Ekki missa af sýningunni Tinni á Íslandi í Epal Gallerí

Verið velkomin á sýninguna Tinni á Íslandi í Epal Gallerí sem stendur yfir fram til miðjan ágúst. 

Sýningin samanstendur af verkum eftir Óskar Guðmundsson þar sem hann hefur komið með Tinna og félaga heim til Íslands. Óskar var frá barnsaldri mikill Tinnaaðdándi og bækurnar lesnar þar til kjölur þeirra gaf sig. Óskar átti sér þann draum heitastan að Hergé myndi senda frá sér bók sem gerðist alfarið á Íslandi. Það rættist að hluta til þegar Tinni og Kolbeinn stöldruðu stutt við á Akureyri í Dularfullu Stjörnunni. Það nægði Óskari ekki sem hefur nú málað og teiknað Tinna og félaga á fjölbreyttum stöðum í íslenskri náttúru. Óskar hefur málað frá barnsaldri og haldið nokkrar myndlistarsýningar. Hann starfar einnig sem rithöfundur og hefur sent frá sér fjórar spennusögur.

Á sýningunni verða árituð og númeruð grafísk verk ásamt plakötum til sölu. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar. Epal Gallerí er staðsett við Laugaveg 7, 101 Reykjavík.

 

Angan kynnir Westfjords – áfyllanlegar líkams og hárvörur

Angan kynnir nýja línu sem ber nafnið Westfjords

⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀
Westfjords eru áfyllanlegar líkams og hárvörur sem innihalda nærandi olíur og villt íslenskt jurtaextrakt. Framleitt af alúð með náttúrulegum, sjálfbærum og villtum innihaldsefnum.
⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀
Náttúrulegur ilmurinn er síðan undirstrikaður með einiberjum, lofnaðarblómi og garðablóðbergi sem flytur þig í ferðalag til afskekktra Vestfjarða.

Næringarríku vörurnar koma í endurnýtanlegum gler flöskum í 250ml og 500ml. Hægt er að fylla á flöskurnar og þannig draga úr umbúðanotkun og huga betur að umhverfinu.

/ Þú finnur nýju vörurnar einnig í vefverslun Epal.is

Fritz Hansen – 150 ár af einstakri hönnun

150 ára afmælisútgáfa Fritz Hansen heiðrar nokkur af þekktustu verkum húsgagnasögunnar

Í tilefni af 150 ára afmæli Fritz Hansen eru kynntar til sögunnar einstakar afmælisútgáfur af nokkrum þekktustu húsgögnum sögunnar. Eggið, Svanurinn, Sjöan, Liljan og PK61, allt húsgögn sem eru dáð af hönnunaráhugafólki um allan heim, nú í einstökum nýjum efnum og áklæðum.

Afmælis Eggið og Svanurinn eru klædd Vanir ullaráklæði eða Grace leðri og með svörtum krómfæti sem gefur fágað yfirbragð. Afmælis Sjöan er fáanleg með Vanir ullaráklæði eða Grace leðri og á klassískum krómfótum og PK61 borðið er í fyrsta sinn með norskum marmara.

Alltaf klassísk, hvert húsgagn endurspeglar einstakt handverk Fritz Hansen, gæða efnisval og endingargóða hönnun.

Grace:

Grace er úrvalsleður úr hágæða skinnum. Nýtt kastaníubrúnt leðrið er unnið af Sørensen Leahter eingöngu fyrir Fritz Hansen, fyrir afmælisútgáfur af Egginu, Svaninum, Sjöunni og Liljunni. Sørensen er umhverfismeðvitað alþjóðlegt vörumerki sem vinnur með eftirsóttasta hágæða, sjálfbæra leðrið í heiminum.  

Vanir:

Vanir er þæfður ullartextíll sérhannaður af belgíska fatahönnuðinum Raf Simons fyrir Kvadrat. Vanir er nú í fyrsta sinn kynnt á afmælisútgáfum af Egginu, Svaninum og Sjöunni.

Norskur marmari:

Afmælisútgáfan af mínimalíska PK61 borði Poul Kjærholm er nú kynnt í fyrsta sinn úr norskum marmara frá Fauske, Noregi. Norskur marmari er sérstaklega fallegur með glitrandi áferð, með gráum og hvítum æðum sem minna helst á ískaldan sjó.

Sjáðu einstakar afmælisútgáfur Fritz Hansen hjá okkur í Epal Skeifunni.

Kynntu þér einnig úrvalið í vefverslun Epal.is