NÝTT FRÁ BY LASSEN: STROPP HANKAR

Við vorum að fá skemmtilega nýjung frá by Lassen, Stropp er sniðugur hanki sem nota má á ótalmarga vegu, meðal annars undir viskastykkin í eldhúsinu, undir trefla og yfirhafnir á ganginum eða undir tímarit í stofunni. Stropp er úr leðri og koma tvö saman í pakka og kostar 9.900 kr. 
bylassen_031214_0183

bylassen_031214_0077

bylassen_031214_0089
bylassen_031214_0188 stropp_naturalcopperstropp_brownbrass stropp_naturalcopper_side

Við eigum til Stropp í brúnu og natur með brass festingum. 

NÝTT FRÁ BY LASSEN: TWIN BORÐ

Við vorum að fá glæsileg borð frá By lassen sem framleiðir hönnun eftir bræðurna Mogens Lassen og Flemming Lassen, tvo þekktustu arkitekta dana. Lassen bræðurnir voru einstaklega hæfileikaríkir og hlutu þeir fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína og arkitektúr. By Lassen er fjölskyldufyrirtæki og er þekktast fyrir að framleiða Kubus kertastjakann sem hannaður var af Mogens Lassen árið 1962.

Twin borðin eru innblásin af hönnun Mogens Lassens sem hreifst alla tíð af hreinum og beinum formum. Borðplötunni á Twin borðunum er hægt að snúa á tvo vegu en á hvorri hlið er ólík áferð eða litur. Borðplöturnar koma í svörtu og kopar, hvítu og eik, grængráu og látúni (misty green and brass). Því er hægt að gjörbreyta útliti borðsins með því að einfaldlega snúa við borðplötunni sem gerð er úr 6 mm þykku stáli.

bylassen_031214_0111 bylassen_031214_0123

Hægt er að nota Twin borðin sem hliðarborð, náttborð eða sem sófaborð með því að raða nokkrum saman.

twin_combiBorðplöturnar koma í svörtu og kopar, hvítu og eik, grængráu og látúni (misty green and brass).

twin_black_copper_combi

 

Auðvelt er að snúa borðplötunni við.

bylassen_0102-p by-lassen-kubus-8-weiss-kupfer-02_3
twintable-start_0

 

Twin borðin er glæsileg hönnun frá einu fremsta hönnunarfyrirtæki dana. Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og skoðaðu úrvalið.

NÝTT FRÁ MUUTO

Við vorum að fá mikið af nýjum vörum, meðal annars flotta vasa og marmarabakka frá skandinavíska hönnunarfyrirtækinu Muuto. Balance eru nýjir vasar frá Muuto hannaðir af Hallgeir Holmstvedt. Vasarnir eru fastir á bakka með notkun segla sem gefur þeim skemmtilega notkunarmöguleika.

Balance_3_vase_set_blockcolor_flowers_tilt Balance_vase_set_black_flower-- Balance_vase_set_black_flowers_

Houseboat shoot

Creativ Boards groove_white_largesmall groove_grey_largesmall groove_green_largesmall1

Marmari hefur verið afar vinsæll undanfarið og eigum við til gott úrval af fallegum hönnunarvörum úr marmara. Hitabakkarnir frá Muuto eru nýjasta viðbótin, en við eigum einnig til ýmsa aðra fallega muni, meðal annars marmaraklukku.

BRÚÐKAUPSGJAFALISTAR

Við bjóðum væntanlegum brúðhjónum upp á þá þjónustu að útbúa gjafalista hjá okkur, það auðveldar oft gestum valið á réttu gjöfinni. Einnig bjóðum við upp á gjafabréf sem hafa verið vinsæl.

Það er auðvelt að búa til gjafalista fyrir brúðkaupið hjá okkur, þið komið við í verslun okkar í Skeifuna 6 á venjulegum opnunartíma og við hjálpum ykkur að búa til brúðkaupsgjafalista. Einnig er hægt að búa til gjafalista í verslun okkar í Kringlunni en þar má finna brot af því besta sem við bjóðum upp á.


Epal-bryllup

 

 

Einnig er hægt að búa til gjafalista í vefversluninni okkar og senda hann svo í tölvupósti. Starfsmenn okkar hafa ekki aðgang að gjafalistum sem eru búnir til á netinu.

BESTA VERÐIÐ: OMAGGIO SILFURÚTGÁFAN

Omaggio vasarnir frægu hafa varla farið framhjá neinum, en þessir glæsilegu vasar sem um ræðir eru frá danska keramíkfyrirtækinu Kähler sem á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1839. Nú er hægt er að panta Omaggio silfur vasann frá Kähler. En hann er væntanlegur í fyrstu vikunni í júní. Tryggðu þér eintak í dag og við höfum samband þegar pöntunin er tilbúin til afhendingar.

omaggio-soelv-lille-mellem5

Omaggio_vase_med_s_lvstriber_ka__776_hler_vase_s_l(1)

KAH-305-3-510x600

KAH-305

 

Smelltu HÉR til að kaupa silfur Omaggio vasa 30,5 cm í vefverslun okkar. Verð 9.950 kr.

omaggio

Smelltu HÉR til að kaupa silfur Omaggio vasa 20 cm í vefverslun okkar. Verð 8.450 kr.

Omaggio vasarnir eru á besta verðinu í bænum í Epal.

NÝTT: UMHVERFISVÆNAR & MARGNOTA FLÖSKUR

24 bottles eru umhverfisvænar, endingargóðar og margnota flöskur úr ryðfríu stáli. Flöskurnar koma í mörgum litum svo hver og einn ætti að geta fundið lit við sitt hæfi. Flöskurnar eru góðar í ræktina, í ferðalagið, í vinnuna og í bílinn. Ásamt litríku og flottu vatnsflöskunum þá eru einnig til minni stálflöskur sem henta vel undir krydd og ólífuolíu en ryðfrítt stál er besta efnið til að viðhalda gæðum kryddsins og olíunnar.

1459938_424984337602882_1245251586_n 10941519_612694768831837_8082178147307375373_n Screen Shot 2015-05-13 at 11.40.04 Screen Shot 2015-05-13 at 11.39.5010256451_478730078894974_6178225692432140344_n

Hægt er að merkja litlu flöskurnar, hér eru flöskur sem geyma kaffi, mjólk, sykur og sýróp.



steel-538x538Screen Shot 2015-05-13 at 11.37.38 1185891_402987209802595_1554802467_n10806363_589007081200606_6162204763386764301_n

24 bottles henta við hvaða tækifæri, kíktu við og sjáðu litaúrvalið. 

Fæst í Epal.

ÁHUGAVERÐUR FYRIRLESTUR 10.MAÍ : DANISH MODERN

Í tengslum við sýninguna SAMSPIL – SIGURJÓN ÓLAFSSON OG FINN JUHL, Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar, mun Aðalsteinn Ingólfsson halda fyrirlestur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi sunnudaginn 10. maí kl. 15:00.

Heiti fyrirlestrarins er DANISH MODERN: Finn Juhl og gullöld danskrar húsgagnahönnunar. Aðalsteinn ætlar að fjalla um tilurð og þróun nýrrar húsgagnahönnunar í Danmörku á árunum 1930-1960, með sérstakri áherslu á áhrifavalda og aðstæður, og helstu merkisbera þessarar hönnunar, einkum og sérílagi Finn Juhl.

Á sýningunni í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar eru meðal annars húsgögnin sem Juhl kynnti fyrst árin 1940 og 1941 ásamt verkum eftir Sigurjón, sem Juhl valdi fyrir heimili sitt og teiknistofu. Núna 75 árum eftir að Pelikan stóllinn var sýndur í fyrsta skipti á húsgagnasýningu Snedkerlaugets í Kaupmannahöfn, ásamt tréskúlptúr eftir Sigurjón, er þessi stóll meðal vinsælustu húsgagna Finns Juhl.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er opið laugardaga og sunnudaga milli klukkan 14 og 17. Frá 1. júní verður opið alla daga nema mánudaga.

finn_juhl

Við mælum með sýningunni SAMSPIL – SIGURJÓN ÓLAFSSON OG FINN JUHL, Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar. Á sýningunni eru meðal annars húsgögn sem Finn Juhl sýndi á Snedkerlaugets Møbeludstilling í Kaupmannahöfn 1940 og 1941, stóllinn Pelikanen og sófinn Poeten, ásamt skúlptúrum eftir Sigurjón sem Finn Juhl valdi í samleik við húsgögn sín.

One Collection og Epal styrkja sýninguna.

LOUIS POULSEN : AFMÆLISÚTGÁFA COLLAGE

Fallega ljósið Collage var hannað af danska hönnuðinum Louise Campbell fyrir Louis Poulsen ljósaframleiðandann. Collage er eitt af þekktari ljósum frá danska ljósaframleiðandanum og vekur alltaf athygli, en fallegt mynstur ljóssins gerir það einstaklega elegant og aðlaðandi.

Collage er samsett úr þremur skermum sem mynda dýpt og fallegt skuggaspil eins og sjá má úti í skógi þegar sólargeislar brjótast í gegnum tréin, en það er einmitt þaðan sem Louise Campbell sótti innblástur sinn við hönnun ljóssins árið 2005.

Í tilefni af 10 ára afmæli ljóssins valdi Louise Campbell fjóra nýja liti á ljósið sem allir eru með möttu yfirbragði, hvítt, fölbleikt (rose), dökk grænt og blá grátt.

collage-pendant-lamp-louis-poulsen-4

11150542_10152976853897917_8143309583294189297_n

Screen Shot 2015-05-06 at 14.16.06 Screen Shot 2015-05-06 at 14.15.28 Screen Shot 2015-05-06 at 14.15.58Screen Shot 2015-05-06 at 14.15.19

Louise Campbell er einn fremsti danski hönnuðurinn í dag.

Collage kemur í tveimur stærðum og hentar það vel fyrir heimili jafnt sem fundarherbergi fyrirtækja, veitingarhús og biðsali.

Kíktu við í verslun okkar í Skeifunni og fáðu frekari upplýsingar um afmælisútgáfu Collage ljóssins.

 

MÆÐRABLÓMIÐ : TULIPOP

Mæðrablómið er falleg lyklakippa sem Tulipop sá um að hanna og framleiða til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.

Á mæðradaginn, ár hvert, hefur ,,Mæðrablómið” verið selt sem fjáröflunarleið fyrir Menntunarsjóðinn, en sjóðurinn hefur frá stofnun árið 2012 styrkt um 52 efnalitlar konur til náms. Konurnar hafa verið styrktar til margs konar náms, s.s. við framhaldsskóla, Tækniskólann, háskóla og til að fara á ýmiss hagnýt námskeið. Sumar hafa þegar lokið háskólaprófi eða fagmenntun á ákveðnu sviði, sumar eru í miðjum klíðum og enn aðrar eru að ljúka námi á þessu ári eða í vor. Flestar eða allar þessara kvenna hefðu ekki átt þess kost að fara í nám hefðu þær ekki hlotið styrk úr Menntunarsjóðnum.

Sala á Mæðrablómslyklakippunni hefst nú á laugardag þar sem mæðradagurinn er á sunnudag, 10. maí, og mun halda áfram á meðan birgðir endast enda varan falleg gjöf sem hentar við margvísleg tækifæri.
KrSIjglL35s5QQ89DdIQY8xh6wCUuIVE1haQGkGSRx0

Tjb-K0e-XFTcrdXA1v6PmDyuELfX3LLR9yOr349ImyA
VlVTsqFTD5oIEXxscCZH4GZ1bqNJJSkmJMhPI-2l14g

 

Sala á Mæðrablóminu hefst laugardaginn 9.maí og mun það kosta 2.500 kr.