Afmælistilboð – Svanurinn með 20% afslætti

Við kynnum frábært afmælistilboð á Svaninum eftir Arne Jacobsen.

Svanurinn var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1958 fyrir anddyri og setustofur á SAS Royal Hótelinu í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma þótti Svanurinn nýstárlegur stóll, engar beinar línur – heldur aðeins mjúkar línur. Þessi formfagri og klassíski stóll hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi og er framleiddur hjá Fritz Hansen.

Svanurinn er nú á frábæru tilboði til 1. ágúst í áklæðunum Christianshavn, Fame og Aura leðri og því hægt að sérsníða stólinn að þínum smekk.

Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni og kynnið ykkur Svaninn á tilboði.

50% afsláttur af náttborðum, náttlömpum og skammelum frá Jensen

Við kynnum nýtt og glæsilegt tilboð frá Jensen sem gildir til 30. júní 2020.

50% afsláttur af náttborðum, náttlömpum og skammelum. 

Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár.

Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

EJ 220 sófinn er 50 ára í ár

EJ 220 sófinn er 50 ára í ár og bjóðum við í tilefni þess upp á 25% afslátt af sófanum til 31. september 2020.

Erik Jørgensen (1928-1998) var lærður bólstrari og söðlasmiður og stofnaði hann fyrirtæki sitt Erik Jørgensen Møbelfabrik árið 1954 í Svendborg. Upp úr 6. áratugnum var Erik mjög upptekinn af þeirri hugmynd að endurhanna hinn hefðbundna sófa og gera þetta vinsæla húsgagn fagurfræðilega aðlaðandi og þægilega upplifun í senn. Erik hafði hæfileika í því að sameina gott handverk og þekkingu á efnum við nýjustu tískubylgjur í hönnun og var útkoman kassalaga sófinn EJ220 sem nýtur í dag gífurlega mikilla vinsælda og er svo sannarlega klassísk hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf við valið ásamt upplýsingum um verð.

 

Epal mælir með : Viðhald húsgagna með Guardian

Öll húsgögn þarfnast viðhalds

Guardian ver húsgögnin þín og viðheldur fegurð þeirra og verðgildi með vörulínum sem eru sérstaklega hannaðar til að verja leður, textíl, við og fleira. Náttúruleg efni eins og leður og við þarf að hugsa vel um og með því að hreinsa og bera á húsgögnin haldast þau falleg um ókomna tíð.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur betur þessar gæða vörur. Hægt er að hafa samband við starfsfólk okkar í húsgagnadeild varðandi faglega ráðgjöf hvaða Guardian vöru skal velja, gott er að senda tölvupóst á epal@epal.is. Sjá einnig í vefverslun Epal https://www.epal.is/vorumerki/guardian og á heimasíðu Guardian. 

Við mælum með að skoða þetta myndband hér að neðan frá Fritz Hansen og Carl Hansen & son sem leiðbeinir varðandi umhirðu á leður og viðarhúsgögnum.