Námskeið um innanhússhönnun í Epal Skeifunni – taktu þátt!

INNANHÚSSHÖNNUN / NÁMSKEIР

Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður kemur til okkar í Epal Skeifunni þann 13. mars og heldur námskeið um innanhússhönnun sem notið hefur gífulegra vinsælda meðal þeirra sem áhugasamir eru um innanhússhönnun og falleg híbýli.

NÁMSKEIÐ Í INNANHÚSSHÖNNUN er fyrir áhugasama, byrjendur, lengra komna og alla hina, sem vilja ná meiri færni og öryggi í að vinna með eigið umhverfi eða skapa áhugaverða umgjörð innanhúss.

“Hvernig gerum við heimilið okkar persónulegt og einstakt í okkar huga – sjálfstæð hugsun, öryggi og gleði skipta máli og við förum yfir það ásamt svo ótalmörgu öðru…”

Skráðu þig í pottinn og þú gætir unnið námskeið um innanhússhönnun sem haldið verður í Epal Skeifunni þann 13. mars kl. 18:00. 

10 heppnir einstaklingar verða dregnir út og verður þeim boðið í notalega kvöldstund ásamt léttum veitingum með Höllu Bára í Epal Skeifunni.

Skráðu þig til þátttöku með því að koma við í VIPP eldhúsinu Epal Skeifunni og skildu eftir nafn ásamt símanúmeri, dagana 26. feb – 8. mars.

Halla Bára er með meistaragráðu í innanhússhönnun frá Domus Academy í Mílanó á Ítalíu. Hún vinnur sem innanhússhönnuður og ráðgjafi að ýmsum verkefnum jafnframt því að ritstýra Home and Delicious vefsíðunni. Einnig hefur hún haldið vinsæl námskeið um innanhússhönnun sem hafa slegið í gegn.

NÝTT: INNI EFTIR RUT KÁRA

Inni er ný bók sem gefur gott yfirlit um hönnun Rutar Káradóttur. Í bókinni er birtur fjöldi mynda af ólíkum verkum sem Rut hefur unnið allt frá árinu 1999. Í texta bókarinnar rekur Rut hvernig hún nálgast verkefni sín, veitir innblástur og miðlar af langri reynslu.

Stærsti kafli bókarinnar er helgaður heildarinnlitum á heimili sem Rut hefur hannað. Þá eru sérkaflar um eldhús, baðherbergi, stofur og fyrirtæki. Í inngangi bókarinnar ræðir Rut  um ýmsa þætti sem tengjast hennar hönnun, námið, starfið og áhugann.

Bókin er 224 blaðsíður, innbundin og í stóru broti. Ljósmyndir eru eftir Gunnar Sverrisson en bókin er hönnuð af Ragnhildi Ragnarsdóttur. Um textagerð sá Gerður Harðardóttur en Halla Helgadóttir ritaði formála. Ritstjóri bókarinnar er Kristinn Arnarson og útgefandi er Crymogea.

rut-bok.235350850060

Rut Káradóttir hefur um árabil verið leiðandi í íslenskri innanhússhönnun og mótað ásýnd fjölda heimila og fyrirtækja innanstokks. Þessi bók er ómissandi fyrir allt áhugafólk um hönnun.

Inni fæst í Epal og kostar 8.900 kr.-