HönnunarMars í Epal dagana 23. – 27. apríl

Epal tekur þátt í HönnunarMars sextánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun.
Til sýnis verður áhugaverð hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og sumir einnig á erlendri grundu.
Opnunarhóf 23. apríl frá klukkan 17:00 – 19:00.
Sýnendur:
Arkitýpa
Aska bio Urns
bybibi
Dýpi
Endurgerð á stól eftir Hjalta Geir
Feik eða ekta?
Guðmundur Lúðvík
Hlynur Atlason
Kula by Bryndis

Salún
Sigurjón Pálsson
Ægir Reykjavík
Í ár kynnir Epal nýja vörulínu sem unnin er út frá baðmenningu Íslands. Heiti vörulínunnar er BAÐ sem unnin er í samstarfi við Flothettu, Ihanna Home, Margréti Jónsdóttur leirlistakonu og Sóley Organics.
Hönnuðir verða á staðnum á eftirfarandi tímum:
Föstudag á milli kl.15-18 og laugardag milli kl. 12-16.
Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja hönnun og gæðavörur sem skara fram úr. Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.
Sjáumst á HönnunarMars í Epal Skeifunni.
Athugið. Lokað verður fimmtudaginn, Sumardaginn fyrsta.