108 stóll eftir Finn Juhl á tilboði! Takmarkað magn

Danski arkitektinn Finn Juhl (1912-1989) er einn þekktasti innanhúsarkitekt og húsgagnahönnuður 20. aldar. Finn Juhl hannaði fjölmarga stóla, og er einn sá glæsilegasti 108 stóllinn, hannaður árið 1946.

108 er ekta Finn Juhl húsgagn, með fljótandi sæti og bak sem einkenndi hans stíl og létt og glæsileg hönnun sem kitlar skynfærin. Hann er fallegur að horfa á, mjúkur í snertingu og gott að sitja í.

108 stóllinn er fallegur og fjölnota stóll sem hentar jafnvel við borðstofuborðið, í stofuna eða á skrifstofuna.

Olíuborin eik, fullt verð: 175.000 kr. Tilboðsverð: 131.000 kr. Takmarkað magn.

Frekari upplýsingar fást hjá starfsfólki í húsgagnadeild í Epal Skeifunni.