Nýtt frá Tulipop

Krúttlegar fígúrur og litríkur heimur Tulipop er sköpunarverk Signýjar Kolbeinsdóttur, teiknara og hönnuðar. Tulipop hefur þróað úrval að litríkum og skemmtilegum gjafavörum sem hafa vakið mikla lukku meðal barna og fullorðinna, en fyrstu vörur fyrirtækisins komu á markað í mars 2010. Nýjasta hönnunin frá Tulipop er fallegur lampi með mikinn karakter sem kallast Herra Tré og er hann hugsaður bæði fyrir börn sem fullorðna. Lampinn er nýkominn í Epal og kostar hann 12.500 kr.

 


Frábær íslensk hönnun!