Atlason Studio hlýtur virtustu hönnunarverðlaun Bandaríkjanna, National Design Awards 2023

Í dag var tilkynnt að íslenska hönnunarstofan Atlason Studio hafi hlotið verðlaun í flokki vöruhönnunar á stærstu og virtustu hönnunarverðlaunum Bandaríkjanna, Cooper Hewitt National Design Awards 2023.

Verðlaunin eru veitt árlega af Cooper Hewitt hönnunarsafninu, hönnunarhluta Smithsonian stofnunarinnar, og voru stofnuð í samstarfi við Hvíta húsið. Í kjölfar tilkynningar á vinningshöfum hefst þétt kynningardagskrá tengd vinningshöfum sem ætlað er að auka vitund almennings í Bandaríkjunum um áhrif hönnunar í daglegu lífi. Sú dagskrá nær hámarki í Hönnunarviku (e. National Design Week) í október en þá fer formleg afhending verðlaunanna fram við mikla athöfn.

Íslensk hönnun í New York

Atlason Studio var stofnuð í NY árið 2004 af Hlyni Vagni Atlasyni með nýstárlega og frumlega nálgun að markmiði: „Við erum í skýjunum með þessar fréttir. Þetta er auðvitað einstakur heiður en hönnunarverðlaunin eru þau virtustu og þekktustu hér í Bandaríkjunum, og þó víðar væri leitað. Þá er sérstaklega ánægjulegt að fá viðurkenningu frá öðrum fagaðilum,“ segir Hlynur sem flutti upphaflega til Bandaríkjana til að stunda nám við Parsons School of Design í New York.

Óhætt er að segja að Atlason Studio hafi vaxið og dafnað frá stofnun þess árið 2004 en stofan hefur átt í samstarfi við mörg af þekktustu fyrirtækjum og vörumerkjum heims, t.d. Design Within Reach, Museum of Modern Art, Heller, L.Ercolani, Johnson & Johnson, L‘Oreal, Microsoft, IKEA, X-box og Stella Artois.

Atlason loks til Íslands

Hingað til hafa vörur Atlason Studio ekki fengist á Íslandi en það stendur nú til bóta þegar húsgögn hans verða hluti af vöruúrvali í Epal: „Ég hef þekkt Hlyn lengi og fylgst náið með hans magnaða ferli frá því hann tók sín fyrstu skref á hönnunarbrautinni í Parsons þar til í dag, þegar það má segja að hann hafi sigrað hönnunarheiminn í Bandaríkjunum! Við höfum haft þann heiður að sýna vörur hans í Epal á HönnunarMars og nú er það okkur sönn ánægja að ganga skrefinu lengra og bjóða vörur eftir hann til sölu hér í Epal í haust,“ segir Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal.

Sóley Organics kynning og kaupauki föstudaginn 18. ágúst

Íslenska húðvörumerkið Sóley Organics verður með kynningu hjá okkur í Epal Skeifunni á föstudaginn nk. á milli klukkan 14 – 18. Í tilefni þess fylgir kaupauki með hverri sölu!
Sóley Organics eru íslenskar hágæða húðvörur úr hreinum og náttúrulegum innihaldsefnum. Húðvörurnar frá Sóley Organics eru framleiddar á Íslandi með fersku íslensku vatni, villtum íslenskum jurtum og vandlega völdum lífrænum ilmkjarna olíum.
Verið hjartanlega velkomin,

Menningarnótt í Epal á Laugavegi – sjáðu dagskrána

Á Menningarnótt verður skemmtileg dagskrá í Epal á Laugavegi og því tilvalið tækifæri að heimsækja glæsilega verslun okkar í hjarta miðborgarinnar. Vinsæli pappamyndakassi teiknarans Lindu Ólafsdóttur verður á staðnum ásamt því opnar ljósmyndasýningin UNDUR þar sem sýndar verða glæsilegar landslagsmyndir Brynjars Ágústssonar ljósmyndara.. Snyrtivörukynning frá Iceland Skincare frá 15-17 og falleg íslensk hönnun á Menningarnótt í Epal á Laugavegi 7. Sjáumst!

Á Menningarnótt verður starfræktur einstakur passamyndakassi, þar sem gestir geta setið fyrir og keypt handteiknaðar portrettmyndir. Linda Ólafsdóttir, teiknari, situr í kassanum í anddyri verslunarinnar og hraðteiknar portrett sem svo renna sjóðheit út um litla lúgu líkt og í hefðbundum passamyndakassa. Passamyndakassinn er ekki bara maskína sem framleiðir ódauðleg listaverk, heldur líka spjallkassi þar sem tækifæri gefst til að ræða við teiknarann um veðrið og tilfinningar svo eitthvað sé nefnt.

Af hverju seldu portretti renna 1000kr. til Bergsins – Headspace.  Kassinn verður opinn frá klukkan 14 til 18.

Opnun ljósmyndasýningarinnar U N D U R verður í Epal Gallerí, Laugavegi á Menningarnótt. Formleg opnun hefst kl 14:00 og verða léttar veitingar í boði. www.brynjarart.com
U N D U R er nálgun Brynjars á landslagsljósmyndun, þar sem stærð, staðsetning og skalar eru margræð og leyndardómsfull. Brynjar hefur fengist við ljósmyndun um áratugi og er U N D U R hans fyrsta einkasýning.
Í verkunum leitast Brynjar við að afhjúpa hið óhefðbundna og dulda sjónarhorn landslagsins, sem skorar á skynjun og skilning áhorfandans. Brynjar leitast við að fanga undrið handan túlkunar og þess auðskiljanlega. U N D U R er áskorun á áhorfandann til að sleppa tilhneigingunni til að skilja eða útskýra myndefnið, og leyfa núvitundinni og hinu undræna að taka við.
Sýningin stendur frá 19. ágúst – 19. september 2023.
+

Photo by: Brynjar Ágústsson Photography – (www.panorama.is)
Photo by: Brynjar Ágústsson Photography – (www.panorama.is)
Ásamt því verður snyrtivörukynning frá Iceland Skincare frá klukkan 15-17 og fylgir kaupauki með hverri keyptri vöru.
Iceland Skincare er íslensk vegan húðvörulína í umhverfisvænum pakkningum. Meðal tegunda í línunni má nefna skemmtileg andlitsserum eins og augnserum, liftandi serum, rakaserum ásamt náttúrulegum svitalyktareyðum án hormónatruflandi efna.
Sjáumst á Menningarnótt í Epal á Laugavegi 7! 

Til hamingju með daginn!

Við eigum öll rétt á að vera við sjálf. Skápar eru hannaðir
fyrir fallega hluti, ekki fallegt fólk. Til hamingju með daginn.

Hinsegin dagar 2023.

Posted in Óflokkað

Puffin Pride er kominn aftur

Puffin Pride er mættur aftur!
Epal í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson kynna Puffin Pride sem kemur í takmörkuðu upplagi í tengslum við Hinsegin daga í Reykjavík. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Regnbogafáninn var hannaður árið 1978 í San Francisco. Litirnir áttu að tákna samfélag og fjölbreytileika hinsegins fólks.
Hluti söluverðs lundans rennur til Hinsegin daga í Reykjavík sem eru sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök sem stýrt hafa hátíðarhöldum við gleðigönguna í Reykjavík undanfarin ár.
Þú finnur Puffin Pride í verslunum Epal og í vefverslun Epal.is