Fritz Hansen – 150 ár af einstakri hönnun

150 ára afmælisútgáfa Fritz Hansen heiðrar nokkur af þekktustu verkum húsgagnasögunnar

Í tilefni af 150 ára afmæli Fritz Hansen eru kynntar til sögunnar einstakar afmælisútgáfur af nokkrum þekktustu húsgögnum sögunnar. Eggið, Svanurinn, Sjöan, Liljan og PK61, allt húsgögn sem eru dáð af hönnunaráhugafólki um allan heim, nú í einstökum nýjum efnum og áklæðum.

Afmælis Eggið og Svanurinn eru klædd Vanir ullaráklæði eða Grace leðri og með svörtum krómfæti sem gefur fágað yfirbragð. Afmælis Sjöan er fáanleg með Vanir ullaráklæði eða Grace leðri og á klassískum krómfótum og PK61 borðið er í fyrsta sinn með norskum marmara.

Alltaf klassísk, hvert húsgagn endurspeglar einstakt handverk Fritz Hansen, gæða efnisval og endingargóða hönnun.

Grace:

Grace er úrvalsleður úr hágæða skinnum. Nýtt kastaníubrúnt leðrið er unnið af Sørensen Leahter eingöngu fyrir Fritz Hansen, fyrir afmælisútgáfur af Egginu, Svaninum, Sjöunni og Liljunni. Sørensen er umhverfismeðvitað alþjóðlegt vörumerki sem vinnur með eftirsóttasta hágæða, sjálfbæra leðrið í heiminum.  

Vanir:

Vanir er þæfður ullartextíll sérhannaður af belgíska fatahönnuðinum Raf Simons fyrir Kvadrat. Vanir er nú í fyrsta sinn kynnt á afmælisútgáfum af Egginu, Svaninum og Sjöunni.

Norskur marmari:

Afmælisútgáfan af mínimalíska PK61 borði Poul Kjærholm er nú kynnt í fyrsta sinn úr norskum marmara frá Fauske, Noregi. Norskur marmari er sérstaklega fallegur með glitrandi áferð, með gráum og hvítum æðum sem minna helst á ískaldan sjó.

Sjáðu einstakar afmælisútgáfur Fritz Hansen hjá okkur í Epal Skeifunni.

Kynntu þér einnig úrvalið í vefverslun Epal.is