108 stóll eftir Finn Juhl á tilboði! Takmarkað magn

Danski arkitektinn Finn Juhl (1912-1989) er einn þekktasti innanhúsarkitekt og húsgagnahönnuður 20. aldar. Finn Juhl hannaði fjölmarga stóla, og er einn sá glæsilegasti 108 stóllinn, hannaður árið 1946.

108 er ekta Finn Juhl húsgagn, með fljótandi sæti og bak sem einkenndi hans stíl og létt og glæsileg hönnun sem kitlar skynfærin. Hann er fallegur að horfa á, mjúkur í snertingu og gott að sitja í.

108 stóllinn er fallegur og fjölnota stóll sem hentar jafnvel við borðstofuborðið, í stofuna eða á skrifstofuna.

Olíuborin eik, fullt verð: 175.000 kr. Tilboðsverð: 131.000 kr. Takmarkað magn.

Frekari upplýsingar fást hjá starfsfólki í húsgagnadeild í Epal Skeifunni.

Knabstrup Keramik – klassísk dönsk hönnun

Knabstrup Keramik hefur frá árinu 1897 hannað og framleitt einstakt handverk og hágæðavörur fyrir heimilið. Blómavasar, krukkur, diskar og fleira í tímalausum litum og stíl sem gengur kynslóða á milli.

Knabstrup Keramik býr yfir ríkri hönnunarsögu og eflaust geta einhverjir fundið á heimilum sínum gamla muni úr smiðju Knabstrup. Árið 1907 komu fyrstu blómapottarnir í sölu hjá Knabstrup og stuttu síðar var Knabstrup orðinn stærsti framleiðandi í blómapottum í Skandinavíu. Árið 1914 má í fyrsta sinn sjá frægu sultukrukkunum frá Knabstrup bregða fyrir sem áttu eftir að seljast gífurlega vel, og höfðu þær sögulega séð mikil áhrif á fyrirtækið. Í kringum árið 1930 framleiddi Knabstrup um 18.000 blómapotta á dag og á sama tíma framleiddu þeir um helming landframleiðslu Danmörku í sultukrukkum.

Með tímanum bættist við vöruúrvalið fallegir skrautmunir fyrir heimilið og enn í dag má finna blómapotta og krukkur í vöruúrvali Knabstrup.

 

Knabstrup Keramik vörumerkið fæst nú í Epal. 

GUBI : Dönsk hönnun, fagurfræði & gæði

GUBI er danskt hönnunarhús, stofnað árið 1967 og hefur síðan hlotið alþjóðlega athygli fyrir hönnun sína, fagurfræði og gæði. GUBI sameinar fortíð og nútíð, fegurð og notagildi með framleiðslu á fáguðum vörum eftir annálaða danska hönnuði og arkitekta. GUBI býður upp á stílhreinar lausnir fyrir heimili, hótel, skrifstofur og önnur opinber rými.

GUBI fæst í Epal. 

Kynntu þér allt úrvalið á gubi.dk eða komdu við í sýningarsal okkar í Skeifunni 6 og sjáðu úrvalið.

Heimsókn frá Carl Hansen & Søn dagana 6. – 8. júní

Við fáum í heimsókn til okkar sérfræðing frá Carl Hansen & Søn dagana 6. – 8. júní.

20% afsláttur af öllum borðum og 15% afsláttur af öllum öðrum vörum frá Carl Hansen & Søn verður veittur dagana 6. – 8. júní.

Áttu gamalt húsgagn frá Carl Hansen en vantar ráðleggingar um umhirðu og viðhald? Sérfræðingur Carl Hansen getur svarað öllum spurningum sem koma að nýjum og gömlum húsgögnum frá Carl Hansen og hvetjum við ykkur til að koma við og fræðast um þennan framúrskarandi húsgagnaframleiðanda, einstaka hönnunina og viðhald húsgagna frá þeim.

Carl Hansen & Søn eiga rætur sínar að rekja aftur til ársins 1908 og er fyrirtækið í dag eitt það fremsta í danskri húsgagnaframleiðslu og eru heimsþekktir fyrir gæði og frábæra hönnun.

Verið hjartanlega velkomin í heimsókn.

Nýtt í Epal : Raawii litrík og falleg dönsk hönnun

Við erum spennt að kynna fyrir ykkur nýtt uppáhalds merki hjá okkur í Epal, Raawii.

Raawii er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 20017 sem gleður augað og lífgar upp á heimilið með litríkum keramík skálum, vösum og könnum. Falleg hönnun Raawii er tímalaus og nútímaleg, framleidd í Portúgal við bestu aðstæður með virðingu fyrir fólki og samfélaginu að leiðarljósi.

Komdu við og heillastu með okkur af Raawii vörumerkinu. Klassík framtíðarinnar.

 

60 ÁRA VIÐHAFNARÚTGÁFA – SPÁNSKI STÓLLINN

SPÁNSKI STÓLLINN – 60 ÁRA VIÐHAFNARÚTGÁFA, 1958 – 2018

Spánski stóllinn fagnar 60 ára afmæli – hannaður af Børge Mogensen árið 1958 og framleiddur af Fredericia. Óaðfinnanlegt handverk og einstakur efniviður sameinast í þessu meistaraverki

Í tilefni þess að 60 ár eru frá því að Spánski stóllinn var hannaður kynnir Fredericia viðhafnarútgáfu úr gegnheilli eik með glæsilegu ólívugrænu hnakkaleðri. Til heiðurs verka Børge Mogensen hefur Fredericia farið í gegnum skjalasafn meistarans og uppgötvað þennan náttúrulega lit sem var jafnframt í uppáhaldi hjá Mogensen og var afar ríkjandi á heimilum á þessum tíma. Núna í fyrsta sinn verður Spánski stóllinn fáanlegur í þessum fallega lit og markar 60 ár af óaðfinnanlegu handverki og einstakri hönnun. 

 

SIKA DESIGN : KLASSÍSK DÖNSK HÖNNUN

SIKA DESIGN

Saga húsgagnaframleiðandans Sika Design nær aftur til fimmta áratugarins og er Sika Design í dag einn elsti “rattan” og “wicker” húsgagnaframleiðandinn í Skandinavíu.

Sika Design framleiðir handgerð húsgögn með þægindi, gæði og umhverfisvernd að leiðarljósi í allri hönnun sinni og framleiðslu. Sika Design framleiðir húsgögn eftir nokkra þekktustu og mikilvægustu hönnuði og arkitekta sem uppi hafa verið. Arne Jacobsen, Nanna og Jørgen Ditzel, Viggo Boesen og Franco Albini sem öll voru frumkvöðlar á sínum tíma fyrir formtilraunir sínar með sterka og krefjandi efnið “rattan” og “wicker”.

HANGANDI EGG

Hangandi eggið var hannað árið 1959 af Nönnu Ditzel og Jørgen Ditzel og hefur hlotið verðskuldaða athygli og viðurkenningu. Auðþekkjanlegt formið hefur síðan þá margoft verið leikið eftir, en gullöld “rattan” efniviðsins var á sjöunda áratugnum þegar hæfileikaríkir vefarar og arkitektar gerðu ýmis formfögur húsgögn úr þessum krefjandi efnivið.

PARÍSAR STÓLL

Parísar stóllinn var hannaður af engum öðrum en Arne Jacobsen og var jafnframt hans fyrsta húsgagnahönnun.

Parísar stóllinn hlaut silfurverðlaun á Art Deco sýningunni í París árið 1925 og var gerður úr “rattan”. Sika Design hóf endurframleiðslu á þessum klassíska stól árið 2014

Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér Sika design.

SMART SNAGAR FRÁ KNAX

Smart snagar í forstofuna –

Það þurfa flestir á góðum snögum að halda í forstofuna til að hengja af sér yfirhafnir og veski og þar koma Knax snagarnir frá LoCa til sögu. Stílhreinir og sterkbyggðir snagar sem hafa verið handgerðir í Danmörku frá árinu 1995 úr gegnheilum við.

Knax snagarnir fást í Epal í nokkrum stærðum og litum, vinsælastir hafa verið úr hnotu, eik og kirsuberjavið,  Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni og sjáðu möguleika Knax. Verð frá 14.500 kr. (2 snagar).

 

NÝTT Í EPAL: 8000c

Við kynnum nýtt fyrirtæki í Epal, 8000c. 

8000c framleiðir hágæða og nútímaleg húsgögn í nánu samstarfi við arkitekta og hönnuði og er fyrirtækið í stanslausri þróun og koma þeir reglulega með nýjar og spennandi línur. 8000c var stofnað árið 2007 og er staðsett í Aarhus í Danmörku og selja þeir nú þegar víða um Evrópu.

8000c bjóða upp á falleg húsgögn með gott notagildi fyrir veitingarstaði, hótel, fyrirtæki, söfn, verslanir ásamt heimilum um alla Evrópu. 8000c eru þekktastir fyrir Nam Nam stólinn sem hannaður var af hönnunarteyminu HolmbäckNordentoft og hefur notið vinsælda.

Hér að neðan má sjá brot af vöruúrvali 8000c.

8000c_03_skaerm_478x319px bondtable-_02_577x408px_crop_ change_table_2_544x408px_crop hvid_02_478x717px_crop namnam_14_black478x747crop namnam_pink_black_crop namnam02_miljo_rod_crop ocho_1crop twist_ref_2_478x715px_ twist_table_51_478x478px_crop

 

 

“COMEBACK” ÁRSINS: CH22

Dönsku hönnunarverðlaunin voru kynnt á dögunum og hlutu fjölmargar vörur sem fást í Epal viðurkenningu fyrri framúrskarandi hönnun. Þeir sem standa að baki hönnunarverðlaunanna eru dönsku hönnunartímaritin Bo Bedre, Bolig Magasinet og Costume living.

CH22 stóllinn hlaut til að mynda verðlaun semÅrets Comeback” eða endurkoma ársins en stóllinn var nýlega settur aftur í framleiðslu af húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn.

CH22 stóllinn var einn af fyrstu stólunum sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og var fyrst kynntur til sögunnar árið 1950 ásamt heimsþekkta CH24 sem betur er þekktur sem Wishbone chair / Y-stóllinn. Fyrr á árinu hóf Carl Hansen & Søn endurframleiðslu á þessum einstaka stól og bjóðum við nú upp á hann á frábæru tilboðsverði, aðeins 200.000 kr. í stað 320.000 kr.


carl-hansen-son-hans-j-wegner-ch22-lounge-chair_dezeen_936_4 carl-hansen-son-hans-j-wegner-ch22-lounge-chair_dezeen_936_6-871x1024 wegner_ch22-oak-walnut-mix_detail_armrest_600x828wegner_ch22-oak_detail_wedge_600x800afmtilbod-ch22-758x1024