Innlit: Børge Mogensen

Danska tímaritið BoBedre myndaði í fyrrasumar heimili Børge Mogensen, en þar fékk hönnuðurinn mikinn innblástur fyrir verk sín. Árið 1958 flutti Børge Mogensen ásamt fjölskyldu sinni á Soløsevej í norðurhluta Kaupmannahafnar. Børge Mogensen lést svo árið 1972, en minning hans lifir þó enn á gamla heimili hans á Soløsevej, en þar hefur öllu verið haldið eins og það var síðan fjölskyldan bjó þar. Heimilið er eins og safn en þar má finna fjölmargar prótótýpur ásamt fyrstu prufustykkjunum af húsgögnum hans sem flest eru heimsfræg í dag. Einnig má sjá þar verk eftir fjölskylduvini t.d. listamanninn Svend Wii Hanses, hönnuðinn Poul Henningsen, Kaare Klint ásamt fleirum.