Íslensk hönnunarklassík – INKA húsgögn Gunnars Magnússonar

2023 endurútgáfa af INKA húsgögnum Gunnars Magnússonar – íslenskri hönnunarklassík frá 1962, er nú fáanleg í verslunum Epal.
Gunnar Magnússon er eitt af stærstu nöfnum íslenskrar hönnunarsögu og húsgögn hans hafa vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi. Inka línan er ein af tímalausu og klassísku vörulínum hans, og sú fyrsta sem FÓLK endurútgefur.
Inka hönnunin eftir Gunnar Magnússon var upprunalega hönnuð árið 1962 og FÓLK hefur nú hafið endurútgáfu á vörum Gunnars, í samræmi við sjálfbærni- og hringrásaráherslur fyrirtækisins.
Form Inka einkennist af tveim ferningum, tengdum saman með láréttri línu sem skapa form sófans og stólsins. Armarnir eru breiðir, með pláss fyrir olnboga, góða bók eða kaffibolla. Kostur hönnunarinnar er að húsgögnin geta staðið á miðju gólfi og verið falleg frá öllum hliðum.
Gunnar hannaði Inka línuna á meðan hann var við nám og störf í Kaupmannahöfn, þar sem hann starfaði undir handleiðslu og í návígi við nokkra af þekktustu hönnuðum Danmerkur, meðal annars Børge Mogensen.
Húsgögnin eru úr FSC vottaðri eik eða aski og hægt er að velja áklæði í ýmsum litum.

Nýtt tilboð! Uchiwa hægindarstóll frá HAY – frítt skammel

Nýtt tilboð! Kaupir þú Uchiwa hægindarstól fylgir skammel frítt með.*

Uchiwa er glæsilegur og einstaklega þægilegur bólstraður hægindarstóll frá danska hönnunarmerkinu HAY. Uchiwa er fáanlegur í tveimur útfærslum og til 31. mars 2024 fylgir skammel frítt með hverjum keyptum stól.

Hægindarstóllinn Uchiwa var hannaður af hönnunartvíeikinu Doshi Levien fyrir HAY og sóttu þau sér innblástur fyrir fallega lögun stólsins í hefðbundna japanska Uchiwa blævængi.

“Þegar við byrjuðum að hanna, það sem í dag er Uchiwa stóllinn, vildum við hanna stól sem væri veglegur og væri mjúkur, og við vorum að horfa á lögun japanska Uchiwa blævængsins. Uchiwa blævængurinn er flatt, tvívítt form, og okkur tókst að breyta forminu í þennan umvefjandi stól.” Doshi Levien.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu faglega ráðgjöf við valið.

*Tilboð gildir til 31. mars 2024. Verð frá 255.900 kr. 

20% afsláttur af Auping rúmum dagana 22. – 24. febrúar

Dagana 22. – 24. febrúar bjóðum við 20% afslátt af öllum pöntunum frá Auping. Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig. 

Sérfræðingur frá Auping verður hjá okkur í Epal Skeifunni dagana 22. – 24. febrúar og í tilefni þess veitum við 20% afslátt af öllum pöntunum frá Auping. Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár og er útkoman bæði nútímaleg og klassísk gæða rúm sem hægt er að sérsníða fyrir hvern og einn viðskiptavin, með ótal möguleikum varðandi dýnur, áklæði og liti, sem gerir það að verkum að Auping rúm passar hvaða heimili sem er.

Auping var stofnað árið 1888 í Hollandi og með yfirgripsmikilli þekkingu ásamt nýjustu tækniþróun tekst þeim að veita þér besta mögulega nætursvefninn í fallegu og nútímalegu rúmi sem tryggir góðan stuðning, góða loftun og frábæra endingu. Auping hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu í gegnum árin og hefur hlotið fjölmörg verðlaun og vottanir á sviði sjálfbærni, áreiðanleika, gæða og hönnunar, m.a. Red Dot, IF hönnunarverðlaunin og fl. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi, með virðingu fyrir umhverfinu.

Heilbrigt og orkuríkt líf byrjar með góðum nætusvefn. Með Auping rúmi byrjar þú daginn vel hvíld/ur og full/ur af orku!

Jafnlaunastefna Epal

Stefna Epal er að vera vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt í hvívetna og þar sem allt starfsfólk nýtur sömu tækifæra til starfsþróunar og fræðslu ásamt því að greidd skuli jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum þáttum.

Epal hefur innleitt jafnlaunakerfi skv. ÍST 85:2012 á grundvelli 7. gr. laga nr. 150/2020 um jafnlaunavottun sem hefur það meginmarkmið að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks Epal og er órjúfanlegur hluti af launastefnu þess. Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að lögð hafi verið fram gögn sem sýna fram á það, með fullnægjandi hætti, að launakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á grundvelli kyns.