FERMINGARGJAFIR – HUGMYNDIR

Hér að neðan má sjá 21 hugmynd að fermingargjöfum handa bæði strákum og stelpum.

Hin sívinsælu leðurdýr frá Zuny eru flott í hilluna, Bókastoð, 9.200 kr. Bréfapressa, 6.400 kr.

Kivi kertastjakar frá Iittala kosta frá 2.300 kr.

Falleg gæðarúmföt frá HAY 13.250 kr.

Hang on fatahengi er skemmtilegt fyrir unglingaherbergið, 13.300 kr.

Hnötturinn er framtíðareign, til í fleiri litum, 20.900 kr.- 26.500 kr. (29.500 kr. með ljósi.)

HAY púðar í mörgum litum 14.300 kr. – 16.000 kr.

Krummi eftir Ingibjörgu Hönnu er klassísk íslensk hönnun 4.900 kr. – 7.950 kr. Herðatré og hengt í loft.

Api Kaj Bojesen er klassísk hönnun og framtíðareign fyrir fermingarbarnið, 21.650 kr.

Vasar í mörgum stærðum og litum frá Iiittala, hægt að nota undir blóm eða ýmsa smáhluti og er framtíðareign.

Hálsmen frá Hlín Reykdal 10.900 kr. til 22.900 kr.


Fuzzy er frábær kollur og íslensk hönnun í þokkabót, 56.400 kr. (viðarfætur) 61.500 kr.(lakkfætur)

Múmínbollar, 3.650 kr.

Mikið úrval af púðum í herbergið, þessir eru frá Ferm Living.

Acapulco stóllinn er glæsilegur, 75.800 kr.

Skartgripir frá Steinunni Völu / Hring eftir Hring eru vinsælir. Hálsmen, 10.350 kr. Tvöfalt hálsmen, 13.750 kr. Hringur, 7.850 kr. og eyrnalokkar, 4.500 kr.

Ekki Rúdolf eftir Ingibjörgu Hönnu er töff, 19.800 kr.

Pocket hillur eftir Nils Strinning eru eigulegar og henta vel undir uppáhaldshluti fermingarbarnsins. Frá 24.800 kr.

Rúm eru vinsæl á óskalista fermingarbarnsins, við seljum falleg rúmteppi frá HAY í mörgum litum og tveimur stærðum.

Íslenskt skartgripatré 7.600 kr.

Tréslaufa um hálsinn fyrir herra eða hringur handa stelpum, frá Hring eftir Hring.

Skartgripatré frá MENU er klassískt, 10.500 kr./ 14.950 kr.

Ef að þú ert enn í vandræðum að finna réttu gjöfina, þá aðstoðum við þig við leitina í verslun okkar.

NÝTT FRÁ NORMANN COPENHAGEN

Hér má sjá glænýtt og væntanlegt ljós frá Normann Copenhagen, Norm 12. Ljósið Norm 69 kom á markað árið 2002 og endaði það sem hönnunartákn um allann heim. Ljósið markaði einnig upphaf samstarfs Normann Copenhagen við danska hönnuðinn Simon Karkov. Og núna, áratug síðar hefur Simon Karkov hannað þetta nýja ljós sem er eflaust eftir að ná sömu hæðum í vinsældum og Norm 69 ljósið.

Innblástur sótti hönnuðurinn í náttúruna og má sjá tengingu í blóm og laufblöð þegar horft er á Norm 12 ljósið.

 Ljósið mun vera til í tveimur stærðum, og passa þau inná flest heimili og við marga ólíka stíla. Stærra ljósið væri fullkomið á ganginn eða í svefnherbergið, og það minna við eldhúsborðið.

FERM LIVING VEGGFÓÐUR

Veggfóðrin frá danska hönnunarfyrirtækinu Ferm Living eru æðislega flott og geta heldur betur hresst upp á heimilið. Innblástur veggfóðranna kemur úr ýmsum áttum, t.d. Skandinavískri náttúru, tísku, arkitektúr, flóamörkuðum og ferðalögum um heim allann. Veggfóðrin eru prentuð á WallSmart sem gerir það að verkum að mjög einfalt er að setja veggfóðrið upp. Hægt er að skoða video hvernig það er gert HÉR.

 

Litapalletta Ferm Living er falleg fyrir augað.

Þetta steypuveggfóður hefur notið mikilla vinsælda og gerir vegginn hráann og töff.

Krakkalínan er falleg, Bamba veggljósið er einnig frá Ferm Living.


Marmaraveggfóðrið er algjört æði og kemur með náttúrulegann blæ inná heimilið.

Hér að ofan má aðeins sjá brot af öllu úrvalinu, endilega skoðið heimasíðu Ferm Living HÉR og sjáið úrvalið en hægt er að panta öll veggfóður Ferm Living hjá okkur í Epal.

KALEIDO BAKKAR FRÁ HAY

Hin sænska Clara von Zweigbergk hannaði stórskemmtilegu Kaleido bakkana fyrir HAY. Bakkarnir koma í mörgum litum og eru þeir gerðir úr geómetrískum formum sem passar hvert inní annað, svo úr verður skemmtilegur leikur að búa til þína samsetningu. Bakkana má nota allt frá því að bera fram drykki, geyma smáhluti, skart, uppskriftir eða undir klink og lykla fram á gangi.

Þessi fallegu gylltu skæri eru einnig frá HAY og fást í Epal.

Litrík og skemmtileg hönnun frá HAY.