Litaspjald sögunnar – kvöldganga fimmtudaginn 29. júlí

Gefið hefur verið út leiðbeiningarit með dæmum um vel heppnaða litasetningu húsa sem samræmist aldri þeirra og gerð. Ritið er samstarfsverkefni framtakssamra einstaklinga og hönnuða sem hlutu fyrir því styrk úr Húsafriðunarsjóði og fengu Minjastofnun, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Húsverndarstofu í lið með sér við vinnslu þess. Litaspjald sögunnar er aðgengilegt í pdf útgáfu  á vef Minjastofnunar Íslands, Húsverndarstofu og Epal en verður einnig fáanlegt útprentað í helstu málningarvöruverslunum.

Litaspjald sögunnar bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðu Húsverndarstofu www.husverndarstofa.is og hér: https://borgarsogusafn.is/…/litaspjald_sogunnar_web.pdf

Höfundar leiðbeiningabæklingsins Litaspjald sögunnar munu leiða kvöldgöngu sem Borgarsögusafn Reykjavíkur stendur fyrir fimmtudaginn 29. júlí kl. 20.

Fjallað verður um hús sem koma fyrir í nýja leiðbeiningabæklingnum. Litaspjaldið tekur mið af íslenskri húsagerðasögu og er ætlað að aðstoða þá sem vilja virða sögu húsa sinna, kinka kolli til uppruna þeirra og láta það verða hluta af fallegum samhljómi lita. Húsin sem fjallað verður um eru frá mismunandi tímaskeiðum og þykja til fyrirmyndar hvað varðar litaval.

Gangan hefst í Grófinni kl. 20 og er öllum velkomin.

ATH! Gestir eru beðnir um að gæta fyllstu sóttvarna samkvæmt gildandi reglugerðum

 

Litir hafa áhrif á líðan okkar. Þeir móta skynjun okkar á umhverfinu og hafa bein áhrif á tilfinningalífið. Litasamsetningar eru breytilegar, fara eftir tíðaranda, tísku og smekk, og endurspegla þannig menn – ingu okkar og sögu.

Íslendingar hafa verið óhræddir við breytingar og sá eiginleiki endurspeglast gjarnan í því hvernig við málum húsin okkar. Sumir sjá liti húsa sem táknmynd einstaklingsfrelsis og mála í skærum litum sem kalla á augað eða tefla saman ólíklegustu litum. En oft tekst vel til og litavalið undirstrikar stíl og svipmót byggingarinnar, það gleður augað og eykur gildi hússins og umhverfisins.

Í miðbæ Reykjavíkur má víða sjá byggingar í fallegum litum, jafnvel heilar götumyndir þó sums staðar hafi einnig tekist misjafnlega til. Ég geng mikið um bæinn og á einni slíkri göngu kviknaði hug – myndin um að útbúa mætti litaspjald til að auðvelda fólki að velja liti sem hæfðu eldri húsum og umhverfi þeirra. Litaspjald sem tæki mið af íslenskri húsagerðarsögu og gæti verið til leiðbeiningar og aðstoðar þeim sem vilja sýna húsum sínum tilhlýðilega virðingu, kinka kolli til uppruna þeirra og láta þau verða hluta af fallegum samhljómi lita.

Í vor veitti Minjastofnun Íslands styrk úr húsafriðunarsjóði til að þróa litaspjald í þessum anda og í framhaldinu var myndaður starfs – hópur um verkefnið, fólks sem unnið hefur við endurgerð eldri húsa um árabil. Verkefnið hefur verið gefandi og skemmtilegt og hópur – inn hefur unnið vel saman. Afraksturinn er að finna í þessu leiðbein – ingariti þar sem birtar eru ljósmyndir af tuttugu og átta eldri húsum frá mismunandi tímaskeiðum sem þykja til fyrirmyndar hvað varðar litaval og samhengi við uppruna og stíl húsanna.

Litaprufur og litanúmer fylgja með til að auðvelda þeim sem hyggj – ast mála eldri byggingar að sækja sér innblástur og leiðbeiningar. Litanúmerin fylgja alþjóðlegu kerfi, NCS, sem er óháð framleið – endum en íslenskir málningarframleiðendur hafa góðfúslega styrkt útgáfuna.

Flest kjósum við að umhverfi okkar myndi samhljóm og sé að – laðandi. Það á sérstaklega við um gróin hverfi og borgarhluta. Við eigum að bera virðingu fyrir hönnun og uppruna húsa, sér í lagi þegar kemur að eldri byggingum og velja þeim liti sem samræmast uppruna þeirra og sögu.

Eyjólfur Pálsson