Sumarbæklingur Epal er kominn út!

Sumarbæklingur Epal er kominn út!

Yfir 50 blaðsíður um útihúsgögn, útilýsingu og smáhluti sem fegra umhverfið þitt.

Skoðaðu sumarhandbókina okkar í ár og fáðu góðar hugmyndir að þínu drauma útisvæði þar sem þú munt vilja eyða löngum stundum og skapað ljúfar sumarminningar. Á næstu síðum er að finna vönduð útihúsgögn, útilýsingu og aukahluti sem fegra umhverfið þitt. Má þar nefna blómapotta, luktir, sólhlífar og garðverkfæri fyrir fagurkera og svo margt fleira. Sumarið er tíminn til að njóta lífsins og jafnvel bjóða vinum og fjölskyldu í sumarboð á pallinn og nostra svo við garðinn svo úr verði fallegt og notalegt athvarf. Hjá okkur í Epal Skeifunni getur þú kynnt þér úrval af garðhúsgögnum frá okkar fremstu húsgagnaframleiðendum sem eru ekki aðeins falleg og þægileg heldur mega vera undir berum himni allan ársins hring. Skapaðu þér fallegt umhverfi og njóttu sumarsins úti.

Hlýjar sumarkveðjur, Epal

 

Múmín sumarlínan 2023 „Garðveisla“ komin í Epal

Múmín sumarlínan 2023 „Garðveisla“ er komin til okkar í Epal. „Garðveisla“ er full af óvæntum kynnum og töfrum vináttunnar.

Á myndskreytingum nýju línunnar hefur Múmíndal verið breytt í frumskóg. Mía litla finnur framandi fræ sem Múmínálfarnir dreifa hér og þar svo Múmíndalur breytist í frumskóg allskyns ávaxtatrjáa á einni nóttu. Pjakkur er í spennuleit og sleppir svöngum tígrum og öðrum villtum dýrum úr dýragarði í nágrenninu, en honum að óvörum, vingast þau við Múmínálfana.

Líflega myndskreytt sumarlínan er fullkomin fyrir öll tilefni hvort sem það er í sumarfögnuði og lautarferðir, hversdagsleg kaffiboð með vinum og fjölskyldu. Línan inniheldur krús (0,3l) og disk (19cm), seld í sitthvoru lagi.

Skoða Moomin í vefverslun Epal.is

20% afsláttur af Auping Essential rúmstæðum dagana 8. maí – 7. júní

Dagana 8. maí til 7. júní bjóðum við 20% afslátt af Essential rúmstæðum frá Auping. Essential rúmið frá Auping er fyrsta endurvinnanlega rúmið í öllum heiminum. Mjúkar línurnar gerir rúmið aðlaðandi og stílhrein hönnunin gerir það að verkum að rúmið passar hvaða heimili sem er. 

Hvert Essential rúm er sérsniðið fyrir hvern og einn viðskiptavin, með ótal möguleikum varðandi dýnur, áklæði, liti og allt útlit rúmsins. Essential rúmið hefur hlotið Red Dot og IF hönnunarverðlaunin. Hægt er að fá rúmið í 10  fallegum litum og hægt að bæta við hefðbundnum eða bólstruðum höfðagafli með val um 95 efni.
Auping eru umhverfisvæn og margverðlaunuð rúm með áherslu á gæði, fallega hönnun og framúrskarandi svefnþægindi. 

Auping var stofnað árið 1888 í Hollandi og með yfirgripsmikilli þekkingu ásamt nýjustu tækniþróun tekst þeim að veita þér besta mögulega nætursvefninn í fallegu og nútímalegu rúmi sem tryggir góðan stuðning, góða loftun og frábæra endingu. Auping hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu í gegnum árin og hefur hlotið fjölmörg verðlaun og vottanir á sviði sjálfbærni, áreiðanleika, gæða og hönnunar, m.a. Red Dot, IF hönnunarverðlaunin og fl. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi, með virðingu fyrir umhverfinu.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig. 

Umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, góða hönnun og þægindi.