Nýtt : Arne Jacobsen

Árið 1937 teiknaði heimsfrægi danski arkitektinn Arne Jacobsen leturgerð fyrir Ráðhúsið í Aarhus. Nýlega fékk danska hönnunarfyrirtækið Design Letters leyfi til að hanna línu af heimilisvörum með upphaflegu leturgerð Arne Jacobsen á og útkoman eru bollar, viskastykki, diskar, krúsir og expresso bollar.

Hægt er að nota bollana ekki bara undir kaffi, en þeir eru einnig flottir á skrifborðið og jafnvel undir tannburstann.

Expresso bollana má einnig nota undir kerti.

 

Nýtt-Kanilkort

Kanilkort eru falleg tækifæriskort skreytt uppáhalds uppskriftunum og eru því tilvalin fyrir jólin: Súkkulaðibitasmákökur, Sara Bernhards & Laufabrauð. Kortin eru prentuð með letterpress prentaðferð á yndislegan bómullarpappír, en aðferðin sem er yfir fimmhundrum ára gömul var fundin upp af Jóhannesi Gutenberg. Kanilkortin eru prentuð hjá Reykjavík Letterpress, sem sérhæfa sig í þessu gamla handverki.




Þessi fallegu kort fást hjá okkur í Epal.

EPAL MÆLIR MEÐ

Hús Handanna á Egilsstöðum í samvinnu við Þorpið og austfirska listhandverksmenn standa nú að sýningu þar sem fimm endurgerðir af nytjahlutum sem tengjast Austurlandi eru sýndir í Á Skörinni, Austurstræti 10, Reykjavík. Um er að ræða tvo kunnuglega trékolla sem voru algeng eign á síðustu öld víða um land en í mismunandi formi og efni. Austfirsku kollarnir sem nú hafa verið endurgerðir hafa fengið nafnið Ömmukollur og Egilsstaðakollur. Það er Sigurður Ólafsson á Aðalbóli í Hrafnkelsdal sem framleiðir kollana í samvinnu við Epal.

Ömmukollurinn er smíðaður eftir fyrirmynd í eigu Sveinbjargar Hrólfsdóttur frá Reynihaga í Skriðdal og er þessi útgáfa sá kollur sem verður framleiddur og markaðssettur til að skapa nýjar minningar hjá ömmum nútímans.

Egilsstaðakollurinn var framleiddur frá 1954 á trésmíðaverkstæði Kaupfélags Héraðsbúa en var einnig árum saman skyldustykki í trésmíðum í Alþýðuskólanum á Eiðum. Egilsstaðakollurinn hefur nú verið endurgerður úr Hallormsstaðalerki.

 Eik á Miðhúsum hefur síðstliðin ár framleitt endurgerð af gamla góða spítujólatrénu og einnig endurgerð af silfurhring frá víkingaöld sem fannst við Þórarinsstaði við Seyðsisfjörð árið 1999.

Möðrudalssnaginn er einnig með í för til höfuðborgarinnar en snaginn er endurgerð eftir snögum sem Jón Stefánsson frá Möðrudal smíðaði gjarnan úr þeim efnivið sem var aðgengilegur á Fjöllum. Afkomandi hans Hulda Eðvaldsdóttir nýtti sér sköpunargleði langafa síns og notaði snagann sem innblástur í hönnun á Gibba gibb snögum sínum. Í kjölfar sýningarinnar  verður vefverslun Húss Handanna  opnuð um 20 nóvember n.k. www.hushandanna.is

Sýningin mun standa til og með 20.nóvember.

Á Skörinni, Aðalstræti 10, 101 Reykjavík.

EILERSEN OG HAY Í EPAL

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen á sögu sína að rekja allt aftur til ársins 1895 þegar hinn ungi Niel Eilersen starfaði sem hestakerrusmiður. Hann var sá fyrsti í Danmörku til að nota gufu til að beygja við, en þá aðferð notaði hann til að smíða kerruhjólin. Þegar sá tími kom að bílar tóku við af hestukerrum hóf Eilersen verksmiðjan að smíða sæti í bíla og rútur. En þegar að verksmiðjan brann til kaldra kola árið 1934 breyttust áherslur Eilersen algjörlega sem hóf þá að framleiða hágæða bólstruð húsgögn. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæðasófum sem njóta mikilla vinsælda í dag um heim allann.

Um helgina (föstudag og laugardag) verða hjá okkur sérfræðingar frá Eilersen sem veita ráðgjöf og einnig verður boðið upp á 20% afslátt af öllum húsgögnum þeirra ásamt húsgögnum frá HAY.

 Danska hönnunarfyrirtækið HAY þarf vart að kynna en það var stofnað árið 2002 og hefur hönnun þeirra notið gífurlegra vinsælla undanfarin ár. HAY bíður upp á fjölbreytt vöruúrval, húsgögn, teppi, púða og aðra smáhluti til að fegra heimilið. Um helgina (föstudag og laugardag) verða sérfræðingar hjá okkur frá HAY sem veita ráðgjöf og verður því boðið upp á 20% afslátt af öllum húsgögnum þeirra ásamt húsgögnum frá Eilersen.



 


 Komdu við í Epal um helgina og gerðu góð kaup!
Sjáumst.

Nýtt frá Tulipop

Krúttlegar fígúrur og litríkur heimur Tulipop er sköpunarverk Signýjar Kolbeinsdóttur, teiknara og hönnuðar. Tulipop hefur þróað úrval að litríkum og skemmtilegum gjafavörum sem hafa vakið mikla lukku meðal barna og fullorðinna, en fyrstu vörur fyrirtækisins komu á markað í mars 2010. Nýjasta hönnunin frá Tulipop er fallegur lampi með mikinn karakter sem kallast Herra Tré og er hann hugsaður bæði fyrir börn sem fullorðna. Lampinn er nýkominn í Epal og kostar hann 12.500 kr.

 


Frábær íslensk hönnun!