Nýtt! Vandaðar barnavörur frá Trixie

Trixie er splunkunýtt og krúttlegt vörumerki í Epal sem býður upp á frábært úrval af vönduðum barnavörum. Trixie vörurnar einkennast af litríkum og glaðlegum mynstrum sem vekja bros á vör, þvottapokar og handklæði fyrir yngstu krílin, ásamt viðarleikföngum og fallegum bólstruðum sessum sem passa á Tripp trapp stóla. Einnig gott úrval af skemmtilegum bakpokum, veskjum, regnhlífum og drykkjarbrúsum fyrir krakka á öllum aldri. Allar vörurnar eru úr 100% lífrænum bómull og FSC vottuðum við.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.is og heillastu með okkur af Trixie heiminum