20% afsláttur af Auping Essential rúmstæðum dagana 8. maí – 7. júní

Dagana 8. maí til 7. júní bjóðum við 20% afslátt af Essential rúmstæðum frá Auping. Essential rúmið frá Auping er fyrsta endurvinnanlega rúmið í öllum heiminum. Mjúkar línurnar gerir rúmið aðlaðandi og stílhrein hönnunin gerir það að verkum að rúmið passar hvaða heimili sem er. 

Hvert Essential rúm er sérsniðið fyrir hvern og einn viðskiptavin, með ótal möguleikum varðandi dýnur, áklæði, liti og allt útlit rúmsins. Essential rúmið hefur hlotið Red Dot og IF hönnunarverðlaunin. Hægt er að fá rúmið í 10  fallegum litum og hægt að bæta við hefðbundnum eða bólstruðum höfðagafli með val um 95 efni.
Auping eru umhverfisvæn og margverðlaunuð rúm með áherslu á gæði, fallega hönnun og framúrskarandi svefnþægindi. 

Auping var stofnað árið 1888 í Hollandi og með yfirgripsmikilli þekkingu ásamt nýjustu tækniþróun tekst þeim að veita þér besta mögulega nætursvefninn í fallegu og nútímalegu rúmi sem tryggir góðan stuðning, góða loftun og frábæra endingu. Auping hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu í gegnum árin og hefur hlotið fjölmörg verðlaun og vottanir á sviði sjálfbærni, áreiðanleika, gæða og hönnunar, m.a. Red Dot, IF hönnunarverðlaunin og fl. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi, með virðingu fyrir umhverfinu.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig. 

Umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, góða hönnun og þægindi.