Teiknidagar Hulla í Epal á Laugavegi, 3. og 15. desember

Teiknidagar Hulla verða hjá okkur í Epal Laugavegi dagana 3. desember og 15. desember og mun þar Hugleikur Dagsson teikna jólagjafir á staðnum!
„Þú mætir, talar við Hulla og hann teiknar (ó)viðeigandi mynd á meðan þú bíður. Þarna verða líka Hullabækur, Hullabollar, Hullabolir, Hullapeysur, Hullasokkar, Hullaspil og innrömmuð Hullalist.“

Jóladagskrá Epal Skeifunni

Jólaandinn mun svífa yfir í desember og bjóðum við upp á hátíðlega jóladagskrá vikurnar fram að jólum, má þar nefna ljúfa jólatóna, bakstur og innblástur að jólaskreytingum. Vefverslun Epal er opin allan sólarhringinn og hægt er að versla jólagjafirnar heima í stofu í rólegheitum.

Við tökum vel á móti ykkur, Starfsfólk Epal.

Tilboð í vefverslun Epal.is

Kynntu þér úrvalið af spennandi tilboðum sem nú eru í gangi í vefverslun okkar og í verslunum Epal. Má þar nefna 30% afslátt af völdum Frederik Bagger kristalsglösum, 50% afslátt af völdum Muuto Dots hönkum, 30% afslátt af völdum ljósum frá Louis Poulsen, 50% afsláttur af Pleece vörum frá Design House Stockholm og svo margt fleira á frábærum afslætti út vikuna 22. – 27. nóvember.

Nýttu þér tækifærið og verslaðu jólagjafirnar í rólegheitum heima í stofu.

Blómaskreytingar fyrir aðventuna í Epal Skeifunni 24. – 25. nóvember

Ragnhildur Fjeldsted, blómaskreytir verður hjá okkur dagana 24. – 25. nóvember og mun halda sýnikennslu í að útbúa einfaldar og fallegar skreytingar og kransa fyrir aðventuna. Ragnhildur rak um árabil blómabúðina Dans á Rósum og hefur haldið fjölda námskeiða í gerð jólakransa og jólaskreytinga ásamt einfaldari gerð blómaskreytinga sem flestir ættu að geta nýtt sér.

Ragnhildur mun vera hjá okkur í Epal Skeifunni frá kl. 16 – 18 fimmtudag og föstudag, 24. – 25. nóvember.

Verið hjartanlega velkomin.

Sjáðu jólagjafahandbók Epal – yfir 200 hugmyndir

Hjá Epal finnur þú úrval af jólagjöfum fyrir þá sem standa þér nærri. Skoðaðu jólagjafahandbókina okkar og fáðu hugmyndir að jólagjöfum sem hitta í mark, sjáðu heillandi jólaskreytingar og hver veit nema sitthvað leynist á næstu blaðsíðum sem mun enda undir jólatrénu þínu í ár.

Jólaandinn mun svífa yfir í desember og bjóðum við upp á hátíðlega jóladagskrá vikurnar fram að jólum, má þar nefna ljúfa jólatóna, bakstur og innblástur að jólaskreytingum. Vefverslun Epal er opin allan sólarhringinn og hægt er að versla jólagjafirnar heima í stofu í rólegheitum.

Smelltu á hlekkinn til að skoða jólagjafahandbókina 

Sjáumst í myrkrinu!

Bookman hentar fyrir alla sem vilja sjá og sjást í myrkri! Bookman er sænskt fyrirtæki sem hannar smart endurskinsvörur fyrir hjólreiðafólk, göngufólk, hlaupara og alla aðra sem kunna vel að meta útivist og vilja sjást í myrkrinu. Með mikla áherslu á smáatriði, gæði og öryggi hefur Bookman eitt markmið: Að láta alla sjást í umferðinni og koma í veg fyrir slys. Öryggi þarf ekki að vera óspennandi!

Kynntu þér frábært úrval af endurskinsmerkjum fyrir bæði börn og fullorðna í vefverslun Epal.is

 

Jensen heimsókn

Dagana 7. – 14. nóvember bjóðum við 10% afslátt af öllum rúmum frá Jensen í tilefni heimsóknar sérfræðings frá Jensen í Epal Skeifunni, fimmtudaginn 10. nóvember.

Jensen fagnar í ár 75 ára afmæli en þau hafa framleitt gæða rúm frá árinu 1947 með áherslu á fágaða skandinavíska hönnun og framúrskarandi þægindi. Jensen rúm eru Svansmerkt og eru sérsniðin eftir þínum þörfum með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði og allt útlit rúmsins.

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár.