ÍSLANDSBAKKINN

Grein um Íslandsbakkann birtist í Lífinu með Fréttablaðinu í morgun.

Það voru þær Unnur Ýrr Helgadóttir og Marikó Margrét Ragnarsdóttir sem hönnuðu Íslandsbakkann sem fæst hjá okkur í Epal. Íslandsbakkinn er fallega myndskreyttur bakki sem hægt er að nota til að bera fram veitingar eða jafnvel sem veggskraut.

Falleg íslensk hönnun.

LUCIE KAAS

Það var ekki fyrr en árið 2012 sem danska hönnunarfyrirtækið Lucie Kaas var stofnað, en þeirra markmið er að koma fram með tímalausa og fallega hönnun. Þeir byrjuðu á því að hefja endurframleiðslu á nokkrum þekktum vörum frá fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum. Þar má nefna t.d. tréfígúrúr Gunnar Flørning og Arne Clausen collection sem er lína af skálum og borðbúnaði með lótusmynstri, sem fjölmargir ættu að kannast við.

Á stuttum tíma hefur Lucie Kaas náð gífurlegum árangri og eru vörurnar seldar í verslunum um heim allan, t.d. Epal!

ÁRLEGUR LITUR VIPP : YELLOW FELLOW

Danski ruslafötuframleiðandinn VIPP hefur tilkynnt hver litur ársins 2014 er, liturinn kallast Yellow Fellow og er bjartur ljósgulur litur. Undanfarin ár hefur VIPP línan komið í nýjum og fallegum litum hvert ár og má þar t.d. nefna Ray of Grey árið 2013, Kaupmannarhafnar grænan árið 2012 og svo Reykjavík Blue árið 2007. Einnig hafa nokkrum sinnum verið gefnar út sérstakar línur í takmörkuðu upplagi þá í samstarfi við t.d. Louvre safnið, Collette í París og listamanninn Damien Hirst.

Vipp á sögu sína að rekja allt til ársins 1939 og fagnar því í ár 75 ára afmæli ruslafötunnar. Þrátt fyrir aldurinn er ekkert farið að sjá á VIPP ruslafötunni sem ennþá nýtur gífurlegra vinsælda um heim allann, á hárgreiðslustofum, tannlæknastofum og á heimilum.

“Þegar pabbi hannaði ruslafötuna fyrir hárgreiðslustofu móður minnar árið 1939, var hún upphaflega bara handa henni. Það að við séum að dreifa ruslafötunni sem hann skapaði um heim allan og að hún sé jafnvel til sýnis á hönnunarsafninu MoMa í New York, það hefði gert hann gífurlega stoltann.” -Jette Egelund, dóttir stofnandans Holger Nielsen.

Hér að ofan má sjá áhugavert video um gerð VIPP.

FERM LIVING SS14

Hér að neðan má sjá væntanlega vor og sumarlínu frá Ferm Living. Línan er mjög fjölbreytt og falleg eins og þeim er einum lagið. Við fáum línuna í verslun okkar með vorinu og munum við setja inn tilkynningu þegar vörurnar koma á facebooksíðu Epal sem finna má hér.



SMART NESTISBOX FRÁ BLACK+BLUM

Nýju nestisboxin frá BLACK+BLUM eru stórsniðug en líka smart. Lokið sem er úr bambus er hægt að nota sem bretti til að skera meðlæti á, t.d. epli og tómata, einnig virkar það sem hinn fínasti diskur. Nestisboxið er úr áli og er því einstaklega létt og kemur það í þremur litum, silfur, grænum og bleikum.

 

Stórsniðugt í vinnuna eða skólann.