-453_svart_kub

ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "3ab97de0cf28f014" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)

 

ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "5b589da67a1a25bd" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) MM3.blue (half) MM3.green (half) MM3.red (half) MM4.blue (half) MM4.green (half) MM4.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)

ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "dc7e93cc03b6dd34" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) MM3.blue (half) MM3.green (half) MM3.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)

Jensen_Prestige_VM-3-SC15

JÓLAHJÖRTU FRÁ LE KLINT

Jólahjörtun sem hönnuð eru af Isa Dawn Whyte Jensen fyrir danska hönnunarframleiðandanum Le Klint koma svo sannarlega með jólaandann inn á heimilið. Hjörtun gefa frá sér milda og fallega birtu og eru tilvalin í skammdeginu og koma þau sérstaklega vel út sem jólaskraut í glugga.

Við fengum hjörtun í hvítum lit í miðstærð sem koma annað hvort með hvítri eða rauðri snúru.

LE KLINT Hearts color-mix LE KLINT Hearts white

NÝTT FRÁ JOSEPH JOSEPH

Við vorum að fá tvær frábærar nýjar vörulínur frá margverðlaunaða breska hönnunarfyrirtækinu Joseph Joseph sem bætast þá við sístækkandi vöruúrval þeirra hjá okkur í Epal.

M-Cuisine er ný lína frá sem gerir þér kleift að undirbúa dýrindis máltíð í örbylgjuofni, allt frá einföldum spældum eggjum til flókinna máltíða fyrir fjölskylduna. Öll vörulínan var hönnuð með þægindi í huga sem skilar sér í því að hver vara hefur mörg notagildi og eru mjög handhægar.

Breska hönnunarfyrirtækið Joseph Joseph var stofnað árið 2003. Fyrirtækið hefur einbeitt sér að hönnun á nútíma eldhúsvörum sem hafa vakið heimsathygli fyrir sniðuga hönnun og mikla litadýrð. Joseph Joseph hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína þar sem þeim hefur tekist á snilldarlegan hátt að sameina notagildi og góða hönnun.
M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_23-1

M-Cuisine er ný lína frá sem gerir þér kleift að undirbúa dýrindis máltíð í örbylgjuofni,

M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_20 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_18 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_17 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_15 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_13 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_11 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_10 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_9 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_7 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_5 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_4

GoEat er einnig ný lína frá Joseph Joseph sem er hönnuð til að einfalda það að taka með sér heimatilbúinn mat í nesti hvort sem þú ert í vinnu eða námi. Þú þarft ekki lengur að bera með þér mörg nestisbox, með GoEat er allt nestið þitt saman en þó aðskilið og öruggt. Eftir að nestið hefur verið klárað er hægt að raða ílátunum ofan í hvert annað til að spara pláss í töskunni fyrir heimferðina.

GoEat vörulínan inniheldur ílát sem henta mjög vel fyrir samlokur, salöt, súpur, snarl ásamt hnífapari úr stáli.

Screen Shot 2015-11-13 at 13.42.11 Screen Shot 2015-11-13 at 13.42.31 Screen Shot 2015-11-13 at 13.42.44 Screen Shot 2015-11-13 at 13.43.15 Screen Shot 2015-11-13 at 13.44.58 Screen Shot 2015-11-13 at 13.45.06

 

Breska hönnunarfyrirtækið Joseph Joseph var stofnað árið 2003. Fyrirtækið hefur einbeitt sér að hönnun á nútíma eldhúsvörum sem hafa vakið heimsathygli fyrir sniðuga hönnun og mikla litadýrð.

Allar vörur Joseph Joseph fást í Epal.

EPAL KERTI: HLÝJA

Hlýja ilmkerti er gert í samstarfi við Skandinavisk í tilefni af 40 ára afmæli Epal.

Hlýja færir þér mjúkan samstilltan ilm innblásinn af norrænum heimilum. Ilmurinn samanstendur af mjúkum nótum af raf og jasmínu blandað við framandi mandarin og vanillu. Ilmkertið brennur í að minnsta kosti 45 klukkustundir ef það er ekki látið brenna lengur en 3 klukkustundir í einu og er það gert úr blöndu af ilmefnum, steinefnum og náttúrulegi vaxi með 100% bómullarþræði.

_A9T7768

Fæst í Epal.