2022 afmælisútgáfa Y stólsins

2022 afmælisútgáfa Y stólsins er glæsileg samsetning úr FSC™ vottuðu olíubornu tekki og með vönduðu náttúrulega meðhöndluðu leðri. Takmarkað upplag!
Stóllinn er merktur með einstakri brass plötu sem grafin er með undirskrift Hans J. Wegner ásamt fæðingardegi.

Afmælisútgáfa Y stólsins er aðeins til sölu frá 28. mars til 4. apríl. Verð: 139.900 kr. Tryggðu þér eintak í vefverslun Epal.is

Þú finnur úrval af vönduðum útihúsgögnum í Epal

Núna er rétti tíminn til að leggja inn pöntun fyrir útihúsgögnum! Nú bjóðum við 10% afslátt af öllum útihúsgögnum sem gildir til 15. maí. 

Í Epal finnur þú úrval af glæsilegum og klassískum útihúsgögnum úr miklum gæðum sem endast vel og þola íslenskt veðurfar. Á meðal okkar fremstu fyrirtækja í útihúsgögnum eru dönsku fyrirtækin Skagerak og Cane-line en einnig bjóðum við upp á nútímaleg gæðahúsgögn frá vinsæla danska hönnunarmerkinu HAY sem notið hafa gífulegra vinsælda ásamt umhverfisvænum útihúsgögnum frá Mater. Þú finnur einnig úrval af fallegum smávörum fyrir garðinn og pallinn í Epal.

Skagerak

Skagerak er danskt fjölskyldurekið hönnunarfyrirtæki stofnað árið 1976 sem framleiðir gæða húsgögn og smávöru með áherslu á framúrskarandi handverk og klassíska hönnun. Skagerak uppfyllir hæstu gæðastaðla þegar kemur að umhverfislegri ábyrgð og nota þau aðeins FSC vottaðan við í framleiðslu sína. Útihúsgögnin eru í klassískum skandinavískum stíl og má þar nefna Drachmann línuna sem er sérstaklega falleg og fagnar í ár 40 ára afmæli. / Sjá meira frá Skagerak. 

HAY

Palissade er lína af útihúsgögnum hönnuð af Ronan og Erwan Bouroullec fyrir HAY. Línan var hönnuð til þess að passa inn í fjölbreyttar aðstæður; kaffihús, veitingarhús, garðinn, svalir og á pallinn. Palissade samanstendur af stólum, bekkjum, borðum og hægindarstólum og eru í heildinni 13 ólík húsgögn að finna í línunni. Húsgögnin eru sterk án þess að vera fyrirferðamikil og elegant án þess að vera viðkvæm.

Frekari upplýsingar varðandi pöntun er hægt að fá í verslun okkar í Epal Skeifunni, eða með því að senda póst á starfsfólk okkar í húsgagnadeild. / Sjá meira um Palissade frá Hay. 

Caneline

Caneline er danskt hönnunarfyrirtæki með yfir 30 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á hagnýtum og þægilegum húsgögnum. Caneline framleiðir hágæða viðhaldsfrí útihúsgögn sem þola vel veður, vind og frost. Caneline hefur hlotið fjöldan allan af verðlaunum í flokki útihúsgagna fyrir gæði og fallega hönnun.

Vörurnar eru hannaðar með skandinavíska sumardaga í huga þar sem að útihúsgögnin fullkomna stemminguna. Hönnuðir Caneline hafa haft það að leiðarljósi að láta aldrei útlit víkja fyrir notagildi, og eru húsgögnin því bæði falleg og þægileg. / Caneline.com

String 

String býður nú upp á klassískar hillur úr galvaníseruðu stáli sem henta vel utandyra, og þá sérstaklega á yfirbyggðar svalir. Hillurnar eru sérsniðnar þínum þörfum og henta jafnt á litlar sem stórar svalir eða jafnvel í garðinn! / Sjá meira útihillur frá String 

Mater 

Ocean línan frá Mater er endurhönnun á borðum og stólum (upphaflega hannað árið 1955) úr úrgangsplastefni sjávar, og sameinar nýstárlegar lausnir til að koma í veg fyrir mengun sjávar – með einum af þekktasta hönnuði 20. aldar, Nönnu Ditzel.

Haf eftir Nönnu Ditzel táknar sjálfbæra og nýstárlega hugsun og hlaut hönnunarverðlaun Wallpaper fyrr á árinu. Einn stóll notar 960 g af úrgangsplastefni sjávar.

Húsgögnin eru gerð úr endurunnum fisknetum og endurunnu harðplasti úr sjónum og er línan gerð og prófuð til notkunar utandyra. Haf línan er hönnuð með það í huga að hægt sé að taka húsgögnin í sundur þegar að þeim degi kemur, og því hægt að endurvinna hvern hlut aftur í sitt hreinasta form og setja aftur í framleiðslu fyrir nýtt upphaf. / Sjá meira frá Mater 

Verið velkomin í verslun okkar, Skeifunni 6 og fáðu ráðgjöf við valið á gæða útihúsgögnum

Heimsókn frá Carl Hansen & Søn og vefarinn mikli kemur!

Það eru spennandi heimsóknir framundan hjá okkur í Epal Skeifunni og í næstu viku fáum við til okkar „Benny the Weaver“, vefarann mikla ásamt sérfræðing frá Carl Hansen & Søn dagana 25. – 26. mars.
Benny hefur unnið hjá Carl Hansen í yfir 20 ár og er mikill meistari í þessari iðngrein og kemur hann til með að vefa nokkra Y-stóla. Sjón er sögu ríkari! Benny verður hjá okkur dagana 25. og 26. mars.

Fylgstu með á næstu dögum þegar við kynnum spennandi tilboð og happdrætti í tilefni heimsóknarinnar.

 

Glæsilegt Vipp Pencil Case Hótel

Vipp Pencil Factory er glæsilegt húsnæði Vipp á Íslandsbryggju, Kaupmannahöfn sem staðsett er í 100 ára gamalli blýantaverksmiðju, nánar tiltekið verksmiðjan sem framleiddi gulu Viking skólablýantana sem allir þekkja.

Í Pencil Factory stafrækir Vipp einnig spennandi matarklúbb, Vipp Supper club þar sem eftirsóttir matreiðslumenn allstaðar frá úr heiminum mæta og hýsa svokallaða pop-up kvöldverðarklúbba.

Nýlega var kynnt til sögunnar Vipp Pencil Case sem er einstakt gistirými í þessu glæsilega húsnæði, og er aðeins um eitt hótelherbergi að ræða.

Í sólríkum hluta á neðri hæð fyrrum-verksmiðjunnar er að finna einstaklega fallega 90 fermetra íbúð. Íbúðin er með björtu og opnu eldhúsi þar sem að sjálfsögðu má finna Vipp eldhúsinnréttingu, húsgögn og ljós, og er þetta glæsilegur gistimöguleiki fyrir hönnunarmeðvitaða gesti.

Fjölbreytt úrval listaverka er blandað saman við húsgögn og hönnun úr vörulínum Vipp og skapar notalegt heildarútlit. Vipp býður auðvitað Viking blýanta sem gerir þér keift að eiga skapandi stund, og ef þú ert ekki ánægð/ur með útkomuna, þá er Vipp ruslafatan til taks…

CH24 í níu nýjum litum

Til að fagna yfir 70 ára samstarfi Hans J. Wegner og Carl Hansen & Son er Wishbone stóllinn nú kynntur í níu nýjum litum sem sérvaldir eru af heimsþekkta hönnuðinum Ilse Crawford.

Hans J. Wegner hannaði Wishbone stólinn árið 1949 fyrir Carl Hansen og hefur stóllinn verið framleiddur samfellt í meira en 70 ár. Til að fagna þessum tímamótum hefur Ilse Crawford valið níu matta liti sem gefa stólnum nýtt yfirbragð. Hönnuðurinn segist hafa sótt innblástur sinn í verk danska listamannsins Per Kirkeby, þar sem litirnir ná að fanga fegurð norræns landslags.

“Litirnir eru klassískir og stjórnast ekki af tískustraumum líðandi stundar, heldur litir sem færa dýpt og margbreytileika á hvaða heimili sem er”, segir Ilse.

Wishbone stóllinn (CH24) í nýjum litum verður kynntur frá mars til desember 2022.

Pewter er fyrsti liturinn úr nýju línunni sem er fáanlegur og mun nýr litur vera kynntur í hverjum mánuði út árið.

20% afsláttur af EJ295 Chaise sófum frá Fredericia

Við kynnum nýtt og spennandi tilboð á glæsilegum Chaise sófum frá Fredericia. 20% afsláttur af Chaise sófum sem gildir til 30. júní 2022.

Fredericia Furniture er danskur húsgagnaframleiðandi með sögu sem nær aftur til ársins 1911. Fredericia framleiðir hágæða húsgögn með áherslu á handverk og þá fagurfræði sem dönsk húsgagnahönnun er þekktust fyrir. Kynntu þér Chaise sófana hjá okkur í Epal Skeifunni.

Samkeppni: Viltu vinna Stacked hillu frá Muuto?

Stacked hillurnar frá Muuto njóta mikilla vinsælda en hægt er að raða þeim saman á óteljandi vegu svo þær falli vel að þínum þörfum. Stacked hillurnar eru hannaðar af Julien De Smedt sem er heimsþekktur arkitekt. Stacked eru bráðsniðugar hillur sem eru klemmdar saman svo auðvelt er að breyta uppröðuninni. Hægt er að nota Stacked sem hefðbunda bókahillu, hliðarborð, jafnvel sem millivegg eða annað sem þér dettur í hug!

Nú bjóðum við 20% afslátt af öllum pöntunum af Stacked hillum og Stacked mini frá 1. – 31. mars 2022. 

Einnig verður skemmtileg samkeppni þar sem hægt er að vinna Stacked hillu! Raðaðu saman Stacked hillu eftir þinni hugmynd og Epal gefur einum aðila þá uppstillingu í gjöf *. Hægt er að útfæra þína hugmynd www.epal.is/samkeppni

Sendu svo þína hugmynd á samkeppni@epal.is *ekki þarf að ganga frá pöntun til að taka þátt í samkeppninni.

Hér að neðan má sjá hugmyndir af flottum uppstillingum af Stacked hillunum.

 

Nýtt! Vandaðar barnavörur frá Trixie

Trixie er splunkunýtt og krúttlegt vörumerki í Epal sem býður upp á frábært úrval af vönduðum barnavörum. Trixie vörurnar einkennast af litríkum og glaðlegum mynstrum sem vekja bros á vör, þvottapokar og handklæði fyrir yngstu krílin, ásamt viðarleikföngum og fallegum bólstruðum sessum sem passa á Tripp trapp stóla. Einnig gott úrval af skemmtilegum bakpokum, veskjum, regnhlífum og drykkjarbrúsum fyrir krakka á öllum aldri. Allar vörurnar eru úr 100% lífrænum bómull og FSC vottuðum við.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.is og heillastu með okkur af Trixie heiminum